Melkorka - 01.05.1955, Side 8
Heimsókn gyðjunnar
Eftir Jakobínu Sigurðardóttur
Þú stendur í kjallarastiganum miðjum
og starir í augu mín hljóð.
Víst ber mér að játa, ég bar til þin hug
og brotin mín lagði í sjóð.
Þér virtist þau leir og það virtist mér líka,
en vittu að nú er ég írjáls
og vandkvæði þín mega vera
þeim vængstóru fjötur um háls.
Ég skemmtí mér við það, að skammta þér formið
skoplega margþvælt og snjáð
í hálfþvegnum stiga. Á stónni er soðning
af starfsmönnum hungruðum þráð.
Nú skólpið úr fötunni í flýti! Á borðið
svo fleygi ég diskunum hröð.
Fyrst vandkvæði dagsins, svo vandamál þitt.
Það virðist mér náttúrleg röð.
En meðan þá hungruðu soðningin seður
sezt ég við hlið þér í ró.
Já, skrautið þitt sumt fær mér ofbirtu í augu,
að öðru er huganum fró.
En ljúf er sú angan af litklæðum þínum,
af Ijómandi sniðum er nóg.
Svo komung og fríð, þótt með kynslóðum árdags
þú kannaðir helli og skóg.
Hvað býr í þeim deilum um búning þinn, gyðja?
Ef bros þitt er fagnandi og hlýtt
þá met ég að líku hvort langsjal þú berð
eða loðkápusnið þitt er nýtt.
Mig langar að faðma þíg funheita og nakta
og fínna að mannshjörtu slá
í veröld, sem rís gegn vetnissprengjum
í vöku og draumi og þrá.
Þér ber ekki hægindið hlutlaust,
því himinninn ætlaði þér
að vernda það ljós, sem í veröld því ræður
að vaggan af gröfinni ber.
Því voldugri myrkranna máttur, því bjartari
og mennskari guðslogi þinn.
Ef finnur þú búning, sem hentar því hlutverki
er hag þínum borgið um sinn.
Og hvað svo um Ijóðið mitt litla?
Það logar á eldgömlum kveik,
sem mæðurnar brugðu með blóðrisa höndum
við blikið í hlóðanna reyk.
í brenni þær lögðu mér þrautir og þjáning
og þar eru eldfímust tár,
í ljósið þær fléttuðu lífstrúna bjarta
við leyndustu vonir og þrár.
Það skiptir mig litlu, þótt ljóðið mitt gleymist
og lítið það dragi í bú.
En dýrt er það líf, sem úr dauðans greipum
var dregið með skóbót og trú.
Og hafi það vakið þá vitneskju bami,
sem vermist af íslenzkri sól,
er goldin að einhverju önn þeirrar móður,
sem óðinn og lífið mér fól.
Ég deili ekki um hlut, en í horninu mínu
ég hnoða mitt vængsmáa ljóð.
Það rís eða hnígur með hjartslætti dagsins
og hitað af mæðranna glóð.
Víst horfirðu á mig með ásökun, gyðja,
en uppþvottur bíður mín nú.
Ég ber til þín hug, þótt ég svaraði synjun,
er samfylgdar leitaðir þú.
Svo takist þinn vandi, hjá veraldarlýðum
að vernda þinn heilaga eld.
Mín íslendingsþraut er að önnin og skyldan
sé aldrei í gangverði felld,
að vonin um sólskin sé eilífðar arfleifð
þótt andviðrin mæði um stund,
að grös fái að spretta, að börn fái að brosa
með blómum á íslenzkri grund.
40
MELKORKA