Melkorka - 01.12.1951, Blaðsíða 18

Melkorka - 01.12.1951, Blaðsíða 18
Kvikmyndir fyrir smábörnin Hver eru þau áhrif, sem kvikmyndir hér í Reykjavík skilja eftir í barnssálinni? Kvik- myndir, sem ekki eru við barna hæfi, en börnin fá að flykkjast á fyrir þrábeiðni og suð, fyrir utan hin venjulegu rök, sem for- eldrarnir gefast upp fyrir: „Bæði hún Sigga og hann Geiri mega fara.“ Og ég veit að mörgum dettur hið sama í hug. Barnssálin er móttækileg og sálarfræðin kennir var- færni í umgengni við hana. Þriggja til fjög- uira ára börn sjást hér oft í bíóum, annað hvort með eldri systkinum eða foreldrum. Svo ung börn eiga áreiðanlega nær aldrei erindi á bíó. Þau hafa ekki vit á að skemmta sér við það sem fram fer og mest hætta á að belginn á þeirri hlið, sem engin brún cr á því. 1 belgn- um er hnútahekl. Bregðið bandinu um nálina og farið þannig 4 vinnum í sömu keðjul. (hér 4. 1.). Dragið bandið gegnum þessar 8 1. ásamt fyrstu lykkjunum. Lokið hnútnum með 1 keðjul. Heklið þannig hnúta í aðra hverja keðjul. umf. á encla. Gerið á sama hátt hnúta milli tvcggja hnúta fyrri umf. Taskan er rykkt saman með fléttuðu bandi, hand- fangið er einnig fléttað. þau verði hrædd og uppnæm, sem síðar kemur fram í myrkfælni, martröð, óreglu- legum svefni o. fl. Sænska blaðið Morgonbris tók þetta efni til meðferðar s.l. vetur og komst að þeirri niðurstöðu, að í Svíþjóð væri sáralítið um kvikmyndir við liæfi barna. Blaðið harmaði að félagsmálum í Svíþjóð skyldi ekki lengra komið en svo, að 3—6 ára börnum skuli leyft að sækja bíóin. Börnin hafa ákaflega næma réttlætistilfinningu og hefja hávær mótmæli þegar atvik í myndum misbjóða réttlætiskenndinni. Þetta er aðeins eitt at- riði af fjöldamörgum, sem rétt gerðar kvik- myndir fyrir börn forðast að láta koma fyr- ir, en aðrar hirða að sjálfsögðu ekki um. Höfundur greinarinnar í Morgonbris, Eva Wigforss, segist t. d. hafa rekið sig á snáða, 3—4 ára, sem brást reiður við þegar litli dvergurinn í Mjallhvít neitaði að þvo sér. Spurning lians: Kemur ekki góða frænkan aftur? var viðbragð hans við norninni og gaf hinum fullorðnu til kynna, á fínan hátt, að þetta með nornina væri of mikið af svo góðu. Að bjóða smábörnum slíkar kvik- myndir, er mjög óheppilegt, segir E. W. Þöglar myndir telur E. W. heppilegri fyrir smábörn en tal- og tónmyndir. Öll hljóð samfara atburðarás hafi svo sterkar verkanir að barninu sé ofboðið. Stuttar litfilmur úr lífi dýranna, fólki við vinnu sína, ræktun jarðar, eru allt mjög heppileg skemmtiefni fyrir smábörn. Síðan nefnir E. W. nokkrar myndir, sem hún telur sérstaklega vel gerð- ar fyrir börn, lítið vön kvikmyndasýning- um. Mjúka liti telur E. W. bezta og nefnir sem dæmi, að Englendingar, Rússar og Tékkar leggi áherzlu á slíka liti í barna- kvikmyndum. fkornastríðið er mynd frá Rank og í 64 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.