Melkorka - 01.12.1951, Blaðsíða 16

Melkorka - 01.12.1951, Blaðsíða 16
Ur það hann ca. 19 klukkustundir að vinna fyrir stól, sem er þó lakari en sá, sem ha:gt er að kaupa fyrir ca. 30 krónur danskar. En þessir útreikningar eru gerðir i fyrrahaust. Eins og allir vita eru engar reglur án undantekninga, og til cru samvizkusamir framleiðendur hér. En þá eru húsgögnin líka komin upp í allt annan verðflokk, orðin of dýr til þess að fjöldinn geti keypt þau. Það fólk, sem á annað borð hefur ráð á að kaupa vönduð húsgögn, getur leitað til húsgagnateiknarans, og x samráði við hann látið smíða húsgögn sín á góðu verkstæði. En þau 80% af þjóðinni, sem ekki hafa ráð á að leita til sérfræðings, verða að láta sér nægja það, sem er á boðstólum, nema þeir, með aukinni fræðslu og þekkingu, geri meiri kröfur til framleiðendanna en hingað til. MARGUR framleiðandi mun líklega kalla þessa klausu mína atvinnuróg, og ef einhver þeirra heyrir þetta og tekur það til sín, þá cr ástæðan engin önnur en sú, að samvizka hans er ekki góð. Og við vitum þá strax, hvernig framleiðsla hans muni vera. Sumum finnst kannski, að þetta hafi hingað til mest- megnis verið siigugrúsk og ádeilur á húsgagnaframleið- endurna. En eigi að endurbyggja eitthvað, svo að betur fari, þarf að athuga allar undirstöður nákvæmlega. Og hvers vegna ættum við ekki að læra af dýrkeyptri reynslu liðinna kynslóða? ÞAÐ ER ekki hægt að setja neinar fastar reglur fyrii því, hvernig fólk ú að skipuleggja húsgagnaval sitt. Það verður að taka tillit til efna og ástæðna. Hið cina, sem unnt er að ákveða til fullnustu, er, að notagildi hús- gagnanna á skilyrðislaust að vera fyrir hendi, því að húsgögnin eiga frekar að létta húsmóðurinni starfið en gera henni erfiðara fyir. Og umfram allt ættu menn að forðast að skapa sér íburðarmikið umhverfi, sem ekki á neitt skylt við hinn daglega veruleik, því að það mis- tekst alltaf hrapalega. Eins og gamla máltækið segir eiga menn að kunna að smíða sér stakk eftir vexti. Við getum nefnilega ekki öll verið Napóleon. Það er ekki hægt í stuttu máli að veita svo mikla fræðslu að hún komi að verulegu gagni. Og er það skaði, því að einmitt með aukinni fræðslu og þekkingu ahnennings mundi hann fara að gera þær kröfur til framleiðendanna, að þeir færu að gefa þörfum fólksins meiri gaum. En þessa fræðslu mætti veita ineð námskeiðum eða fræðslukvöldtim, í smáhópum, þar sem fólk gæti gert fyrirspurnir og fengið þeim svarað. Það, sem ég legg aðaláherzluna á, er að ítreka grund- vallaratriðin, sem alltaf er heilbrigðast að byggja á. VIÐ SKULUM athuga starfs- og athafnasvið heimilis- fólksins og hvaða skilyrði þurfa að vera fyrir hendi til þess að heimilislífið verði sem árekstraminnst. Tökum til dæmis þriggja herbergja íliúð, þar sem eru hjón með 2 börn. Ef fólk frá upphafi hugsar sér börnin eingöngu sem hvítvoðunga, þá eru fyrstu mistökin gerð, því að nauðsynlegt er að sníða kröfur sínar að mestu leyti eftir uppvexti barnanna. Kröfur og venjur fullorðna fólksins eru venjulega komnar inn á fastar brautir og það bitn- ar oft á börnunum. Menn ættu af fremsta megni að leitast við að skapa lífræna heild. Heimilisfólkið þarf að sofa, hvílast, matast og starfa, helzt ótruflað hvert af öðru, en lifa þó jafnframt sameiginlegu heimilislífi, því að heimilið á fyrst og fremst að vera samastaður fyrir heimilisfólkið, en ekki sýningarsvið fyrir utanað- komandi. í ÞRIGGJA herbergja íbúð á það að vera sjálfsagt, að börnin hafi eitt herbergi alveg útaf fyrir sig. Þau hafa sín áhugamál, sem fullorðna fólkið tekur ekki beinlínis þátt í. Húsgögnin í barnaherberginu þurfa ekki að vera dýr, en sterk og cinföld. Þau eiga ekki að vera smækkuð mynd af húsgögnum fullorðna fólksins, því að börn nota húsgögn sín oft á annan veg. Hjá börnunum er stóllinn ekki endilega stóll, eina stundina á bann kannski að vera bíll, þá bátur, sleði eða flugvél. Borðið þarf ekki endilega að vera borð, það getur alveg eins verið búð, járnbraut, skip eða skriðdreki. Hugmynda- flug barnanna er óendanlegt. Húsgögn barnanna eiga að vera mótuð með þetta fyrir augum. Þau þurfa að þola misjöfn átök, og verða þess vegna að vera gerð á sérstakan hátt. Iíassar cða teningar, sem hægt er að setja hvern innan í annan, eru mjög eftirsóknarverð leikföng í augum barnanna. Bæði er hægt að sitja á þeim og byggja úr þeim. Borðið þarf að vera mátulega hátt og alls ekki með skúffu, ef það á að vera handa yngri börnunum, því að hún hvoifist fljótlega út á gólf með öllu inni- haldi. Lítill skápur, sem ekki er of djúpur, með hillum og hengi fyrir leikföng. Sömuleiðis kistubekkur, sem þó á helzt að vera veggfastur. Helztu kröfurnar, sem á að gera til barnahúsgagna, eru þær, að þau séu sterk og hættulaus, hvernig sem með þau er farið. Húsgögn barnanna mega ekki vera of dýr, því að betra er að skipta oftar um og bæta inní eftir því sem börnin stækka. Rúm barnanna breytast líka, eftir Jjví sem börnin stækka. Og eftir vissan aldur, 4—5 ára, þurfa börnin helzt að sofa í sínu herbergi, og eru kojurnar tvímælalaust heppilegasta fyrirkomtilagið. Þeir foreldrar, sem hugsa um börn sín, eins og hér hefur verið lýst, munu árciðanlega fá það ríkulega launað, þegar fram í sækir. Börnin munu alltaf hafa griðastað, þar sem Jiau geta ótrufluð stundað áhuga- mál sín. Og Jiað mun létta störf húsmóðurinnar að þurfa ekki að fylgjast með hverri hreyfingu barnanna. Það er jrví miður algengt, að eini staðurinn sem börnin geta talið sitt umdæmi, sé rúmið þeirra, og Jrcss vegna munu börnin, þcgar þau stálpast, leita meir út á götuna til þess að fá nægilcgt svigrúm. Niðurl. nrcst. 62 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.