Melkorka - 01.12.1956, Síða 5
láta þvottakonu eða þvottahús þvo þvottinn,
en ekki þegar húsmóðirin þvær hann sjálf?
Hvers vegna færa störf barnfóstru á
barnaheimili þjóðinni tekjur, en ekki upp-
eldisstörf móðurinnar?
Þannig má lengi spyrja, en þetta ætti að
nægja flestum, sem blindaðir hafa verið
af rótgrónum skoðunum, til þess að ljúka
upp augurn þeirra fyrir því, að heimilis-
störfin eru jafnmikils virði fyrir þjóðarbú-
skapinn, þegar Iiúsmóðirin vinnur þau og
ef þau eru unnin af fyrirtækjum, stofnun-
um og einstaklingum utan fjölskyldunnar.
Síðastliðið ár kom út á vegum félagsmála-
ráðuneytis sænska ríkisins bók, sem heitir
Þjóðfélagið og barnafjölskyldumar.
Það er gott að geta vitnað í þessa bók, sem
meðal margs annars ræðir um mat á heimil-
isstörfum, útreikning á framfærslukostnaði
og skattakerfi, til þess að sýna, að þessi mál
eru einnig á dagskrá erlendis:
„Vinnan við gæzlu barnsins er töluverður
útgjaldaliður, enda þótt hann komi ekki
fram í heimilisbúreikningum . . . Gæzla
barns á aldrinum 0—2 ára krefst oft allt að
hálfum meðalvinnudegi.
Við þá lieimilishagi, sem algengastir eru,
þar sem húsmóðirin ver starfskröftum sín-
um við heimilisstörf, er þessi gæzla sjálf-
sagður hlutur í augurn fjölskyldunnar. . .
og kemur því af rótgrónum hugsunarhætti
aldrei í ljós í fjárhagsútreikningum, og er
þar af leiðandi heldur ekki tekin með við
rannsóknir á framfærslukostnaði. Þegar um
það er að ræða að reikna heildarkostnað við
uppeldi barns, er ekki hægt að sniðganga
svo þýðingarmikið atriði, sem gæzla barns-
ins er .. .
Erfiðleikarnir við að meta verðgildi heim-
ilisstarfanna og þess hluta þeirra, sem unn-
inn er í þágu barnsins, eru augljósir. En ekki
má skjóta sér undan þeim vanda með því að
halda því fram, að hann sé ekki hægt að
leysa. Ef reiknað er eingöngu með peninga-
kostnaði við barnið getur útkoman orðið
alröng...
Mat á heimilisstörfum verður að miða
við meðalheimilisvinnu. Við matið getur
maður reynt að fá vitneskju um það, liversu
miklu hærri ýmis útgjöld verða, ef vinnu
húsmóðurinnar nýtur ekki við. Þess konar
mat er hægt að framkvæma í aðalatriðum
um vissa útgjaldaliði, t. d. er hægt að reikna
út, hversu miklu ódýrari þvotturinn verður,
ef húsmóðirin þvær hann sjálf en þegar
hann er sendur í þvottahús . . .
Fræðilega ætti að vera hægt að sýna gildi
starlskrafta húsmóðurinnar fyrir hag fjöl-
skyldunnar á eftirfarandi hátt: í fullkomn-
um heimilisbúreikningi ætti verðmæti
heimilisvinnunnar að koma bæði á tekju-
og gjaldahliðina. Maður liugsar sér þá, að
störf húsmóðurinnar skapi tekjur og með
þessuin tekjum greiði maður þá þjónustu,
sem húsmóðirin lætur í té.
Jafnframt þessum Iiugleiðingum um mat
á störfum húsmóðurinnar í sambandi við
framfærslukostnað fjölskyldunnar (og einn-
ig í samlrandi við skattlagningu), segja
höfundar bókarinnar (nefndin, sem rann-
sakaði fjölskyldumálin), að til þess að hægt
sé að gera grein fyrir lífskjörum manna, sé
nauðsynlegt að reikna með framfærslukostn-
aði fyrir hvern einstakling, en ekki með
framfærsluupphæð fjölskyldunnar, því
menn neyðast jafnan til þess að sætta sig
við lélegri lífskjör, eftir því sem fjölskyldan
stækkar. Máli sínu til stuðnings vitna þeir
í grein eftir norskan prófessor, Ragnar
Friscli, í Ekonomisk tidskrift 1948, þar sem
segir m. a.: „Mjög rangt mat, sem hefir átt
sér stað alla tíð — einnig mjög ámælisverð
hagfræðileg framkvæmd — hefir orsakazt af
því, að reiknað hefir verið með hugtakinu
fjölskyldutekjur í staðinn fyrir tekjur mið-
að við hvern einstakan neytanda."
Eðlileg afleiðing af ádeilu höfundanna á
það, að heimilisstörfin eru ekki reiknuð
með framfærslukostnaði og að framfærslu-
kosnaðurinn er ntiðaður við fjölskyldu-
neyzlu, en ekki einstaklingsþarfir, er ádeila
jteirra á skattakerfið, sem er „byggt á þeirri
69
MELKORKA