Melkorka - 01.12.1961, Blaðsíða 3

Melkorka - 01.12.1961, Blaðsíða 3
MELKORKA TÍMARIT KVENNA Ritstjórn: Nanna Ólafsdóttir, ReykjahUO 12, Reykjavík, simi 11156 . Þóra Vigfúsdóttir, Þingholtsstrceti 27, Reykjavik. Útgefandi: Mdl og menning EFNAHAGSBANDALAGIÐ VIÐTAL VIÐ HJALTA KRISTGEIRSSON Vcgna þess að svo er látið líta út sem innganga ís- lands í Efnahagsbandalagið sé ekki annað en dálítið óvenjulegur verzlunarsamningur, teljum við nauðsyn að vekja athygli á eðli málsins. Vonum við, lesandi góð- ur, að þú sjálfs þín vegna, leggir á þig að lesa þennan stutta kafla um mikilvægasta málið sem þú átt eftir að taka afstöðu til. Hjalti Kristgeirsson er frá Klængsseli i Gaulverjabæ > Flóa, fæddur 1933. Stúdent frá Laugarvatni 1955 með fyrstu ágætiseinkunn. Stundaði síðan hagfræðinám í Ungverjalandi. Er nú annar af tveim ritstjórum Verka- mannsins á Akureyri. Ritstj. Viltu nú ekki byrja á því, Hjalti, að skýra lesendum Melkorku frá þvi, hvaða riki standa að Efnahagsbandalaginu? Það eru sex ríki á meginlandi Evrópu vestanverðri: Vestur-Þýzkaland, Frakkland, Ítalía, Belgía, Holland og Lúxemburg. Þess vegna er Efnahagsbandalagið líka oft nefnt bandalag sex-veldanna eða eitthvað álíka. Nú eru líkindi til, að bandalagið stækki, því að Bretland og Danmörk hafa sótt um upptöku. En gengur þetta ekki lika undir nafninu Markaðsbandalag? Jú, eitt meginatriðið í stofnsamningi Efnahagsbandalagsins er það að fella niður tollmúra milli aðildarríkjanna, þannig að ekki verði í framtíðinni um að ræða að- skilda markaði eftir löndum, heldur einn sameiginlegur markaður yfir öll löndin. Þu minntist á stofnsamning . .. MELKORKA Já, það er Rómarsamningurinn, en hann er nefndur svo, vegna þess að fulltrúar sex- veldanna undirrituðu hann í Rómaborg. Það gerðist 25. marz 1957, og á grundvelli þessa samnings tók Efnahagsbandalagið til starfa 1. janúar 1958. Oghvert er helzta markmið bandalagsins? Því er fljótsvarað. Það undirbýr stofnun Bandaríkja Vestur-Evrópu. Þarf nú samvinna í efnahagsmálum endi- lega að ganga svona langt? Vissulega ekki. En Efnahagsbandalagið á — þrátt fyrir nafnið — fyrst og fremst að þjóna pólitískum markmiðum. Það eru meiri og minni efnahagslegir árekstrar milli aðildarríkja bandalagsins, en þeir eru samt léttari á metunum heldur en hinir póli- tísku hagsmunir, sem tengja stórborgarastétt auðvaldsríkjanna saman. Og þeir pólitísku hagsmunir eru? Valda- og gróðaaðstaðan sjálf. Bæði er, að framleiðsluskipan vesturlanda er löngu þroskuð fyrir sameignarfyrirkomulag, og svo hitt, að auðvaldsskipulagið hefur þegar borið lægri ldut fyrir sósíalismanum í fram- kvæmd. Því reynir auðstéttin að sameina krafta sína, þ. e. a. s. efnahagslegt bolmagn og hernaðarlegan styrk landa sinna til úr- slitaátaka. Efnahagsbandalagið er því meið- ur á stofni kalda stríðsins, rétt eins og t. d. NATO. — Stjórnmálalegt eðli Efnahags- 67

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.