Melkorka - 01.12.1956, Blaðsíða 17

Melkorka - 01.12.1956, Blaðsíða 17
Kinverjar eru tnjög listrœnir. Hafa þeir tiina i hinu mikla uþþbyggingarstarfi sinu aÖ dútla viÖ handavinnu eins og útsaum og myndvcfnað? Við Rannveig notuðura mikið af tíma okkar til þess að heimsækja vinnustaði, þar sem handavinna var gerð og virtist allskonar tegundir hins seinunnasta hand- iðnaðar standa með miklum blóma, og framleiðsla varla nægja eftirspurninni. Myndvefnaður, útskurður í fflabein, steintegundir, skelplötu og harðvið, smelti- vinna, lakkvinna, kvenskraut gert úr páfuglafjöðrum, málning á silki og allskonar listsaumur, var svo frá- hærlcga vel unnið, að hvcrgi hef ég séð annað eins, og voru þó víðast sem við komum notuð mjög frumstæð áhöld til framleiðslu þcssara muna, sem eru hinar mcstu gersimar. livað viltu svo scgja um kinversku konuna i dagf Afstöðu hennar i hinu nýja riki sósialismans? l’að er mjög áberandi hversu kinverska konan hefir náð rniklum áhrifum í Kína nú. í málgagni Internatio- nal Alliance of Women las ég fyrir nokkru útdrátt úr erindi eftir þekkta kvenréttindakonu Dr. Hourustiati Subandrio frá Indonesíu, þar sem hún heldur því fram, að Mao Tse-tung cigi það bændum og kínverskum konurn að þakka, að liann komst til valda. Chiang Kai-shek, sem næst Japönum var höfuðandstæðingur Maos, hafi ekki vcitt bændum nægilegt lið i bar- áttu þeirra fyrir jarðaskiftingunni og verið ósamþykkur því að veita konum sjálfsákvörðunarrétt yfir lífi sínu, en cins og kunnugt er, var það víða siður fram að bylt- ingu, að dætur voru seldar, ýmist sem eiginkonur, hjá- konur auðmanna eða í ánauð. Hin nýja stjórn 1 Kína var nægilega hyggin til þess að breyta þessu miðalda- fyrirkomulagi. Hvar sem við komum sáum við konur í forustustöðum, i heilbrigðismálum, lestrarkennslu, framleiðslu- og upplýsingastarfsemi. Heilbrigðismála- ráðherrann í Kína er kona. — Dagana, sem ég dvaldi f Peking, var þing Alþjóðasamtaka lýðræðissinnaðra kvenna haldið þar. Mér hafði verið boðið að sitja þing- ið, en sökum þess að ég var þarna á vegum friðar- hreyfingarinnar, sem hafði þegar skipulagt dvöl okkar, gat ég einungis dvalið fyrsta daginn á þinginu. Kfn- versku konurnar höfðu komið öllu mjög vel fyrir og var mér sfðar sagt, að þingið hafi verið þeim til mikils sóma. Allar vorum við, hinir erlendu gestir, leystar út með fögrum gjöfum að skilnaði. Það er áreiðanlegt að nútfmakonan f Kfna er sér þess vel meðvitandi, hvilík ábyrgð hvílir á henni í sambandi við hin margvfslegu störf, sem henni hafr. verið falin. Finnst þér kvenlegur þokki klnversku konunnar standa að baki kynsystra hennar á Vesturlöndum, þótt hún klceðist nankinsfötum og stjórni vélum og trakt- orumf Við, sem lifum í heimi hinna sífeldu tízkubreytinga, erum oft dálftið rugluð í rfminu. Okkur hættir oft mik- ið til að blanda saman yndisþokka og tízkuduttlungum, sem við erum svo vanar að beygja okkur fyrir, þannig að við eigum oft crfitt með að sjá yndisþokkann cf tízk- an fylgir ekki með. Satt er það, að vel klædd kona leynir því frekar, að hún er gersneydd yndisþokka, heldur en væri hún illa til fara. En yndisþokkinn leynir sér heldur aldrei, þótt sá sem hann hefir til að bera, sé íklæddur nankinsfötuni og stjórni vélum. Kínverska konan er gædd miklum kvcnlegum þokka. llros hennar er laðandi, og þólt hún sé eiginlega ekki vel vaxin á okkar mælikvarða, þá er hún mjúk í hreyfingum, en látlcysi, hispursleysi og kurteisi einkennir allt far henn- ar. Ég á eingöngu góðar minningar um Kínaferð mina, og kynntist þar fólki, sem mér fannst afreka hetjustörf, eins og t. d. í heilbrigðismálum. En alltaf liafði ég það hugfast, að til þess að gcta skilið ýmislegt það, sem mér kom fyrir sjónir þar og ég lieyrði um, varð ég að skilja það baksvið, sein leiddi af sér þá gerbyltingu á lifnaðar- háttum, sem á sér stað í nútíma Kína. — En baksviðið var örbirgð meiri hluta þjóðarinnar, sem lifði ólæs og fákunnandi, meira og minna ánauðugir þrælar auð- ugra landsdrottna og erlendra slóriðjurekenda. Lff Kfnverja sfðustu árin fyrir byltinguna, undir hrammi Japana, eins hatrammasta hcrveldis heimsins, liefir sjálfsagt orðið til þess að afl þeirra hefir margfaldazt i sjálfstæðisbarátlu þcirra, því að svo virtist scm þeir hefðu cngu að tapa cn allt að vinua. Þ. V. SPOR SEM HRÆÐA Fyrir rúmu ári \ ar skömmtun áfcngis aflétt i Sviþjóð. A þeim tíma liefir áfengisneyzlan tvöfaldazt f landinu og eru nú um 200 000 áfcngissjúklingar þar, en það er kring um 3% af allri þjóðinni. í Bandarikjunum eru 4,500 000 ofdrykkjusjúklingar og mun það vera svipaður hundraðshluti þjóðarinnar og í Svíþjóð. Bæði í Svíþjóð og Bandaríkjunum cru mikil brögð að ofdrykkju kvenna og hefir drykkju- sjúklingum úr liópi kvenna fjölgað um 80% f Svíþjóð síðan áfengið var gefið frjálst. í Frakklandi cr ofdrykkja barna hið mcsta þjóðfélags- böl og algengur sjúkdómur. í öllum þcssum löndum er vín tiltölulega ódýrt, létt að ná í það og áfengt öl fæst á hverju götuhorni. Þessi spor hræða, hvert stefnir menningu þeirra þjóða, sem svo hröðum skrefum ganga Bakkusi á liönd? Ilér er verið að reyna að telja okkur trú um það, að þeim mun léttara sem sé að ná í áfengi þeim mun rninna sé drukkið; reynsla þjóða um víða veröld er áreiðanlega hin gagnstæða. Nci, herðum heldur bar- áttuna gegn dreifingu áfengis í landinu og hættum ckki fyrr en við höfum útrýmt því með öllu. M. Þ. MELKORKA 81

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.