Melkorka - 01.03.1961, Qupperneq 16

Melkorka - 01.03.1961, Qupperneq 16
HANNYRÐIR E£tir Grethe Benediklsson ÓDYRAR SMÁBARNAPEISUR Stærð: 1 (2) 3 ára; efni: 100 gr a£ S0nderborg Baby- garn Sesam (50 gr hnyklar í plastpokum; í 2 ára stærð voru notuð um 85 gr), prjónar 2i/í> í stuðlaprjón, 3 ann- ars; rennilás 15 sm. Munstur (lykkjufjöldi deilanlegur með 8): 1. umf.: 2 sl, ’ 4 br, 4 sl, endurtekið og endið á 4 br, 2 sl. 2. umf: 1 br ’ 2 sl, 2 br. Endurtakið frá ’ og endið á 2 sl, 1 br. 3. umf: 2 br, ' 4 sl, 4 br. Endurtakið frá ’ og endið á 4 sl, 2 br. 4 umf: br. 5. umf: sl. 6. umf: br. Úrtökur fyrir raglanermar: á réttunni í upphafi um- ferðar er ein lykkja tekin óprjónuð fram af prjóninum, næsta lykkja prjónuð og hinni óprjónuðu steypt yfir, en i lok umferðar eru 2 lykkjur prjónaðar saman slétt- ar. Á úthverfunni á að bregða tvær lykkjur saman í upphafi umferðar, er í lok umferðar á þann hátt að stungið er í aðra lykkju á undan hinni fyrri. Bakið: Fitjið upp 80 (88) 88 lykkjur, prjónið 4 sm stuðlaprjón, en aukið í 4 lykkjum á seinustu umferð. Nú er prjónað munstur nema yztu 2 lykkjur báðum megin, sem eru alltaf prjónaðar sléttar. Aukið í einni lykkju báðum megin þriðja hvern sm 2 (0) 2 sinnum innan við kantlykkjurnar. Við 15 (17) 19 sm er byrjað á úrtökum fyrir raglanermar. Takið úr á hverri umf. unz 64 (72) 88 lykkjur eru eftir, því næst aðeins á réttunni, þangað til 28 (30) 32 lykkjur eru á prjóninum. Fellið af. Framstykkið er fyrst um sinn alveg eins og bakið. Gætið þess að úrtökur byrja á sama munsturprjóni og á bakinu. Þegar 44 (46) 48 lykkjur eru eftir eru 20 (22) 24 lykkjur í miðjunni felldar af fyrir hálsmál. Prjónið vinstra stykkið fyrst. Takið úr 1 lykkju hálsmegin í hverri umferð 6 sinnum; haldið áfram að taka úr á hliðinni þangað til 2 lykkjur eru eftir, fellið af. Prjónið hægra stykkið á sama hátt, en öfugt. Hægri ermi: fitjið upp 46 (48) 50 lykkjur og prjónið 6 sm stuðlaprjón, en aukið í 6 (4) 10 lykkjum í siðustu umferð. Nú er prjónað munstur nema á 2 yztu lykkjun- um, sem eru alltaf prjónaðar sléttar. Aukið í 1 lykkju báðum megin innan við kantlykkjurnar á áttundu hverri umferð, unz 60 (64) 68 lykkjur eru á prjóninum. Er ermin mælist 20 (22) 24 sm er byrjað að taka úr 16 MELKORKA

x

Melkorka

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.