Melkorka - 01.04.1950, Side 10

Melkorka - 01.04.1950, Side 10
fara betur með vesælinga. Þó er þetta vissu- lega góðra gjalda vert. Áftur á móti held ég að því fari fjarri, að ástúð í daglegu samlífi liafi aukizt. Illmælgi og hatursfullar árásir sýnast mér stöðugt fara vaxandi með þjóðinni, ef til vill að sama skapi, sem úr fjarlægðum dregur svo að segja má, að jijóðin öll btii á einu heinr- ili. Upp á síðkastið liefur þetta gengið svo fram af mér, að ég fæ ekki orða bundizt. Ekki það, að einstakir menn reyni að koma sér áfram með lítt lieiðarlegum meðulum gagnvart andstæðingum, það hefur alltaf brunnið við, lieldur hitt, live góðan hljóm- grunn jressar aðferðir fá hjá almenningi. Ég tek tvö dæmi, sem mikið haf'a verið rædd undanfarið: Prestskosning fór fram hér í Reykjavík nýlega. Áður en þeirri kosningu var lokið, hafði verið reynt að rýja umsækjendurna suma liverja flestum mannlegum dyggðum og heiðri, sem af þeim var hægt að ná með skæðum slúðursögum. Þó kom meiri filuta Reykvíkinga þessi kosning ekkert við, þar eð þeir voru ekki í söfnuði þeim, sem kjósa átti sér prest. Samt þurfti allur þorri manna að skipa sér í hatursfullar l'ylkingar út af máli, sem þá varðaði engu, og almennt velsæmi liefði átt að banna þeirn að eiga nokkurn hlut að. Jafnvel rnenn úr öðrum byggðar- lögum hafa gert sér Jæssa kosningu að árása- og áróðursefni. Frá mínu sjónarmiði er það blátt áfram skrílsháttur að láta ekki söfnuð- inn, sem hlut átti að máli, einan um sín mál. Hitt dæmið segir frá presti utan af landi, sem lenti í óviðfeldnu, en þó lítt merkilegu ævintýri í höfuðborginni, og sæmilegast hefði verið fyrir alla hlutaðeigendur að tala sent minnst um. Menn, sem ekki eru of vandir að því, hvernig Jæir vinna sér inn peninga, sáu sér hér leik á borði. Gefinn var út pési með lélegum Ijóðum um mál j^etta, og svo langt gengið í viðbjóðslegu orðbragði, að nærri stappar því, sem að Jtessu hefur verið nefnt guðlast. Þessi ó- merkilegi pési seldist upp á götunr Reykja- víkur á einum eða tveimur dögum, og var þó seldur á okurverði. Benda mætti og á það, að blað kemur út hér í bæ, einu sinni í viku, sem ekki lifir á öðru en að skrifa sví- virðingar um náungann, alveg rakalausar og út í loftið, án þess að stefnt sé að nokkru öðru marki en Jjví, að fólki muni Jrykja gaman að því að lesa óhróður um aðra og því kaupa blaðið. Mér er sagt að blað þetta seljist ágætlega. , Sé það í raun og veru svo, að menningar- ástand vort íslendinga sé að verða slíkt, að þjóðin sækist eftir að lieyra og lesa niðrandi hluti um náungann, jafnvel Jdó Jrað séu eng- ir fjandmenn, sem um er að ræða, þá held ég að menntun okkar og líklega alls heims- ins hljóti að vera mikið áfátt, þrátt fyrir alla þekkinguna, og væri víst betra að vera dálítið fátækari, og þá um leið hreinni í andanum. Og svo var það Eva scm með tindrandi augum rétti Adam eplið og mælti: I>ú hefur ekki hugmynd um hve mikið af vítaminum er í svona epli. Stærðir geta verið blekkjandi. Stundum er heill mað- ur undir hæl á konu. Þessi saga er um húsgagnasala, ef til vill kannast þú við hann. En hvað um það, hann fór til Parísar í verzlunarerindum og þegar liann hafði lokið þeim ákvað hann að skoða lífið. Það fyrsta, sem hann sá, var yndislega falleg frönsk stúlka og hann beið ekki boðanna með að stofna til kunningsskapar, þó að liún hvorki skildi né talaði ensku. Hann gat gert sig mikið til skiljanlegan með því að teikna myndir. Fyrst teiknaði hann mynd af leigubíl og hún hneigði sig til samþykkis. Þau náðu í bil og óku burt. Á leið- inni teiknaði hann mynd af hníf og gaffli o. s. frv. og hún skildi að hann ætlaði að bjóða henni til mið- degisverðar. Á meðan á borðhaldinu stóð teiknaði hann vfnflösku. Aftur hneigði hún sig til samþykkis. Þegar þau höfðu drukkið og voru orðin kát, tók liún blý- antinn og blaðið og teiknaði niynd af rúmi. Og vinur okkar furðaði sig á því hvernig hún gæti vitað að hann væri húsgagnasali. 8 MELKORKA

x

Melkorka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.