Melkorka - 01.04.1951, Blaðsíða 3

Melkorka - 01.04.1951, Blaðsíða 3
MELKORKA TÍMARIT KVENNA Ritstjórn: Nanna Ólajsdóttir, Skeggjagötu 1, Reykjavik, simi 3156 • Svaja Þórleifsdóttir, Hjallaveg 14, Reykjavik, simi 6685 Þóra Vigfusdóttir, Þingholtsstrœti 27, Reykjavik, simi 5199 Utgejandi: Mál og menning Konurnar og heimsfriðurinn Eftir Sigriði Eiriksdóttur Frú Sigriði Eiriksdótlur formanni Hjúkrunarkvenna- félags íslands var synjað um að flytja erindi þetta i út- varpið 8. marz siðastliðinn á alþjóðadegi kvenna. liirt- ist það i Timanum skömmu seinna. Mcð leyfi frú Sig- riðar birtir Melkorka erindi þctta i heild, svo að konur geti sjálfar dœmt um framkomu útvarþsins i þessu máli. Erindinu fylgir eftirfarandi greinargerð frá höfutidi þess: ,Jiftirfarandi erindi sendi ég fyrir nokhru til Útvarþs- ins og bað um leyfi til þess að flytja það 8. tnarz s.l., en Alþjóðabandalag lýðrœðissinnaðra kvenna hafði ákveð- ið að helga þeim degi friðarstarfsemi um heim allan. Útvarpsráð neitaði tnér um að flytja erindið. Ég sótti þá um að fá að flytja það siðar, í almennri dagskrá út- varþsins. Útvarpsráð neitaði mér aftur. Mér þykir rétt að eritidið komi fyrir sjónir almennings i landinu, og vil leggja undir hans dóm, hvort það er svo hættulegt islenzku þjóðinni, að banna þurfi flutning þess i út- varp. Einkum vil ég bera það undir dóm upþeldisfrœð- inga þjóðarinnar og þjóna kirkjunnar.“ Yfirvofandi styrjöld ógnar nú ölluin heiminum, og óttinn við nýja heimsstyrjöld hefur gripið þjóðirnar svo sterkum tökum, að þær sjá ekkert annað úrræði en að hervæðast af meira kappi en nokkru sinni fyrr i sögu mannkynsins. Kjarnorkuvopnin eru þar talin öflugasta vörnin gegn styrjöldum, því enginn muni þora að búast til árásar og eiga skelfingu kjarnorkueyðingar yfir höfði sér. í blöðum og útvarpi ber þvi meira á hervæðingunni, hótunum og tortryggni milli þjóðanna, en minna er getið um þá starfsemi, sem þó eflist óðum um heim allan við lilið hernaðarandans. En það er friðarstarf- semi einstaklinga og félagssamtaka. í friðarsanrtökum þjóðanna eru konur í öllum löndum virkur aðili, eins og vera ber. Eitt hinna mörgu félagasamtaka kvenna, sem nú hef- ur gert friðarmálin að einu aðalstefnumáli sínu, er Al- þjóðabandalag lýðræðissinnaðra kvenna — og eru meðlimir frá 59 þjóðum í bandalaginu. Það var stofnað haustið 1945 — að aflokinni heimsstyrjöldinni síðustu, og áttu franskar konur, sem höfðu staðið fram- arlcga í andstöffuhreyfingu Frakka gegn hersetu Þjóð- vcrja í Frakkandi, frumkvæðið að stofnun þessari. Stofnendur voru 850 kvenfulltrúar frá 44 löndum. Þetta voru konur úr ýmsum stjórnmálaflokkum og konur sem ekki töldu sig vera flokksbundnar. Til fróðleiks vil ég geta þess, að það var á þetta stofnþing kvenna, sem Laufey heitin Valdimarsdóttir fór sína síðustu för, en hún lézt sem kunnugt er í l’aris haustið 1945. Formað- ur A.L.K. er frönsk kona, Eugenie Cotton að nafni. Hún er doktor í eðlisfræði og var um skeið rektor kvennaskólans í Sévres i Frakklandi. Hjá frönsku þjóð- inni hefur liún hlotið margs konar virðingarmerki, m. a. fyrir þrotlaust starf sitt í þágu ættjarðar sinnar á styrjaldarárunum, og var hún þá heiðruð sem meðlim- ur frönsku heiðursfylkingarinnar. Markmið félagsskapar þessa er í fáum dráttum þetta: 1. Að vinna að náinni samvinnu meðal þjóðanna, stjórnmálalega, efnahagslega og menningarlega, með það fyrir augum að skapa varanlegan og traustan frið milli þjóða og koma í veg fyrir styrjaldir. MELKORKA 1

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.