Melkorka - 01.04.1950, Qupperneq 17

Melkorka - 01.04.1950, Qupperneq 17
En þarna kom kvennasambandið og hjálp- aði konunum. Með stuðningi þess liai'a milj- jónir kvenna tekið við jörð eða jarðarskik- um og strax í júní 1948 var talið að í hinu frjálsa Kína, sem þá var á valdi alþýðunnar, hafi verið útbýtt 40 rnilj. ekrum. Nú þyrpast kínverskar konur í iðnaðinn. Þær leggja fyrir sig tækninám og eru settar í háar stöður. Það er hægt að nefna lrundr- uð dæma um konur, sem nú hafa á hendi stöður sem verksmiðjustjórar, eru verklýðs- leiðtogar og sitja í háum stjórnarstöðum. Með stofnun kinverska alþýðulýðveldis- ins er nýtt tímabil í mannkynssögunni haf- ið. Og það er í tákni þessara nýju tíma að fuiltrúar kvenna frá ólíkustu löndum Asíu. og í fyrsta sinn í veraldarsögunni, höfðu með sér sameiginlega ráðstefnu í Peking í Kína í desember síðastliðnum, til þess í sam- einingu að ræða urn þau miklu verkefni, sem bíða kvenna á austurhveli jarðar í frels- isbaráttu þeirri, sem nú er hafin lijá hinum þjökuðu nýlenduþjóðum. Það var Kvennasamband Ivína, sem boð- aði til þessarar ráðstefnu, að tilhlutan Al- þjóðabandalags lýðræðissinnaðra kvenna, sem það er í. Þarna komu fulltrúar frá Suð- ur- og Norður-Koreu, frá kvennasamtökum, er telja 28 miljónir, Mongólíu-lýðveldinu, Burma, Líbanon og íran, Viet-Nam o. fl. löndum. Yfir fjöll og úthöf streymdu kon- urnar til hinnar fornu menningarborgar, Peking. Konur, sem hafði jafnvel verið beitt fyrir plóginn fyrir 30 árurn síðan, konnr senr æðstu fulltrúar þjóðar sinnar, eins og t. d. fulltrúarnir frá sovétlýðveldinu Mon- gólíu. „Eru ekki hin undraverðu ævintýri frá Þúsund og einni nótt að gerast hér aftur á nýjum vettvangi," segir einn sem var á ráðstefnunni. Konur, sent fyrir nokkrum ár- ur gengu með andlitsblæju og máttu ekki sýna sig í „samkundum", sitja nú á ráð- stefnu og skipuleggja krafta sína í frelsisbar- áttu nýlenduþjóðanna. Einbeittar á svip með eld í auga koma þær eins og leiftur lram úr myrkum öldum. melkorka Asíu-konan veit, að hún lifir á miklum tímamótum sögunnar, þegar lilekkir ánauð- ar og kúgunar hrökkva sundur liver af öðr- um — kínverska konan hefur náð langþráð- um áfanga — verið tryggt fullt jafnrétti innan jiess nýja þjúðfélags, sem nú er í sköp- un í landi hennar hjá 475 milj. þjóð. En Jdó er hér aðeins upphafið að þeirri miklu frelsishreyfingu, sem breiðist um alla Asíu og aðrar nýlendur lieims. Prestur sem uppi var á síðustu öld var svo ákafur spilamaður að það kom fyrir að þegar hann átti að segja Amen sagði hann pass. Sá sem elskar sjálfan sig eignast aldrei keppinaut. Freisting: Sá sem stenzt hana er hamingjusamur, en sá sem fellur fyrir henni er ennþá hamingjusamari. Sxwtta cru karlmenn Vinur minn einn kom heim til sín í Virginíu eftir nokkra ára fjarveru og liitti gamlan negra sem lengi hafði verið í þjónustu foreldra hans. Heyrðu Móses, ég heyri sagt að þú sért giftur. Já herra Tom ég er giftur og þetta hefur verið erfið- ur tími. Nú hváð er að? Æ, jrað cr konan, herra Tom, hún er alltaf að biðja um peninga og aftur peninga, ég hef engan frið. Hvað lengi hefurðu verið giftur? Tvö ár í vor, herra Tom. Og hvað gerir konan þin við þessa peninga? Ég veit jrað ekki, ég hef ekki iátið hana hafa neina peninga. Jóhann þótti mjög skuldseigur og kaupmaðurinn varð því mjög hissa þegar hann einn dag kom inn í búðina og greiddi upp skuldina athugasemdalaust. Eg geri þctta vegna bréfsins, sem þú sendir mér. Eg hef aldrei séð neitt svipað rukkunarbréf. Það hefði getað náð í peninga frá steindauðum manni. Hvcrnig gaztu komið þessu saman? Kaupmaðurinn brosti þunglyndislega: Ég tók nokkr- ar setningar úr bréfi frá konunni minni, sem hún skrif- aði mér meðan hún var sér til hressingar á dýru surnar- hóteli, sagði kaupmaðurinn. 15

x

Melkorka

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.