Melkorka - 01.12.1956, Blaðsíða 26
(-------------------------
Utan úr heimi
_________________________y
Bömin þjóðanna.
Sameinuðu þjóðirnar hafa sérstaka nefnd, sem hefur
með höndum að hjálpa börnum heimsins, þeim er þess
þarfnast. Þessi stofnun er skammstöfuð UNXCEF. Hún
upplýsir, að af 900 milljónum t)arna í þessum heimi
fái 2/3 hlutar (600 milljónir) ekki næga fæðu né fatnað
né húsaskjól né vernd gegn sjúkdómum. Líf þeirra er
því stutt, markað skorti og veikindum. Fjöldi þeirra
barna, sem deyja á fyrsta ári, er allt frá 300 og niður í
50 af hverju þúsundi sem fæðist.
Verður næsta heimsmót alþjóðakvenréttindafé-
lagsins haldið í Aþenu?
Borizt hefur tilkynning frá grfska kvenréttindafé-
laginu um, að það sé reiðubúið að sjá um næsta þing
alþjóðafélagsins 1958, ef innlendar og alþjóðlegar ástæð-
ur leyfa (International Women’s News, júnihefti).
Israel.
Frú Golda Meyerson, sem áður var verkalýðsmála-
ráðherra lands sins, hefur nú verið skipuð utanríkis-
ráðherra. Hún hefur gegnt mörgum trúnaðarstöðum
fyrir land sitt, m. a. var hún fyrsti sendiherra Israels
i Moskvu.
Mexiko.
í júlí 1955 gengu mexíkanskar konur í fyrsta sinn
að kosningaborðinu.
Fundur norrænna kvenna í Finnlandi.
Það hefur verið venja, að konur af Norðurlöndum
hittust á þriggja ára fresti til að ræða réttindamál. Á
Norðurlöndum hafa konur sama rétt og karlar — á
pappirnum, en á meðan 50% kvenna en aðeins 3%
karla hafa á hendi lægst launuðu störfin, er ekki talin
ástæða til að hætta baráttunni fyrir jöfnum rétti kvenna
við karla. Aðalvandamál kvenna á Norðurlöndum er að
samræma á viðunandi hátt vinnu þeirra á heimilinu
og utan þess, hvors tveggja þarfnast bæði þær og þjóð-
félagið. Ákveðið var, að kvenréttindafélögin skyldu
kjósa 2 konur hvert f sameiginlega nefnd, sem skyldi
gera tillögur um raunhæfar aðgerðir réttindum kvenna
til framdráttar. Skulu þessar raunhæfu aðgerðir snúast
um eftirfarandi: 1) að ryðja úr vegi þeim hindrunum,
sem enn verða á leið kvenna til að stunda starf að
frjálsu vali. 2) Að skapa konum skilyrði til að svara
MELKORKA
kcmur út þrisvar á ári.
Verð árgangsins fyrir áskrifendur er 25 krónur.
í lausasölu kostar hvert hefti 10 krónur.
Gjalddagi er 1. marz ár hvert.
Öll bréfaviðskipti varðandi innheimtu og afgreiðslu
til áskrifenda og útsölumanna utan Reykjavfkur
annast Þóra Vigfúsdóttir, Þingholtsstræti 27,
Reykjavik, sími 5199.
Afgreiðsla fyrir Reykjavik og nágrenni er i
Bókabúð Máls og menningar, Skólavörðustíg 21.
Nokkur eintök af fyrri árgöngum ritsins
eru enn fáanleg.
ÚTSÖLUMENN MELKORKU
Anna Sigurðardóttir, Útgarði, Eskifirði.
Arnþrúður Björnsd., Heiðarv. 53, Vestm.eyjum.
Auður Herlufsen, Hafnarstræti 11, ísafirði.
Ester Karvelsdóttir, Ytri-Njarðvík.
Gerður Sæmundsdóttir, Vinaminni Ólafsvik.
Guðrún Albertsdóttir, Hverfisgötu 9, Siglufirði.
Gunnar Ólafsson, skólastjóri, Norðfirði.
Pála Ástvaldsdóttir, Freyjugötu 10, Sauðárkróki.
Ragnliildur Halldórsdóttir, Höfn í Hornafirði.
Rannvcig Björnsdóttir, Grænumýri 4, Akureyri.
Rut Guðmundsdóttir, Sunnubraut 22 Akranesi.
Sigríður Arnórsdóttir, Uppsölum, Húsavík.
Sigríður Gisladóltir, Borg, Mýrum, Borgarfirði.
Sigriður Líndal, Steinliolti, Ilalvík.
Sigriður Sæland, Hverfisgötu 22, Hafnarfirði.
Sigurður Árnason, verkstjóri, Hveragerði.
Svandís Vilhjálmsdóttir, Eyrarvegi 5, Selfossi.
Unnur Þorsteinsd., Vatnsdalshólum, Mýrdal.
Þóra Stefánsdóttir, Egilsstaðaþorpi.
Á ofangrcindum stöðum geta konur gerzt
áskrifendur að Melkorku.
PRENTSMIÐJAN HOLAR H-F
V______________________________________________)
því þrefalda hlutverki að vera launaður vinnukraftur,
mæður og þjóðfélagsþegnar. 3) Að hefja áróður fyrir
því að efla skilning almennings og stjórnarvalda á
starfi kvenna og sérstöðu þeirra sem mæðra.
90
MELKORKA