Melkorka - 01.05.1955, Síða 6

Melkorka - 01.05.1955, Síða 6
Hafið þið riðið til Landmannalauga? — Hafið þér staðið um hásumarnótt á fjöll- unum við Öskjuvatn og séð sólina rísa yfir auðnina? Þar er landið nakið eins og á fyrsta degi sköpunarinnar, þar sést hvergi skóf á steini, hvergi fugl né fluga, þar ríkir hin al- gera þögn og litskrúð fjallanna er eins og í ævintýranna heim, vatnið smaragðsgrænt og ljósgul líparítaska, kolsvart apalhnaun og tindrandi hvítur snjór þekur dalinn. — Hafið þér riðið norður sandana á há- sléttunni norðan við Vatnajökul um bjarta sumarnótt þegar sólin er að baki Herðubreið og myndar dýrlegan geislabaug yfir fjallið? — Hafið þér staðið á Eyjabökkum kyrrlátt sumarkvöld og horft á Snæfell gnæfa við himin? Eða um sólar- upprás og séð óhemju- víðáttu Vatnajökuls baðaða í morgunroð- anum? — Hafið þér tjaldað við Lindána í Herðu- breiðarlindum á björtu sumarkvöldi? — einum indælasta tjaldstað sem hægt er að hugsa sér, svo að segja við rætur þess fjalls sem flestir telja formfegursta fjall á þessu landi? — Hafið þér riðið fet fyrir fet klukku- tímum saman um það óliemju hraun- haf er við nefnum Ódáðahraun, fundið live óumræðilega lít- il við verðum í faðmi þessa stærsta hrauns jarðarinnar? — Hafið þér legið í blómskrýddri brekku við Arnarfell hið mikla, þar sem fróðir rnenn telja mest val villtra blóma á landi hér? — Hafið þér komið til Veiðivatna? Þar er landslag með þeim hætti að við gætum vel liugsað okkur að við værum komin til tungls- ins. Þar eru hin undradjúpu grænu augu, Hraunvötnin og Pyttur, þessi fögru smávötn 38 MELKORKA

x

Melkorka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.