Melkorka - 01.12.1956, Side 25

Melkorka - 01.12.1956, Side 25
Súkkulaðihúð. 1 bolli flórsykur, I14 matsk. kakó, sjóðandi vatn. — Sykri og kakó blandað saman og vætt í með vatni. Var- izt að láta of mikið vatn, sykurinn rennur sundur áður en varir. Vanillukrem. 14 1. mjólk. 2egg. 1 matsk. sykur. 2 tesk. vanillusykur. 15 gi. kartöflumjöl. Allt hrært saman í skál. Þegar mjólkin sýður, er henni smátt og smátt hrært saman við eggin. Suðan lát- in koma upp aftur. Hrært í þar til það er kalt. Þetta krem má nota í allskonar tertur. Vatnskökur. Eru ágætur ábætisréttur einhvern hátíðisdaginn. Þær geymast vel í kassa með smelltu loki. 125 gr. smjörlíki. 125 gr. hveiti. 2>4 dl. vatn. |4 tesk. salt. 4-5 egg. Smjörið er bra-tt í potti og bakað upp með hveitiuu og vatninu. Þegar það sleppir pottinum er hann tek- inn af eldinum og saltið og eggin hrærð saman við, eitt og eitt í einu. Deigið er nú hrært vel ca. tuttugu mín- útur eftir að síðasta cggið liefur verið látið i. Deiginu er siðan sprautað úr sprautupoka eða kökusprautu (einnig má láta deigið á með teskeið) á smurða plötu í stórar eða smáar kökur eftir vild. Kökurnar bakast Ijósbrúnar við góðan hita. Kökurnar eru fylltar með þeyttum rjóma, sultumauki eða vanillukremi þegar þær eru bornar fram sem ábæt- isréttur eða hafðar með kaffi. Einnig má fylla þær með allskonar jafningi, t. d. spínati eða grænum baunum og bera kökurnar fram með steik. Brúnar kökur. 125 gr. sykur. 65 gr. smjörlíki. 250 gr. síróp. I14 dl. rjómi. 440 gr. hveiti. 14 tesk. ])ipar. 14 tesk. engifer. 1 tesk. natron. 50 gr. möndlur. 1 tesk. negull. 1 tesk. kanell. Sjóðið saman sykur, smjörlíki, síróp og rjóma. Þegar þetta hefur kólnað og er aðeins rétt volgt er öllu blandað saman við nema möndlunum, hrært saman og deigið hnoðað. Það er látið bíða á köldum stað til næsta dags. Þá er deigið breitt þunnt út og mótaðar kringlóttar kökur. Hálf afhýdd mandla er látin á miðju hverrar köku. Súkkulaðistengur. 160 gr. smjörlíki. 160 gi'. hveiti. Stór matskeið af kakó. 160 gr. sykur. !4 egg. 1 matsk. vanillusykur eða 1 tesk. vanilludf. Hveiti, kakó og sykri er blandað saman. Smjörlíkið mulið í eggið og vanilludroparnir látnir út i. Síðan er deigið linoðað vel og rúllað í stengur 4 cm. á lengd. Stcngurnar eru smurðar með eggi og dýft i saxaðar möndlur. Bakað við mikinn hita. INNLENDAR FRÉTTIR 9. landsfundur Kvenréttindafélags íslands var hald- inn 22.-27. sept. sl. og var hann sérstaklega helgaður minningu 100 ára afmælis Brietar Bjarnhéðinsdóttur. Margar samþykktir voru gerðar í þeim málum, sem félagið hefur barizt fyrir um langan tíma og með mis- jöfnum árangri. Verður þeirra getið seinna. Hér fara á cftir nokkrar tillögur, 2 þeirra nýjar af nálinni: Heimilismól. Samþykkt var að kjósa milliþinganefnd, er starfaði i samráði við stjórn K.R.F.Í. að athugun á möguleikum til byggingar félagshúss (kollektivhus). Ennfremur taki nefndin til athugunar allar þær aðgerðir, er miða i þá átt að skapa konum betri möguleika til starfa utan heimilanna, livort sem um er að ræða heildags vinnu eða aðeins hluta af vinnudegi. Skorað var á háttvirtan félagsmálaráðherra, að skipa nefnd til þess að rannsaka verðgildi hcimilisstarfanna, um leið og gerðar eru rannsóknir á þjóðarframleiðslu og þjóðartekjum. í þeirri nefnd eigi sæti a. m. k. tvær konur, tilnefndar x samráði við K.R.F.Í. og Kvenfélagasambands íslands. Skorað var á konur landsins að mótmæla óviðeigandi orðalagi í ræðu og riti, sem felur i sér þá skoðun, að konur séu ekki jafningjar karla, jafnt í opinberu starfi sem annars staðar. MELKORKA 89

x

Melkorka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.