Melkorka - 01.12.1956, Blaðsíða 20

Melkorka - 01.12.1956, Blaðsíða 20
Kínverskt ævintýri Það var einu sinni smiður, hann var á gangi í stórum skógi, í fylgd með honum var sveinn hans. Sveinninn spurði smiðinn. Hvert er allt þetta fólk að fara? Það er að fara til að skoða fegursta tréð í skóginum, ef til vill er það líka fegursta tréð í heim- inum, sagði smiðurinn. Eigum við ekki að koma líka og skoða þetta tré, sagði sveinn- inn. Nei, sagði smiðurinn, ég vil ekki sjá það, það er gagnslaust, viður þess er til einskis nýtur, ef þú byggir úr honum hús þá hrynur það, ef þú smíðar úr honum skip þá sekkur það. Það er alveg sama hvað þú smíðar úr þeim viði, það molnar allt duft- inu smærra, það verður allt að engu. Slíkt tré, sem ekki er hægt að nota til neins gagns vil ég ekki sjá, það er mér einskis virði. En má ég fara og sjá tréð Hið fagra, sagði sveinninn. Já, það getur þú gert ef þú vilt, sagði smiðurinn. Sveinninn fór. Er hann kom aftur ljómaði hann af gleði. Hann sagði við smiðinn: Þú misstir mikils að sjá ekki þetta undurfagra tré, það ber svo langt af öllum öðrum trjám, það er svo fagurt, nei, hvernig get ég fávís sveinn lýst þessu tré, skáldin geta það kannske, en ég veit ekki þó, fegurð trésins er eins og sólargeisli í hjarta mínu, já þannig er fegurðin. Mér er sama, sagði smiðurinn, ég vil ekki sjá það, hví skyldi ég eyða tíma mínum til þess að skoða einskis nýta hluti. 23. umf.: 4 sl, [2 sl, prj 2 sm, (br um pr) tvisvar, 1-2- st, (br um pr) tvisvar, 1-1-st, 1 sl] 7 sinnum, 5 sl. 24. umf.: = 10. umf., 25. umf. = 13. umf., 26. umf. = 8. umf., 27. umf. = 15. umf., 28. umf. = 8. umf., 29. umf. = 9. umf., 30. umf. = 10. umf., 31. umf. = 11. umf. 32. umf.: 4 sl, (4 br, 1 sl, 1 br, 1 sl, 3 br) 7 sinnum, 1 br, 4 sl. I júili i sumar fór islcnzk kvennasendinefnd d vegum Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna til Russ- lands i boði kvcnnasamtaka Sovétríkjanna. Konurnar heimsóttu Lcningrad, Moskvu og fóru einnig lil Armen- íu. Myndin er af sendinefndar konunum í Leningrad. Talið fni hægri: Halldóra B. Björnsson, rithöfundur, Guðrún Guðjónsdóttir, húsmóðir, Valgerður Guð- mundsdóttir, liennari, Steinunn Bjarman, skrifstofu- stúlka, rússneskur túlkur og Arnhciður Sigurðardóttir, stud. mag. Konurnar tvcer til vinstri cru rússneskar. Um nóttina dreymdi smiðinn draum. Honum þótti sem tréð hið fagra kæmi til lians og segði: Hví ertu svo óréttlátur í minn garð? Hví talar þú um mig með svo mikilli lítilsvirðingu? Hví vilt þú ekki einu sinni koma og sjá mig? Er það aðeins vegna þess að þú getur ekki liaft nein not af mér? En í gagnsleysi mínu sem efniviður fyrir ykkur mennina Hggur leyndardómurinn um fegurð mína, því ég hef lagt allan minn lífsþrótt í að verða liið fullkomnasta tré. Þess vegna hef ég fegurð og sérstæðan per- sónuleika sem tré, framar öðrum trjám skóg- arins, sem hafa lagt mikið af lífsþrótti sín- um í að verða traustur efniviður fyrir ykkur mennina. En eigum við trén ekki öll, fyrst og fremst, að vinna að því takmarki, að verða aðeins hið fullkomnasta tré og ekkert annað? Ertu ekki með einhvern minjagrip í þessu fallega hílsmeni þínu? Jú, ég er með lokk af manninum minum. Ha, nú hann er þó lifandi. Já, en hárið er farið. 84 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.