Melkorka - 01.12.1956, Blaðsíða 13

Melkorka - 01.12.1956, Blaðsíða 13
INDLAND Fyrir þúsundura ára, þegar auðu og myrkur hvíldi yfir Evrópu, var Asía vagga menningar og framfara. Öld eftir öld blómgvuðust þar listir og há- menning og voldug rfki risu þar upp hvert af öðru. En fyrir 500 árum vaknaði Evrópa og teygði sig til austurs og vesturs og varð eftir því sem tímar liðu sú heimsálfan sem náði völdum og yfirráðum í krafti auðs og ta'kni. Var þessi þróun einskonar hringrás sem hefur nú runnið sitt skeið og er Asfa aftur að taka menningarlega forustu? A þessa leið farast Nehru orð í bók sinni um Indland. Og eitt er víst, að Indland er að vakna, og ttm leið er að hefjast nýtt tímabil i sögu ind- versku konunnar. í hinni nýju annarri fimm ára áxtlun Indlands er kon- um ætluð stóraukin hlutdeild í viðreisnarstarfinu. Landið er auðugt og frjósamt og þó hafa fram að þessu miljónir manna dáið hungursdauða ár hvert. Barnadauði er mjög hár, 50—60%. í summn hóruðum Indlands eru 80—90% af íbúunum ólæsir og óskrifandi. Tilfinnanleg vöntun er á sjúkrahúsum, læknum og hjúkrunarkonttm. Sumstaðar er ein hjúkrunarkona á hverja 16000. I frelsisbaráttu þjóðarinnar á undanförnum áratugum undan oki Englendinga, hafa indverskar konttr getið sér mikinn orðstír og má þar fyrst nefna frú Lakshmi Pan- dit, hina frægu systur Nehrus, forsætisráðherra landsins, sem hefur setið þrisvar í fangelsi fyrir stjórnnrálaskoð- anir sínar, enda nýtur hún trausts og virðingar þjóðarinnar. Um aðra konu, Kamaladevi Chatto- padhjaja, stcndur cinnig mikill frægðarljómi. Hún hefur með starfi sínu átt rfkan þátt i að skapa sögu þjóðarinnar síðustu 30 árin. Hún var ein af stofnendum Indverska kvennasambandsins, sem mikið hefur komið við siigu í öllum unrbóta- málum, og er lrún talin einn aðal-kvennaleiðtog- inn á þjóðmálasviðinu. Hún hefur einnig verið ofsótt fyrir stjórnmálaskoðanir sínar og frelsis- baráttu — sjálf leggur hún í ræðunr sfnum á- herzla á, að ekkert starf geti kallazt óeigingjarnt starf, sem ekki leggi þjáningar á hcrðar manns- ins og krefjist fórna. í óeirðununr í ágústmánuði 1942, þar senr frelsiskröfur Indverja voru barðar niður, fólk drepið í þúsundatali og 78 þúsundir manna settar í fangelsi, var hún ein af þeinr senr handteknir voru og sat þrjú ár i fangelsi. Þúsundir annarra indverskra kvenna hafa einnig verið fang- elsaðarfyrir þátttöku f frelsisbaráttu þjóð- ar sinnar. Og i því viðreisnarstarfi, senr nú er hafið með þjóðinni , mun indverska konan áreiðanlega eiga eftir að koma enn meir við sögu lands síns á næstu árum. MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.