Melkorka - 01.12.1951, Blaðsíða 10

Melkorka - 01.12.1951, Blaðsíða 10
— Æ hvað ég er svöng, sagði litla telpan eftir langa hríð. Þá fann gamli kóngurinn, að hann var líka svangur. Hann hafði ekki veitt því neina athygii fyrr. En hvar áttu þau að fá eitthvað að borða? Þau fóru frá einum stað til annars og leituðu fyrir sér, en allsstaðar höfðu hinir kóngarnir verið á undan þeim, og þeir voru búnir með allan matinn. Loks- ins fengu þau gamla og harða brauðskorpu hjá fátækri bóndakonu. Það var allt, sem hún átti, því að kóngarnir höfðu líka komið í lireysið hennar. Gamii kóngurinn var vanur að byrja á undan öllum öðrum á réttunum, þegar hann sat til borðs. Og hann var einmitt í þann veginn að stinga brauðskorpunni upp í sig, þegar honum varð litið á litlu telpuna. Hún sagði ekki neitt. En hún horfði stórum löngunaraugum á brauðbitann. — Bíðum við, sagði gamli kóngurinn. Bíðum við, sagði hann. Þú ert framtíðin, ég er ekki annað en iiið liðna. Það er réttara að þú fáir brauðið, svo að eitthvað geti orðið úr þér. Ég kemst af fyrir því. Auk þess borða ég ekki gamla, harða brauðskorpu. Og svo fékk litla telpan brauðbitann. Þvínæst röltu þau aftur af stað. Þau gengu lengi, lengi. Og loksins var komið undir kvöld. - Ég er svo þreytt, sagði telpan. Mig langar svo skelfing til að sofna. Þá fann gamli kóngurinn, að hann var líka þreyttur. Hann hafði ekki liaft tíma til að veita því athygli fyrr. En hann var svo þreyttur, þegar til kom, að hann vissi sann- ast sagt ekki hvað hann ætti til bragðs að taka. Það er svo þreytandi að ganga um og leita að konungsríki, sem hefur fokið út í buskann. En alfsstaðar, þar sem þau komu, lágu aðrir kóngar jregar í öllum hvílum. Þeir höfðu orðið á undan og lagzt til hvíldar hvar sem þeir fundu eitthvað til að liggja á. Þau fundu ekki svo aumt flet, að það væri ekki einhver í því Jú, reyndar — í koti einu lá gömul hálm- dýna í skoti Þar svaf enginn. — Tarna er fallegt að sjá, sagði gamli kóngurinn. Og svo ætlaði hann að leggjast á dýnuna, því að hann var vanur að hafa beztu hvíluna og ef ekki var nema urn eitt ból að ræða, þá var það hann, sem fékk að sofa í Jrví. En þá varð honum litið á litlu telpuna. Hún sagði ekki neitt. En liún horfði svo miklum löngunaraugum, svo miklum von- araugum á gömlu hálmdýnuna. Bíðum við, sagði gamli kóngurinn. Bíð- um við, sagði hann. Þú ert framtíðin. Ég er búinn að lifa mitt fegursta. Það er réttara að Jrú fáir að hvílast, svo að eitthvað geti orðið úr þér. Ég kemst af fyrir því. Auk þess sef ég ekki á hálmdýnu. Síðan fékk litla telpan að leggjast niður á hálmdýnuna. Gamli kóngurinn settist hjá henni á þrífættan stól. Þar sat liann þangað til í dögun. Honum varð ekki svefnsamt, en litla telpan svaf svo undur vært og það var fyrir mestu. En loksins var þessi nótt á enda eins og allar aðrar nætur. Og gamli kóngurinn hélt áfram för sinni með litlu hnátuna við hlið sér. En þau höfðu ekki lengi gengið, þegar telpan hrópaði upp yfir sig af fögnuði og sleppti hendi gatnla kóngsins. — Þarna á ég heima, hrópaði hún. Þakka þér fyrir hjálpina. Og svo hljóp hún niður eftir götu, sem lá að ofurlitlu koti, en umhverfis það voru eplatré í blóma. Gamli kóngurinn skyggði fyrir augu og horfði Jrangað. — Þarna blómstra eplatrén og þó er haust! sagði hann við sjálfan sig. Það er ein- kennilegt. En var Jrað annars nokkuð einkennilegt? Gamli kóngurinn varð hugsi. — Ef til vill ekki, ef til vill ekki, sagði hann við sjálfan sig. Þar á lítíl telpa lieima, þar býr reyndar framtíðin. Þar hlaut nátt- úrlega að verá vor. Síðan liélt hann áfram 56 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.