Melkorka - 01.04.1951, Blaðsíða 8

Melkorka - 01.04.1951, Blaðsíða 8
Útiföt á eins og tveggja ára börn meÖ teygjubandi i mittinu aö aftan. að vinda upp og straua sparikjól á tveggja ára telpu, ef kjóllinn er tir bómullarefni (gjarnan prýddur með útsaum eða blúndu), en ef liann er úr einhverju silkihýjalíni með húlfölduðum pífum, sem fljótlega trosna. Það er auðveldara að hirða sparifötin á mynd 5 en venjuleg jakkaföt með herra- sniði o. s. frv. Það er ekkert vefnaðarefni til, sem eins auðvelt er að þvo eins og bómull- in, og þess vegna er ekkert efni heldur jafn hentugt í barnaföt bæði yzt og innst. Ullin getur svo verið á milli til hlýinda. Ung móðir er kannski í fyrstu dálítið veik fyrir því, sem er voðalega sætt og fínt og viðkvæmt á litla barnið, en viðkvæm iöt eru oftast ekki sæt og fín nema stutta stund. Og þegar þvottastússið, strauingarnar og viðgerðirnar eru komnar í sinn Iiversdags- lega algleyming, held ég að hún hljóti alltaf fyrst og fremst að óska eftir haldgóðum og einföldum fötum, sem létt er að þvo og ekki þarf alltaf að vera að gera við. Og ef litlu börnin gætu gert grein fyrir hvernig fötin ættu að vera myndi svarið verða eitthvað svipað. Ég býst reyndar við að þau hugsi ekki alvarlega unr þvottinn eða viðgerðirnar, en þau hafa önnur sjónarmið. Börnum líður aldrei eins vel og þegar þau fá að striplast um, laus við öll föt, sem hindra hreyfingar þeirra og þau líta á föt, sem stöðugt eru að bila, sem sína verstu óvini. Og þótt þeim Jryki lljótt garnan að vera fín, er þeim geysilega illa við föt, sem þau ekki mega láta eins og þau vilja í. Ég þekki lítinn dreng, sem fékk einu sinni nýj- ar buxur. Hann kastaði sér á hnén, skaut út rassinum og velti sér augsýnilega til að prófa hvort buxurnar væru nægilega rúrnar. ,,Má ég skríða í Jressum buxum mamma?“ sagði liann svo. Þetta voru vinnubuxur úr bláu bónndlarefni (bómullar-viella) og honum var sagt, að liann mætti láta í þeim eins og hann vildi. Hann átti síðbuxur úr fóðruðu ullarefni, sem hann notaði úti við frakka og ef hann fór í heimsókn, en fyrsta áhugamál lians, þegar hann kom heim, var alltaf að losna við þær og fá „skriðbuxurnar“ sínar, sem liann kallaði svo, þótt hann væri f'yrir löngu hættur að skríða. Þessunt sama dreng er mjög illa við rennilása, sem bila og kall- ar þá vonda rennilása og hnappa, sem detta úr, óþ;ega hnappa. Heimasaumuð spariföt. Stutt- buxur, amer- isk blússa, — Kragalaus jakki, buxurn- ar Ijósgráar. — Snið frá A. H. 6 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.