Melkorka - 01.12.1956, Blaðsíða 9

Melkorka - 01.12.1956, Blaðsíða 9
Þeir sem framast höfðu erlendis og heyrt þar fullkomnari söng og allt öðruvísi, ganga í berhögg við tónlist síns lands og reyna að breyta henni eins og henni var liáttað. Þeim tekst svo vel að bæta hljómlistina að kirkju- söngurinn og hljóðfæraslátturinn breytist, söngiögin verða margbreytilegri, tóntegund- irnar fleiri, brátt er svo komið að enginn hlustar á tvísönginn gömlu karlanna og þeir sem kveða rímur gera það fyrir sjálfa sig, dagar þjóðlegrar íslenzkrar tónlistar eru taldir. Þegar liér ei' komið sögu má búast við því að margur sakni gömlu laganna, sem þeir liöfðu lieyrt í bernsku og furði sig á hvað orðið hafi faf þeim. Þetta gerist líka og verða margir til að taka upp þráðinn þótt almennt sé það ekki sem fyrrum. Einn þeirra sem rís upp er séra Bjarni Þorsteins- son og tekur að spyrjast fyrir um hvar öll gömlu lögin séu. Hann segir svo frá sjálfur að svörin hafi verið mörg við þeirri spurningu, sumir segja þetta vera innlend lög sem hvergi séu til á nótum, aðrir að lög- in væru ekki Iiæf til að skrifa þau upp, því engir tveir syngi þau eins, enn aðrir segja að það væri fallegt fyrirtæki að fara að festa á pappír bannsett tvísöngsgaulið gömlu karl- anna. Hann tók Jió að skrifa upp allt sem hann kunni og spyrjast fyrir um lög hjá fólki víða um land og var óþreytandi að safna öllum þeim lögum sem til væru og mögulegt væri að fá grafin upp úr gleymsk- unni. Margir kunnu dæmalaust margt sem þeir létu honum í té, einnig hafði verið safnað áður og tók hann þau söfn upp f bók sína. Ekki var þessi söfnun fyrirhafna- laus og Iiefur nú margur ætlað eins og áður fyrr, þegar safna átti, að nú ætti að flytja þetta út úr landinu og hæðast að því. Eftir 25 ára söfnun var luegt að prenta, og var kostnaður við prentunina geysilegur og urðu menn verkinu mótstæðir á allan hátt un/. Jiað komst á prent. Var þetta auðvitað álitin mesta peningasóun. Um uppruna laganna er sjaldan mögu- legt að segja, þau eru eftir alla eða eftir engan eins og þjóðlög eru, en mörg þeirra bera það með sér, að þau séu gömul og víða má heyra tónsamsetningar sem minna mjög á arabískan söng. Kvintsönginn álítur Bjarni Þorsteinsson okkur hafa fengið frá Norðurlöndum og hafi víkingar flutt hann með sér og liafi Iiann dáið út á Norðurlönd- um en lifað góðu lífi á íslandi öld eftir öld. Á meðan aðrar þjóðir Jjroskuðu hljómlist sína og eignuðust mikla meistara í þeirri grein, breyttist íslenzki söngurinn lítið og varðveittust þannig verðmæti sem annars hefðu glatazt. Rímur eiga sér Jrá sögu, þær taka að þró- ast á 14. öld og eru frásagnarkenndar og í elztu rímum er gert ráð fyrir að J)ær séu dansaðar. Kvæði eru til með óreglulegum hætti mitt á milli rímna og dansa. Elztu rímur hafa bæði heiti, kenningar og stuðla- setningar eins og dróttkvæðin. Hinar eldri rímur eru einfaldar, ferskeyttar og man- söngvarnir á undan stuttir og óreglulegir. Yngri rímur eru með dýrum háttum og full- ar af kenningum, hver ríma byrjar á man- söng. Dæmi úr eldri rímu: Ólafur konungur ör og fríður, átti Noregi að ráða, gramur var æ við bragna bliður borinn til sigurs og náða. Á Stiklastöðum var róman remd rikum kongi í móti; þar voru sköpt meff höndum hremd og hörðu kastað grjóti. Mansöngvarnir eru persónulegastir og* sérstæðir í rímnakveðskapnum, og oft hlaðn- ir sorg og sút, skáldið talar um það hrindi á flot skipi sínu eða J)að stigi á skipsfjöl, en skipið sé fullt af allskyns hörmum: 1. Reika tekur en ramma þrá rýgjar mér i vindi, þvi ég er orðinn öxlum frá ungri silkilindi. MELKORKA 73

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.