Melkorka - 01.04.1951, Blaðsíða 14

Melkorka - 01.04.1951, Blaðsíða 14
NóbelsverÖ- launakonan Gabriela Mistral ég hef áhuga á búskap og á skólamálum sveitanna. Ég byrjaði að kenna í sveitaskóla, er ég var 15 ára.“ Hún varð aðstoðarkennari árið 1905 og gegndi því til 1907. Hún var þá fullvaxta, fagurvaxin, björt á hörund og prúð í fram- göngu, dreymin og hafði græn augu og fríðar hendur. Hún var lifandi eftirmynd ömmu sinnar ísabellu og hefur að líkind- um erft eitthvað af lundarfari hennar. Það var á þessum árum að þeir hryggi- legu atburðir gerðust í ævi Gabrielu Mistr- al, sem urðu þess valdandi, að hin þrjú kvæði „Sonnettur um dauðan mann“ urðu til og vöktu þau fyrst athygli á skáldskap hennar. Um þessar mundir kynnist hin unga kennslukona Romelio Ureta, en hann var starfsmaður hjá járnbrautarfélagi stað- arins. Þetta var sérkennilegur maður, hug- prúður, karlmannlegur og hafði lifandi ímyndunarafl. Af þessum kynnum spruttu gagnkvæmar ástir, sem síðar hafa gengið eins og rauður þráður um þann kveðskap, sem gerði nafn Gabrielu Mistral heims- frægt. Það var dag einn í nóvember 1909, að Rómelio Ureta varð sú skyssa á, að taka traustataki fé úr sjóði járnbrautarfélags þess, sem hann vann hjá. Þetta gerði hann til bjargar vini sínum. Upphæðin var ekki stór og hann bjóst fastlega við því að geta skilað henni, en sú von brást. Tilhugsunin um það, að verða að játa þessa sök fyrir yfir- manni sínum, fannst honum svo óbærileg, að hann kaus heldur að gera enda á lífi sínu með skammbyssuskoti, alls óvitandi um það, að dauði sinn mundi verða spænsk- um bókmenntum liinn mesti ávinningur. í Kókimbó er gröf hans. Hún er æfinlega þakin nýjum blómum. Þessi andlátsfregn varð hvort tveggja, hin mesta harmafregn og orsök skáldlegs innblásturs hinni ungu Lucilu Godoy, sem þá hafði ekki enn tekið sér skáldnafn það, sem nú er heimsfrægt orðið. Sorg liennar var svo beisk og tilliugsunin um þetta hörmulega slys, sem hent hafði unnusta hennar, sem borið hafði á sér mynd af henni í barminum þegar hann dó, að hún hlaut að brjóta hömlur sálarlífsins og leita sér útrásar á þann hátt, sem mörg dæmi eru til um, frá Poe til Wilde og Verlaine. Og það sem í fyrstu var hugarkvöl, um- myndaðist í dýrlegan skáldskap, svo slíks eru engin dæmi um nokkra konu. „Hér er logandi litskrúð, kveinandi tónlist," segir prófessor Manach við Columbia háskólann um Gabrielu Mistral í ritgerð, sem hann liefur samið um þennan kafla úr ævi höf- undar „Örvæntingar“. í þessari leiðslu, er beiskjan breyttist í beiskan sætleik, spruttu fram þrjú kvæði, „Sonnettur um dauðan mann“. Stuttu seinna urðu þær til þess að afla höfundinum hins mesta heiðurs, sem föðurland hennar mátti veita nokkru skáldi, er hún samkvæmt tilskipun bók- menntanefndar í Santiago, 12. desember 1914, hlaut heiðursmerkið „Blóm ættjarðar- innar“, en það er lárviðarsveigur og gull- peningur, en hin hlédræga skáldkona lét hjá líða að sækja þennan dýrgrip. Áður hef- ur verið sagt, að Lucila Godoy hafi verið að- stoðarkennari á æskuárum sínum, án ])ess að hafa notið nokkurrar skólamenntunar. Seinna gekk hún í alþýðuskóla og fékk að 12 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.