Melkorka - 01.12.1951, Blaðsíða 21

Melkorka - 01.12.1951, Blaðsíða 21
kvenna sem höfðu launaða atvinnu utan heimilis. Málið hafði því fengið jómfrú- skírn sína í Alþingi, og það var hægt að hag- nýta sér þær umræður sem þar hefðu farið fram. Það var því ekki út í bláinn, sem þess- ar tillögur landsfundar voru gerðar eða al- veg óundirbúið sem sumir liafa viljað vera láta. Aðalatriði málsins stendur enn óhagg- að — sérsköttun allra giftra kvenna, ekkert nema það getur leyst þetta mál, en það geta ef til vill verið fleiri leiðir að markinu með tilliti til giftu konunnar sem vinnur ein- göngu á heimili sínu, en þó kemst löggjaf- inn ekki hjá því að ákveða henni tekjur til framtals og það yrði eins og opinber viður- kenning löggjafans á störfum konunnar á heimilinu, sem er ekki síður mikilsvert en jreirra kvenna sem vinna utan heimilis. Eng- ar mótbárur geta hulið kjarna málsins, stefnan er rétt. Enda sagði Karl Kristjánsson alþingismaður í umræðum sem urðu um málið á þinginu í fyrravetur eftirfarandi í Tímanum sunnudaginn 18. febr. 1951: En ég held því hiklaust fram, að sú kona eigi ekki frekar að njóta „sérsköttunar", en hin húsfreyjan, sem leggur á sig jafnmikið erf- iði, þó „innan heimilis“ sé. Ég segi, að annað hvort eigi hvorug konan að hafa sérfrarntal til skatts eða báðar. Ég er nú svona með sjálfri mér að velta því fyrir mér hversvegna Karl Kristjánsson er ekki meðflutningsmaður Gylfa. ( Ragnheiður Möller. ÁST Eftir Iio Bergman Niðurlag (Sjú nóvemberhefti) var lækning að fylgjast með hreyfingum hennar. Hún sveif um herbergin og þegar lnin beygði sig yfir sjúkrabeð til að hag- ræða kodda eða styðja höfuð sjúklings, ork- aði hún á mig eins og sönn ímynd konunnar og móðurinnar. Við vorum vön að eiga nokkur orða- skipti, er ég hafði lokið sjúkravitjun minni á kvöldin. Það var í byrjun júlí og ilmur af jasmínum í trjágarðinum. Systurnar sátu við vinnu sína á bekknum, er var umhverfis stóra kastaníutréð, og borgarlæknirinn og ég reyktum kvöldvindla okkar. Ég undraðist fölskvalausa gleði hennar, sem vinnan gat aldrei spillt. Þegar ég bar hana saman við konu mína, var það eins og að bera lítið, órólegt barn saman við djúp- an og kyrran faðm. Ég var sárþreyttur og ef til vill var það ekki sízt orsökin til þess, að ég var þakklátur fyrir þá hvíld, sent andlit hennar veitti mér. Ég tók að hafa þörf fvrir að liafa hana við hlið mér, finna nærveru hennar, allt gekk betur, þegar hún aðstoð- aði mig. Og loks kom sú hættulega stund, að okkur fannst eins og við hefðum alltaf þekkzt. Einn daginn lét sjúklingur lífið á skurð- arborðinu. Það var lítill drengur, fimm eða sex ára gamall. Hún — systir Gertrud — hafði staðið og numið æðaslögin. Þegar þau skyndilega hættu undir fingrum hennar, leit hún fyrst á barnið, síðan á mig. Það var móðursorg í augnaráðinu. Þá varð mér ljóst, að ég felldi hug til hennar. En það varð ekki af neinu ástarævintýri. Mér tókst furðufljótt að hafa hemil á til- hneigingum mínum — að minnsta kosti svo, MELKORKA 67

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.