Melkorka - 01.04.1951, Side 11

Melkorka - 01.04.1951, Side 11
um ræðir, hefur verið þýdd á íslenzku, ,en ég veit ekki til að hún hafi komið út. Bókin sjálf er ekki aðalatriðið, heldur snið þau er henni fylgja. Hér eru einnig ýmsir aðrir að- ilar, sem selja snið og sniðasala eykst stöð- ugt. Margar vefnaðarvörubúðirnar selja alls konar tízkusnið, sum kvennablöðin birta af og til myndir af fötum og bjóða lesendun- um snið til sölu. Húsmæðrablað Kaup- mannasambandsins hefur oft ágæt snið. „Vi“, vikublað samvinnufélaganna, gefur út sérstakt tízkublað haust og vor og selur snið. Barnafatasniðin frá A. H. kosta liér 50 aura stykkið. Sniðin frá „Vi“ kr. 1,25 (með tveim til þrem stærðunr af sönru flík) og önnur snið yfirleitt kr. 1.75. Ég hef prófað mörg af barnafatasniðunum frá AH, nokk- ur snið frá „Vi“ og einnig frá Ica-Kuriren (Húsmæðradeild kaupmannasambandsins), og öll þessi snið hafa reynzt fullkomlega ábyggileg. Það er víst alveg óhætt að fullyrða að á íslandi er saumað ennþá meira af barnaföt- um á heimilunum en gert er hér í Svíþjóð og sjálfsagt líka af kvenfötum. Það getur vel verið að íslenzkar konur séu yfirleitt dug- legar að sauma. Ég veit að á síðustu árurn hefur verið byrjað að reyna að kenna að sníða á húsmæðraskólunum og að láta nem- endur fara þaðan með snið af einföldustu barnafötum. En skólarnir ná ekki til allra og það er ekki alltaf víst að sniðin séu við hendina þegar á að fara að sníða. Væri ekki þörf á sniðasölu á íslandi. Hér eru tveir aðilar sem áreiðanlega er hægt að fá samstarf við, AH og „Vi“ (AH var í sam- bandi við þýðingu bókarinnar fús á að veita leyfi til sniðasölu heima og ég veit að „Vi“ hefur gefið slíkt leyfi í Noregi). Og kannski er handavinnukennaradeildin heima komin það á laggirnar að hún geti lagt fram eitt- hvað af sniðum, sem mætti gefa út til sölu. Það væri gaman að heyra álit lesenda Melkorku um þetta mál og hvernig því yrði bezt fyrir komið. Lysistrata — konan sem gerði uppreisn gegn stríðinu Árið 412 fyrir Krist var í Dionysosleik- húsinu í Aþenu leikið leikritið Lysistrata. Höfundur þess var Aristófanes, mesti leik- ritahöfundur fornaldarinnar. Hörmungarástand ríkti þá í Hellas, vegna hinnar liræðilegu borgarastyrjaldar, sem geysaði allt frá Sikiley til Stranda Litlu- Asíu. Þessi borgarastyrjöld lagði liið mikla menningarríki Hellas í rústir á 100 ára tímabili. Aðalátökin voru á milli borganna Spörtu og Aþenu og smáríkin fylgdu þeim svo á víxl. Óvinirnir herjuðu á Attiku, héraðið í kringum Aþenu, og lningur, drepsóttir og hvers kyns eymd drottnaði innan við múra Aþenuborgar. Mitt í allri þessari eymd skrifaði Aristó- fanes leikrit sín og setti þau á svið og flest voru þau þáttur í baráttu hans gegn stríð- inu, því að hann var mikill andstæðingur styrjalda, friðarvinur. Lysistrata var eitt af þeim. Aristófanes lætur leikinn gerast í hjarta Aþenuborgar, hinum helga stað Akrópólis. Samtíðin, og enda seinni tímar líka, vildu láta heita svo að Lysistrata væri gamanleik- ur. En það var þó ekki venja að láta gaman- leikina heita eftir aðalpersónu leiksins, aft- ur á móti var slíkt venja um sorgarleikina, MEI.KORKA 9

x

Melkorka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.