Melkorka - 01.12.1956, Blaðsíða 15

Melkorka - 01.12.1956, Blaðsíða 15
ur. Brátt dreif fólkið að og hinir niiklu pallar fylltust ttf gcstum frá tugum þjóðlanda, því margar sendinefnd- ir voru í Kína þcnnan dag. Það sáum við og heyrðum í matsal gistihússins okkar, því þar hljómuðu fyrir eyr- um ltitt ólíkustu Asittmál, með sterkum góm- eða nef- lireim, hlandað spönsku, þýzku, rússnesku, ettsku og jafnvel íslenzkunni okkar Rannveigar, þegar við töluð- tim saman, og gátu nágrannarnir við nastu horð sór þá margs lil um það einkcnnilega mál, cn aldrei gátu Jrcir getið sér til um uppruna okkar. — Skrúðgangan stóð yfir óslitið frá klukkan 10 uin morguninn til kl. 2 og fyllti allan tímann hið breiða lorg, enda fór Jrar um t/, miljón manna. Við söng og hljóðheraslátt liðu fylk- ingarnar áfram og voru Jrar fulltrúar allra iðnstétta og listgrcina lýína. Hópar bláklæddra verkamanna, sem bártt á milli sín lákn starfsgreina sinna, liópar æsku- fólks dansandi mcð silkislæður, blómkörfur, silkidrcka, risastórar gjarðir og knetti á milli sfn, og aðrir hópar hvítklæcldrar skólaæsku með lifandi dúfur og loftbelgi í öllum litum, sem sleppt var fyrir framan ríkisstjórn- ina, og svifu dúfurnar í loftinu innan uin marglita loft- belgina og liitrfu síðan í fjarskann. Þegar ég slóð þarna og horfði niðtir á hið simunstraða mannhaf, festist ein fylkiiigin sérstaklega f minni mér. Annað veifið var eins og gtilur silkihitninn, en hitl veifið gal að líta kolsvart yfirhorð. Þegar nánar var aðgætt, var allttr hópurinn með gular silkislæður, sem hann sveiflaði lárétt upp svo samstillt, að leit út sem þar væri eitt gríðarstórt tjald, en svo sveiflaði hann slæðunum niður að götunni í hvarf og kointi Jtá í ljós svartir kollar unglinganna, svo yfirborðið var allt svart á að líta. Ótrúlega ná- kvæmni þurfti til þess, að fleiri hundruðum manna skeikaði hvergi í þcssum einkennilega „leikfimisdansi." Allar götur og torg l’ekinghorgar voru troðfull af fólki f dansi og yfir ljómuðu flugeldarnir, sem var skotið tneð hárfínni nákvæmni, þannig að kvöldhiminninn lýstist upp og varð á aðlfta eins og marglitt tiglamunst- ur, alsett stjörnum og blómskúfum. — Þá kom Jrar að Mao Tse-tung, sem Kínverjar kalla formann sinn í fylgd mcð Choti En-Iai utanrfkisráðherra og Kuo Mo- jo, sem er forseti friðarhreyfingarinnar í Kína, læknir að mcnntun, mannvinur og þekktur rithöfundur í Kfna. Hann situr oft á friðarþingum, og höfum við tvisvar verið gestir í skemmtilegum boðunt lians á vegum frið- arhreyfingarinnar kínversku. Kuo Mo-jo kom til okkar og kynnti hann okkur fyrir Mao Tse-tnng og Choti En- lai sem gesti frá íseyjunni — Bing Dow — eins og land okkar heitir á kínversku. Er guluUf i klnverskum borgum ekki gjörólikt þvi scm við þekkjum i vestircnum heimi. Jafnvel þótt reyrðu fccturnir d konum heyri fortiðinni til og burð- arstólarnir scu úr sögunni? Já, Jiað er mjög frábrugðið því sem við eigum að venjast og breytir líka mikið tim svip eftir Jjví sem Rannveig Tómasdáttir og Sigriður Eiriksdóttir i heim■ sókn hjd kinverskri listakonu. sunnar dregur. í I’eking er t. d. stór liluti borgarinnar Jrað sem við myndum kalla mjög gamaldags. Heil borg- arhverfi cru Jiéttsett lágum húsasamstæðum innan liárra garðnnira, og eru götur Jxu Jnöngar og eyðilegar. Engir gluggar eru út að götu, aðeins dyr f múrana, ýmist niálaðar í sviirtum cða lakkrauðum lit. En inni fyrir oru fagrir trjá- og blómagarðar. — Vcrzlunar- göturnar eru aftur á móti litskrúðugar, og gera það húsaskiltin, sem eru með marglitum táknuni og mál- uðu munstrin undir Jrakskeggi, svo sein algengt er að sjá í Kina. 1 Shanghai og Kanton eru aftur á móti licilir borgarhlutar incð margra hæða stórhýsum, enda voru þessar borgir aðsetur fjáraflamanna víðsvegar að úr heiminum, en meiri hluti þeirra var Jjó brezkur og franskur. Utan við Jjessi stórhýsi eru svo heil svæði, [rar sem miljónir manna búa í hreysum úr fléttuðu strái með leirgólfum, ömurlegri en orð fá lýst. — Það sem ennfrenmr gefur borgunum svo ólíkan blæ frá ]>ví sem við eiguni að venjast, er klæðnaðurinn. Þar gefur ekki að lita þaulhugsaðan tfzkuklæðnað með marg- brotnu sniði. Kínverjar klæðast mcstmegnis bláunr nankinsfötum, eða fatnaði úr gráu og svörtu bómullar- efni, fatnaður cr sami hjá körlunr og konum, buxtir og jakki með standkraga, og brjóstvasa vinstra megin. Margir eru með heiðursnierki af einhverri gerð, annað- livort fyrir vinnuafrek eða afrek iiniiin í sambandi við frelsisstrfðið við Japani. — Við sáuni fjölda kvenna með reyrða fætur, sem stikluðu iiin á hintim afmynd- uðu fólstubbum sínum, en árið 1911 var bannað að reyra fætur stúlkubarna. Fæturnir eru reyrðir með þeim hætti, að þegar barnið var 5 ára, voru tærnar MKLKORKA 79

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.