Melkorka - 01.12.1951, Blaðsíða 5

Melkorka - 01.12.1951, Blaðsíða 5
Alþjóðabandalag lýðræðissinnaðra kvenna og starfsemi þess Eftir Ásthildi Jósepsdóttur Alþjóðasamband lýðræðissinnaðra kvenna telur nú yfir 90 milljónir kvenna innan vé- banda sinna frá yfir 50 löndum lieims og er nú langstærstu og öflugustu kvennasamtök í heiminum. Markmið Alþjóðasambandsins er jafnframt, baráttan fyrir fullkomnu jafn- rétti kvenna iim heim allan í stjórnmálum, félags- og fjármálum. Það voru franskar konur, sent áttu mestan þátt í stofnun þessara alþjóðasamtaka, kon- ur, sem tekið höfðu virkan þátt í mótstöðu- hreyfingunni gegn jjý/ku nazistunum, ásamt fulltrúum frá 44 löndum heims, sem mættar voru á stofnfundinum í París 26. nóv. 1945. Eins og kunnugt er, fór Laufey heitin Valdi- marsdóttir, þáverandi form. Kvenréttinda- félags íslands, til að sitja þennan stofnfund í París, en auðnaðist ekki að koma heinr aft- ur úr þeirri ferð sinni, til þess að segja okk- ur íslenzkum konum frá þessari merku kvennaráðstelnu, sem lagði grundvöllinn að fjölmennustu alþjóðasamtökum kvenna. A þessum 5 starfsárum ALK hefur það unnið mjög þýðingarmikið starf í þágu frið- arins og er nú orðið einn sterkasti aðili gegn þeim öflum, sem sjá enga aðra samkomu- lagsleið út úr stjórnmálalegu og fjármála- legu öngþveiti heimsins. en vélbyssur og vít- issprengjur. En Alþjóðasambandi lýðræðis- sinnaðra kvenna hefur einnig, líkt og Mel- korku forðum, tekizt að sannfæra heiminn um þá staðreynd, að það er eliki málleysið, sem valdið hefur þvi, að milljónir kvenna hafa svo lengi þagað yfir grimmum örlögum sinum, heldur þrœldómsfjötrarnir — kúgun- in. Franska visinda- konan Eugénie Cotton, forseti A Iþjóða ba ndalags kvenna A þingum og fulltrúaráðsfundum ALK hittast konur af ólíkasta þjóðerni og ólík- ustu skoðunum í trú- og stjórnmálum. Þar ræða þær vandamál þeirra kvenna, sem gengið hafa í hinn stranga skóla lífsins — og lært hafa af eigin raun að þekkja hvað sult- ur, sjúkdómar og grimmdaræði styrjalda er. Þar mætast fulltrúar þeirra mörgu milljóna kvenna, sem enn búa við hin ómannúðlegu kjör nýlendukúgunarinnar. í fyrsta sinni á ævinni fá þessar konur tækifæri til þess að tjá heiminum harma sína. Á þingurn ALK flytja þær mál sín af aðdáanlegu hugrekki og djörfung, þó þær eigi á hættu að verða ofsóttar og hrakyrtar af herrum sínum og yfirboðurum, fyrir það eitt að segja sann- leikann um lífskjör sín og hvetja allar kon- ur heims til baráttu gegn hvers konar kúg- un og stríðsböli. Takmark ALK er að efla svo samhug og samvinnu meðal kvenna um MEI.RORKA 51

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.