Melkorka - 01.04.1951, Blaðsíða 23

Melkorka - 01.04.1951, Blaðsíða 23
Hún brosti. Þjóstólfur kreppti hnefann, svo að blóðið sitraði undan nöglunum. í örmum þessa klunna átti hún að livíla, og seðja hungur líkama hans — gegn vilja sínum. Hún var gefin honum. Hún var eign hans. Viðbjóðurinn á þessum manni mundi fylla líf hennar köldum óhugnaði. Hingað til hafði hún aldrei þurft að lúta. Hennar vilji voru lög. Fyrir fáum árum hafði hún setið á kné hans sjálfs og hallað bjarthærða kollinum að brjósti hans, og hvítar, mjúkar barnshendur höfðu leikið við dökka lokka hans. Hann kenndi lamandi sársauka i lijarta- stað. Hann fann hatrið loga, brenna og svíða. Svo hófst þessi óhugnanlega barátta rnilli manns og konu, í fyrstu þögul og uggvæn. Þorvaldur jrráði Hallgerði að hætti hins værukæra, roskna nautnamanns. Hann gat ekki af henni séð, sat yfir henni öllurn stundum og sinnti lítt störfum. í öllu gerði liann sér far um að geðjast henni. í fyrstu leit svo út sem unga konan tæki ástleitni hans og umhyggju í fálátu úrræða- leysi. En er frá leið duldist ekki kuldinn í viðmóti hennar. Það fór að bera á ósam- lyndi á milli þeirra. Hann gerðist uppstökk- ur og stirður í skapi við heimafólk sitt. Og þau hjónin deildu eigi allsjaldan. Menn gátu sér jress til, að lítið yndi hefði liann af húsfreyjunni ungu og fögru. Á Þjóstólf yrti hann aldrei og vandlega gætti hann þess, að þau Hallgerður væru aldrei ein. Hallgerður stjórnaði hjúum sínum með skörungsskap og veitti af mikilli rausn. Heimafólki öllu var vel til hennar. Þjóstólfur fylgdist með öllu er fram fór í óróleik Jress manns, er ber hatur í brjósti. Aldrei skipti hann sér af deilum þeirra hjóna. Hann var þögull og fáskiptinn og fór oft einförum. Hann fann, að Hallgerðtir sóttist eftir nærveru hans. Hann sá spurn í augum hennar, stundum eitthvað, sem minnti á brennandi Jrrá. Það var kvöld eitt síðla vetrar. Þorvaldur hafði róið með húskörlum sínum út í Bjarnareyjar til matfanga og var enn ókom- inn. Þjóstólfur sat að útskurði. Það var löng- um dægrastytting hans. Hallgerður gekk til hans. Hún hafði los- að um hárið og féll Jrað niður herðar henni eins og gullin slæða. Augu þeirra mættust. Hún lagði hendur um liáls honum og hallaði höfðinu að brjósti lians. Hann fann ylinn frá titrandi líkama hennar. Snöggvast Jrrýsti hann henni að sér í villtri jrrá. Hurðinni var hrundið upp og Þorvaldur stóð í dyrunum. „Finna gætir þú Jrér þrællinn þarfara að hafast að en glingra við annars manns konu,“ hvæsti hann. Hann laust Hallgerði kinnhest. „Gríp til vopna Jrinna og gakk út með mér, ef þú ert maður til, mælti Þjóstólfur, og má svo fara, að þér gefist ekki kostur á í annað sinn að berja konu þína.“ Það sáust rauðir dílar í andliti hans. Andartaki síðar kom Þjóstólfur inn aftur og var blóðug öxi hans. Hann gekk til Hall- gerðar og mælti: „Þú munt gefin verða í annað sinn, því dauður er nú Þorvaldur bóndi þinn. Ég ríð á brott í kvöld.“ „Hvort hræðist þú?“ mælti hún. „Eigi hræðist ég dauðann," svaraði hann og gekk út. Hann söðlaði hest og reið um nóttina norður til Bjarnareyjar á Svanshól til Sáms frænda Hallgerðar. Þar dvaldi liann, þar til hann eftir boði Hallgerðar fór til Höskulds- staða, en þangað flutti hún eftir víg Þor- valds. Boðin frá Hallgerði um að koma til Höskuldsstaða komu honunr ekki á óvart. Hann vissi, að lnin mundi kveðja sig heim. MELKORKA 21

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.