Melkorka - 01.12.1956, Blaðsíða 7
leiðbeina og uppörfa pá, sem áfram vildu
iil framhaldsnáms, og ekki hvatti hún okkur
stúlkurnar siður, pví mennt'amál kvenna
hefir hún alla tið st.utt.
Hún var einn af stofnendum Kvenfélags
Akraness og formaður þess frá upphafi og
þar til hún flutti búferlum liéðan.
Síðan hefur hún starfað að réttlcetis- og
menningarmálum kvenna, með þá iiugsjón
fyrir stafni að „Hvað er menning manna ef
menntun vantar snót.“
Kœra Svafa! Hafðu hjartans þökk fyrir
allt, er þú hefur verið menningu Akraness-
bœjar.
Ég óska þér allrar blessunar á ókomnum
árum, og vona að fsland megi njóta þin sem
lengst.
Bjarnfríður Leósdóttir, Akranesi
A þessum tímamótum í ævi Svöfu Þór-
leifsdóttur vilja ritstjórar Melkorku taka
undir kveðjur Inndsins kvenna og þakka
henni samstarfið. í greininni hér að framan
er sérstaklega getið þess hluta ævistarfs
hennar, sem vitað hefur að uppeldi barna
og unglinga. En mættum við bæta við það
af fullri hógværð. íslenzkar konur eru litið
þroskaðar félagslega og sér þess oft merki.
Þvi Ijósara sem þetta liefur verið Svöfu en
öðrum, hefur það tika verið henni því meiri
þyrnir í augum, og með starfi sínu i kvenna-
samtökum la?idsins hefur hún varið geysi-
legum tima í þágu þess uppeldis, sem þarna
skorti. Mættum við einnig þakka það.
Ef þjóðfélagið væri ekki hagsmunafélag
karla fyrst og fremst, væri Svafa nú við þessi
timamót að leggja niður störf i einhverju
æðsta embætti landsins, en vegna hins ein-
sýna þjóðfélagsreksturs fá ekki einu sinni
slíkar hæfileikakonur notið sín til fulls.
Mikil er sú skammsýni, sem i því birtisi.
Rímur og þjóðlög
Eftir Drífu ViÖar
Ekkert er eins fjarri okkur og gömul
baðstofa, útskurður hennar sést óvíða, vefn-
aður sjaldan, kveðskapur hennar heyrist
hvergi í hinum háu sölum listmenningar-
innar, samt var baðstofan eitt sinn okkar
leikhús, Tívolí og Carnegie Hall. Eftir
nokkur ár þekkir enginn þá dularfullu
kennd sem fylgir góðum kveðskap, þegar
hin lágreistu húsakynni hverfa fyrir mynd
af glæsilegri höll þar sem búa bara kappar
og fegurðargyðjur og ekkert heitir sínu
rétta nafni, bragnar eru menn, auðargná
stúlka, fleygiþundur flæðar elds maður, og
hefur hver um sig tugi nafna til þess að
klæða með ríniið, höfuðstafina og stuðl-
ana. Nútímafólk skilur ekki kveðskap frek-
ar en kvæðafólkið skilur söng, það verður
að halda þeim tveim greinum aðskildum.
Ef kvæðalag er sungið er það ekkert kvæða-
lag, ef sönglag er kveðið er það ekkert söng-
lag.
Mörgum finnst kveðskapur vera afkára-
legur og hræðilega ljótur. íslenzka tónlist
eigum við samt enga aðra en þessi gömlu
kvæðalög.
Það hefur þurft mikið hugrekki og
dirfsku til þess að halda áfram að kveða á
þeim tímum, þegar nýju lögin voru að ryðja
MELKORKA
71