Melkorka - 01.12.1956, Blaðsíða 3

Melkorka - 01.12.1956, Blaðsíða 3
MELKORKA TÍMARIT KVENNA Ritstjóm: Nanna Ólafsdóttir, ReykjahliO 12, Reykjavik, simi 3156 ■ Þóra Vigfúsdóttir, Þingholtsstueti 27, Reykjavik, simi 5199 Útgefandi: Mál og menning Aldarminning Bríetar Bjarnhéðinsdóttur Hinn 26. september sl. minntusi islenzk- ar konur aldarafmœlis Brietar Bjarnhéðins- dótiur, brautryðjandi kvenréttindahreyj- ingarinnar hér d landi og ritstjóra Kvenna- blaðsins. Frú Briet var fcedd að Haukagili i Vatns- dal 27. september 1856, en ólst upp hjd for- eldrum sínum að Böðvarshólum i Vestur- hóp\:.. Flún var elzt af fjórum sysikinum. Á tvitugsaldri missti hún föður sinn og fór þd að vinna fyrir sér sjálf. Hún var einn vetur við ndm í kvennaskólanum d Laugalandi i Eyjafirði, siðan nokkur missiri heimilis- kennari á Húsavik. Kringum 1880 fór hun til Reykjavíkur og dtti þar heima þar til liún andaðist 1930. Hún giftist Vald\imar Ásmundssyni, rit- stjóra Fjallkonunnar, viðsýnum gáfumanni, og dittu þau tvö börn, Héðin, hinn þjóð- kunna verkalýðsleiðtoga, og Laufeyju sem tók við formennsku kvenréttindafélags ís- lands af móður sinni, og var hún einnig nafnkunn kvenréttinda- og mannúðarhona. Frú Briet missti mann sinn 1902. Hún var formaður Kvenréttindafélagsins frd stofnun þess 1907 til drsins 1926. Kvennablaðið gaf hún út í aldarfjórðung og fór ótal fyrir- lestraferðir viðsvegar um land i þágu kven- réttindamálanna. Islenzkar konur standa í ómetanlegri þakkarskuld við Brieti Bjarnhéðinsdóttur. í augum þjóðarinnar er nafn hennar og persónuleiki tdkn kvenréttindabaráttunnar hér d landi. í sambandi við aldarafmælið hefur sú saga verið ýtarlega úifjuð upp i blöðum og útvarpi og er þvi óþarfi að bceta þar nokkru við. Nafn frú Brietar Bjarnhéð- insdóttur mun dvallt lifa í sögu islenzku þjóðarinnar sem merkisbera og brautryðj- anda frelsis og mannréttinda. MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.