Melkorka - 01.12.1956, Blaðsíða 12

Melkorka - 01.12.1956, Blaðsíða 12
Nina Tryggvadóttir á vinníistoju sinni joœ’i ikiakonu’i Guðinunda Andrésdóttir cr einnig ung listakona, sem vakti eftirtekt með málverkasýningu í Rcykjavík í haust. Áður hafa sczt myndir eftir hana á samsýningum cn þetta var fyrsta sérsýning hennar. Hún hefur dvalið við nám crlendis um tveggja ára skeið og virðist þarna vera á ferð- inni efnileg og framsækin listakona, sem hægt er að gera kröfur til. Áhugi fyrir nútíma myndlist fer stöðugt vax- andi og sýndi hin ágæta aðsókn að sýningu Guðmundu að fólk vill reyna að skilja hvað listamennirnir okkar eru að túlka með list sinni. Andstæðingar abstrakt málaralistar cru ckki jafn vissir um að öll slík list sé klessuinálverk. Nína Tryggvadóttir, listmálari, sem hefur nokkur undanfarin ár dvalið í París og á Jrar heima, opnaði sýningu á glerskreytimyndum um miðjan október síðastliðinn og voru 23 slíkar myndir til sýnis og munu slikar rnyndir ckki hafa sczt hcr á sýningu áður. Margar af mynd- iiniim virtust vera hagstæðar scm fyrirmyndir gluggaskreytinga í kirkjum. Erlendis er skreyl- ing kirkjuglugga sérstæð listgrein og mun hafa vcrið þekkt á íslandi fyrr á öldum. Einnig eru slíkar gluggaskreytingar mjög fallcgar í íbúðar- hús. Frú Nína hefur aftnarkað scr þarna nýtt svið scm ber vott um hina fjölþættu listagáfu licnn- ar og dugnað. I>að er alltaf listrænn viðburður í hiifuðstaðnum þegar þcssi unga listakona opn- ar sýningu. Guðmunda Andrésdðttir 76 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.