Melkorka - 01.05.1955, Síða 15

Melkorka - 01.05.1955, Síða 15
Jenny Lind ------------------------------------------ Á V A R P gegn undirbúningi kjarnorkustyrjaldar Ýmsar ríkisstjórnir undirbúa nú kjarn- orkustyrjöld. Þær leitast við að sannfæra almenning um, að hún sé óhjákvæmileg. Beiting kjarnorkuvopna mundi leiða af sér allsherjar eyðingu í styrjöld. Vér lýsum yfir því, að hver sú ríkis- stjórn, sem byrjar kjarnorkustríð, hlýtur að fyrirgera trausti þjóðar sinnar og kalla yiir sig fordæmingu allra annarra þjóða. Vér munum nú og framvegis standa í gegn þeim, sem undirbúa kjarnorkustríð. Vér krefjumst Jress, að birgðir kjarn- orkuvopna í öllum löndum verði eyði- lagðar og framleiðsla þeirra nú þegar stöðvuð. Að þessu ávarpi Heinisfriðarráðsins, sem samþykkt var í Vínarborg 19. janúar 1955, er nú safnað undir- skriftum um allan heim. A fundi sem Samtök íslenzkra friðarsinna héldu í Austurbæjarbíói í apríl var samþykkt ályktun þar sem skorað var á alla íslendinga hvar i flokki sem þeir standa að undirrita ávarpið og lýsa með þvi yfir friðarvilja sínum frammi fyrir öllum heimi. V__________________________________________) valdsen kom til mín, klappaði á öxlina á mér og sagði: „Nú fáum við að heyra ævintýri." Hann hafði mikla ánægju af að láta mig segja sögu. Einnig þegar hann var við vinnu sína. Þá gat hann hlustað aftur og aftur á ævintýr- ið um „Ljóta andarungann“.“ En í þeim stóra hópi vina og velunnara sem H. C. Andersen telur upp og minnist rneð þakklæti virðist þó ein kona hafa staðið hjarta hans næst og helgar hann henni sér- stakan kafla í bók sinni. Þessi kona var hin víðfræga, sænska söngkona Jenny Lind eða „sænski næturgalinn" eins og hún var stund- um kölluð. Konan sem tónskáldið Mendel- solin sagði um: „Slík kona fæðist aðeins á margra alda fresti.“ Þau kynntust fyrst í Kaupmannahöfn, þar sem söngkonan var á hljómleikaferð, og við fyrstu kynni var hún fálát og hlédræg, og skáldinu fannst hún ósköp blátt áfram og venjuleg manneskja, en nokkru seinna bar fundum þeirra aftur saman og urðu þau kynni til þess að með Jjeim tókst vinátta sem aldrei bar skugga á. „Jenny Lind er sá vinur minn,“ segir skáldið H. C. Andersen, „sem göfugust áhrif hefur haft á list mína, hún örvaði mig til andlegs þroska og til að leita Jæss göfuga í listinni og skilja það hlutverk sem guð hafði ætlað mér sem skáldi." „Á leiksviði var hún Iiin stórbrotna lista- kona, sem átti engan sinn líka, heima hjá sér feimin, ung stúlka, barnsleg og góð . . .“ Og enn segir hann: „Ekkert getur skyggt á glæsi- leik listakonunnar Jenny Lind á leiksviði — nema hún sjálf heima hjá sér. Gáfur liennar og barnslegt hjartalag höfðu máttugt aðdrátt- arafl. Hana dreymdi um rólegt lítið lieimili, þó elskaði hún list sína ofar öllu og var reiðu- búin að fylgja Jjeirri köllun.“ í einni sigursöngför sinni í Kaupmanna- höfn hélt Jenny I.ind mikla kveðjuveizlu fyrir vini sína. Þar komst hinn frægi ballett- meistari Bournenville svo að orði, að nú Framli. á 50. bls. MELKORKA 47

x

Melkorka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.