Melkorka - 01.12.1956, Side 6

Melkorka - 01.12.1956, Side 6
forsendu, að í venjulegri fjölskyldu séaðeins einn, sem liafi tekjur, þ. e. húsbóndinn, og að húsmóðirin vinni á heimilinu.“ Ádeila Jjeirra á eins við íslenzk viðhorf og sænsk. Vonandi verður þess ekki langt að bíða, að breytingar verði gerðar í þá átt, að gildi Iieimilisstarfanna komi fram í útreikningi á framfærslukostnaði og þjóðartekjum, og að konur verði í framkvæmd viðurkenndir framfærendur fjölskyldu sinnar, að sínum hluta, og komi það fram á manntölum, í tryggingalöggjöf og í skatta- og útsvarslög- gjöf- Meðan verðmæti starfa ca. 1 /5 hluta þjóð- arinnar eða næstum 1/3 hluta allra starf- andi manna í landinu ( en það er nú viður- kennt, að húsmæður séu starfandi menn, enda þótt [>ær teljist framfærðar af öðrum og það jafnvel óstarfandi mönnum), eru að engu metin í þjóðarbúskapnum, vantar mikið á fullt jafnrétti karla og kvenna. Þau almennu mannréttindi, sem konur hafa smátt og smátt fengið, eru mjög mikilsverð, en Jrau koma ekki að fullu gagni fyrr en sú atvinnugrein, sem llestar konur stunda, fær þá viðurkenningu í reynd að hafa gildi fyrir þjóðfélagið og telst ekki lengur aðeins stunduð í „eigin þágu.“ Svafa Þórleifsdóttir sjötíu Hæria sífellt hærra skulu horfa þínir draumar, hærra sífellt hærra miði hugsjón þín og þrál Þannig verður mér hugsað, er ég heyri að hun Svafa sé orðin sjötug, því að ennþá sjást engin ellimörk á störfum hennar né hugsjónum. Hun hefur varðveitt ceskuna í hjarta sinu, sem sífellt horfir lrœrra, en lítur ekki við. Hún hefur varðveitt trú sina á mennina, trúria á hið góða. Réttlceti og sannleika hefur hún léð lið sitt. Svafa Þórleifsdóttir er fcedd 20. okt. 1886 að Skinnastað i Norður-Þingeyjarsýslu. Ung ákvað hún að helga cesku lands síns krafta sina. Hún stundaði nám í kennaraskóla, og siðan hóf hún kennslustörf. Akranes hlaut þá gcefu að njóta krafta hennar um. langt árahil. Hún var skólastjóri barnaskólans i 25 ár. Kvöldskóla fyrir unglinga starfrœkti hún, og Iðnskóla Akraness stjórnaði hún einnig. Það er stór hóþur ungmenna, sem Svafa hefir leitt til manndóms og þroska, allt frá barnœsku og fram á fullorðins ár og þœr eru ótaldar stundmiar, sem hún varði til að 70 MELKORKA

x

Melkorka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.