Melkorka - 01.12.1956, Blaðsíða 11

Melkorka - 01.12.1956, Blaðsíða 11
-----------------------------------\ VILBOHG DAGBJARTSDÓTTIR KVÖLD Þegar klukkurnar hringja, heyrist til þeirra hingað inn þar sem ég ligg og bíð eftir vorinu og að mér batni, ég hlusta og hugsa um hvort guð er ennþá til. . V______________________________ J Lærðir menn og fagurkerar réðust mjög á rímnaskáldskapinn en varð lítið ágengt. Guðbrandur biskup Þorláksson ræðst fyrst- ur gegn rímum og finnst þær óguðlegar en það hefur enginn áhrif á þessa svo sérstöku ljóðagerð í landinu. Hann lætur yrkja guð- rækilegar hugleiðingar í rímnaformi en þær ná aldrei hylli, enda er eins og hver sjái sjálfan sig með það, enginn í þeim bardag- inn! Um aldamótin 1800 hófst aftur andstaða gegn rímum frá bókmenntamönnum sem réðust á þær frá fagurfræðilegu sjónarmiði. Fyrst í stað reyndist það árangurslaust. Skáldið Jónas Hallgrímsson verður skæð- astur rímum af öllum þeim sem ráðizt hafa á Jiær. Hjálpar það Jónasi að nýr tími var að koma í Jrjófélaginu og rímur voru íhalds- söm bókmenntagrein sem varð að víkja. Þegar maður les grein Jónasar í Fjölni 1837, skilst á hvern veg rímur séu kveðnar og á Iive lágu stigi þær séu. Ekki vill hann gera þeim svo hátt undir höfði að kalla þær skáldskap, segir þær vera fyrir neðan allt sem sæmi máli og bókmenntaarfi þjóðar- innar. Ræðst hann harkalega á sjálfan rímnameistarann Sigurð Breiðfjörð, eftir- lætisgoð Jrjóðarinnar. Bitnar allt það á Sig- urði sem aflaga fer í rímnakveðskap. Jónas flytur sjálfur inn nýjan kveðskap- arstíl, ljóðið verður einfaldara, ekki þykir góður siður að yrkja upp úr riddarasögu, mansöngur verður óþarfur. Bókmenntamenn 20. aldarinnar gjörast Jró engir grafbítar og gefa rímunum þau eftirmæli að þær hafi verið þess valdandi live íslenzk tunga hafi lítið breytzt öldum saman. Það fallegasta í rímum mun hlýja okkur um hjartarætur meðan við kunnum enn að lesa íslenzku: Dagsins runnu djásnin góð dýr um hallir vinda, morgunsunnu blcssað blóð blæddi um fjallatinda. Dýrin víða vakna þá varpa hýði nætur, grænar hlíðar glóir á, grösin skríða á fætur. Hreiðrum ganga fuglar frá flökta um dranga bjarga sólar vanga syngja hjá sálma langa og marga. Nú er ég ákveðin að láta litlu stúlkuna okkar heita Evlalíu, sagði unga móðirin. Faðirinn var ekki sérlega hrifinn af nafninu en kunni ekki við að fara að mót- mæla ungu konunni sinni. Ágætt, sagði hann, fyrsta konan sem ég elskaði hét einmitt Evlalía, og það nafn minnir mig á margt skemmtilegt. Það var þögn. Loksins: Við látum hana heita Elisa- betu, eftir henni mönnnu, sagði unga frúin þurrlega. Pianisti var að hælast urn það við Paganini, hvað hljómleikar sínir væru alltaf vel sóttir, fólkið stæði alls staðar og í göngunum líka. I>að er ckki neitt, sagði Paganini, á mínum hljóm- leikum er svo mikill troðningur að ég verð sjálfur að standa. MEI.KORKA 75

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.