Melkorka - 01.12.1956, Blaðsíða 24

Melkorka - 01.12.1956, Blaðsíða 24
Álíor. Einna mest ber á álfum um jólaleytið og nýárið, og virðist fleira en eitt bera til. Bæði er skemmtanatími þeirra mestur urn það leyti ársins, og þó einnig finnist dæmi þess, að þeir haldi bæði til páska og sumardags- ins fyrsta; en um jólin hafa þeir samsæti og veizlur, hljóðfæraslátt og dansferð ýmist í mannahibýlum eða i álfabyggðum, og þar að auki halda þeir fardaga sína um nýárið, og var þá ávallt nokkuð um dýrðir fyrir þeim og er einkum sagt, að þeir hafi farið á nýársnótt úr einum stað i annan vistferlum og búferlum. Því var sú venja hér lengi höfð, að konur og húsmæður létu ljós loga í hverju horni og hverju húsi i bæ sinum, svo hvergi bæri skugga á alla nóttina. Allar dyr áttu að standa opnar upp á gátt, og allt að vera sópað og hreint, svo hvergi sæi sorp né dupt í krók og kima. Síð- an skyldi kona eða húsmóðir sjálf ganga til og frá um allan bæinn og segja: „veri þeir, sem vera vilja," eða ,Jtomi þeir, sem koma vilja, fari þeir, sem fara vilja, mér og mfnum að meinalausu." ÞjóSsögur Jóns Árnasonar. Sé sólskin fagurt á jóladag, verður gott ár; sé sólskin annan dag jóla, verður hart ár. Þegar jóladagurinn kemur með vaxandi tungli, veit á gott ár, og sé hann góður, veit á þvi betra. Jóladagurinn fyrsti merkir jan- úar, annar merkir febrúar, þriðji merkir marz, fjórði apríl. Þegar hreinviðri er og regnsamt aðfangadag jóla og jólanótt ætla menn það boði frostsamt ár; en viðri öðruvísi, veit á betra. Ef stillt viðrar seinasta dag ársins, mun gott ár verða, sem í hönd fer. Blási fjórðu jóla- nótt, veit á hart, en blási fimmtu jólanótt, veit á slæmt sumar; blási sjöttu verður grasvöxtur lítill, blási sjö- undu, verður gott ár; blási þrettándu nótt jóla vestan- vindur, veit það á frostasumar. Ef jól eru rauð, verða hvitir páskar, en rauðir ef jól eru hvit. Af þvi myrkrið aftur snýr, ofar fccrist sól, þvi eru heilög haldin hverri skepnu jól. Og allt í einu eru jólin komin. Niu nóttum fyrir jól kem ég til manna. Upp á stól, stól, stendur min kanna, segir i gömlu jólasveinskvæði. Allir vita, minnsta kosti íslenzku húsmæðurnar að ekki er langt til jóla þegar jólasveinarnir eru komnir á kreik og þá veitir ekki af að láta hendur standa fram úr ermum, og miklu er aflokið þegar kökubaksturinn er frá að mestu leyti og þær forsjálu byrja þvi oftast að baka smákökur og aðrar þær kökur sem geymast vel hálfum mánuði fyrir jól. Vonandi getið þið stuðst eitthvað við eftirfarandi uppskriftir f jólabaksturinn. Tertubotnar sem geymast vel. 4 egg 125 gr sykur 50 — kartöflumél 50 — hveiti 1 teskeið lyftiduft. Eggin eru fyrst hrærð saman eða þeytt, síðan þeytt vel með sykrinum. Hveiti, kartöfluméli og lyftidufti blandað saman við og hrært góða stund. Bananaterta. 3 egg, 11/2 dl strásykur 5 matskeiðar kartöflumél 1 teskeið gerduft 2 matsk. kakó Krem i tcrtuna: 3 bananar 1/2 dl hnetukjarnar 2 dl rjómi 1 teskeið strásykur. Egg og sykur hrært saman. Kartöflumél, gerduft og kakó lirært saman við. Deiginu rennt á ofnplötuna og smjörpappír látinn undir og bakað við meðal hita 5—6 mínútur. Hvolt á sykurstráð blað. Botninn pensl- aður með köldu vatni og smjörpappirinn losaður gæti- lega af. Bananarnir liýddir og skornir i bita, hnetu- kjarnarnir saxaðir. Rjóminn þeyttur og ávöxtunum blandað i. Kremið smurt á tertuna og hún vafin saman. Jólatertan. Deig: 2 egg. I14 bolli sykur. 4 matsk. sjóðandi vatn. h/3 bolli hveiti. 2 tesk. lyftiduft. Egg og sykur er þcytt þar til það verður hvitt og létt, heita vatninu þá blandað saman við. Lyftiduftinu blandað í hveitið og því síðan blandað við eggin. Kak- an bökuð við hægan hita og skorin í tvo botna, þegar hún er köld. Sveskjumauk og vanillukrem látið á milli botnanna. Súkkulaðihúð sett á kökuna. Stjarna úr papp- ir klippt út og lögð á miðja kökuna og rjómanum sið- an sprautað í smá toppa þétt í kring. 88 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.