Melkorka - 01.12.1956, Blaðsíða 23

Melkorka - 01.12.1956, Blaðsíða 23
Það kom líka í morgun. Og alltaf standa sömu orðin í skeytinu: „Því miður óvænt viðskiptamál. Verð sjálfur að vera á staðn- um.“ Eins og þér sjáið er ég ekki að leyna yður hlutunum. Dauðaþögn var í herberginu, öðru hverju snarkaði í eldinum á arninum og tifið í vekjaraklukkunni gaf til kynna, að nú kæmi Fritz eftir örfáar mínútur. María kveikti sér í vindlingi með skjálf- andi hendi, hún þuri'ti að átta sig. Alit í einu fann hún ekki til neinnar óvildar í garð þessarar konu. Þvert á móti, hún var svo örugg um að Fritz eiskaði hana, að hún fann sig rólega og örugga, svo að henni varð ekki hið minnsta um að segja: Þér hélduð náttúrlega, að mér myndi verða mikið um, þegar þér fóruð að segja frá ástarævintýrum manns yðar, og ég mundi hætta við hann á samri stundu. Mér var það vel kunnugt, að hann hefur liaft sína reynslu. Og einnig það, að hann er mjög óhamingjusamur á heimili sínu. Sagði Fritz yður það? Já, þetta sagði hann. Mér þykir ieitt að særa yður, en þér vilduð sjálf vera hreinskil- in. Skiljið þér það alls ekki, að liann leitaði annarra kvenna, hann leitaði þess skilnings, sem hann fann ekki heima hjá sér? Ég skil, að þér álítið yður eitthvað allt annað en þær konur, sem Fritz hefur snúið sér að fram að þessu? María svaraði með nokkrum reigingi: Við elskum hvort annað, því fáið þér ekki breytt. Ef þér samþykkið skilnað, giftum við okkur eins fljótt og hægt er. Já, já . . . sagði Cecilie. Hún efaðist ekki um að stúlkan væri hreinskilin. Því betra að ég kom? Þér gátuð ekki gert neitt heppilegra. Bíð- ið þér þar til Fritz kemur, þá getum við rætt málið til hlítar og komizt til botns í því. Ég verð kyrr, sagði Cecilie. Nú höfðu þær ekki meira að tala um og EUGENIE COTTON forseti Alþjóðabandalags lýðræðissinnaðra kvenna varð 75 ára 13. október síðastliðinn. sátu þegjandi, hugsanirnar snérust um manninn, sem var á leiðinni hingað. Dyrabjallan liringdi. Andartak litu kon- urnar hvor á aðra. Svo leit María í spegilinn, greip varalit- inn, lagði hann frá sér aftur, og gekk hratt út úr herberginu, og skellti hurðinni. Cecilie sat eins og dæmd, hjartað barðist í brjóstinu. Hún heyrði einhverja tala. Svo kom María inn í stofuna aftur. Nú var hún föl í andliti og varirnar skulfu. Hvers vegna kemur Fritz ekki inn, spurði kona hans. Hann kernur ekki! María hélt á símskeyti í hendinni. Hún rétti Cecilie það og hún las: „Því miður óvænt viðskiptamál. Verð sjálfur að vera á staðnum.“ MELKORKA 87

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.