Melkorka - 01.12.1961, Blaðsíða 23

Melkorka - 01.12.1961, Blaðsíða 23
Indónesíukona gerir samanburð á Austur- og Vesturlöndum Sænski rithöfundurinn Eric Lundqvist hefur átt heima i Indónesíu rúm tuttugu ár og er giftur indó- neskri konu. Eftirfarandi grein birtist i „Kvinden og Tiden" en er hér eilitið stytt. Við Sari höfum verið gift í 19 ár. Hún er venjuleg sveitastúlka frá fjallaþorpi 1 Vestur-Java. Hún hefur aldrei gengið í neinn skóla, en eftir að hún varð full- orðin lærði hún að lesa og skrifa, bæði sænsku og indónesísku. Hún er auðvitað gáfuð og henni i blóð borinn gamall menningararfur, sem er einkennandi fyr- ir alla þá sem heima eiga í sveitaþorpum Jövu, sérstök háttvísi, sem ekki er að þakka neinum bókalærdómi hcldur sálargöfgi. Það var árið 1950 að hún kom í fyrsta sinn með mér til Svíþjóðar. Síðan höfum við ferðast nokkrum sinn- um milli Indónesiu og Svíþjóðar. Að öllu samanlögðu hcfur hún átt heima um tveggja ára skeið i Svíþjóð. Þetta er næsta furðulegt! Hér vinna allir, bæði karl- ar og konur, var eitt hið allra fyrsta, sem hún hafði orð á, þegar hún kom til Svíþjóðar. Hún hafði haldið að all-flestir hvítir menn, eins i heimalandi þeirra — hefðu þeldökka þjóna sem gerðu öll verstu störfin. Þegar hún kynntist þvi að sænsku húsmæðurnar sáu sjálfar um heimili sin, varð hún bæði undrandi og glöð, slíkar konur ætti að vera auð- velt að skilja, auðveldara en þær konur sem hún hafði séð lifa óhófslifi þegar Indónesía var nýlenduríki. Á nokkrum dögum hrundu flestir þeirra hleypidóma sem hún hafði um konur Vesturlanda, fordómar og hugmyndir sem hún hafði skapað sér af háttalagi hvítra manna er lifa sem herraþjóð í nýlendunum og traðka á þeim sem sveitast við að safna auði handa þeim. Sari fullyrðir að gagnkvæmir hleypidómar hverfi ekki nema við skiptumst á heimsóknum og kynnumst raunverulega. Það hjálpar ekki að lesa einungis um hlutina eða heyra fólk segja frá reynslu sinni. Það látum við inn um annað eyrað og út um hitt. Ekki leiðir heldur til neins jákvæðs árangurs að ferðast, t. d. til Indónesíu á þann hátt sem margir gera: með fyrir- frani ákveðnar skoðanir og án þess að kynnast íbúum landsins ... Eitt var það, sem frá fyrstu tíð var Sarí undrunarefni, hve sænskar konur virtust miklu réttlausari samanbor- ið við karlmanninn. Henni finnst aðstaða konunnar f Svíþjóð vera oftast niðurlægjandi fyrir konurnar í heild. Það hljómar víst dálftið einkennilega að heyra slikt af vörum ungrar múhameðstrúarkonu sem við ímynd- um okkur að komi úr fangelsi út í frelsið þegar hún kemur frá landi sínu til Evrópu. En ég get fært rök að þvi að hún hefur rétt fyrir sér. Sarí hefur bent mér á hve sænskir eiginmenn eru frámunalega ókurteisir við konur sínar, og hve óham- ingjusöm flest hjónabönd virðast vera, hvernig eigin- konan, sem hefur heimilisstörfin með höndum neyðist til að taka auðmjúklega við hinu svokallaða eyðslufé til heimilisþarfa af herra sínum og eiginmanni. Hún hef- ur hlustað á erindi í útvarpinu og séð sjálf með eigin augum hvernig fjöldi kvenna sem þjást í hjónabandi með drykkjumönnum, neyðist til að lifa i megnustu niðurlægingu, einungis vegna þess að þær hafa ekki bolmagn eða kjark til að rifa sig burt frá eiginmanni sem þær fyrirlíta. Hún hefur séð, hvernig kona verður að verða sér út um sjálfstæða atvinnu til þess raun- verulega að geta kallast frjáls, séð hvernig konan oft og tíðum er talin minni maður ef hún helgar sig ein- göngu börnum og heimili, i staðinn fyrir að vinna á skrifstofu eða verksmiðjustörf. Einkum hryggir ]iað Sarí vegna kynsystra sinna, hve erfitt er fyrir þær að skilja ef hjónabandið er misheppnað. Ekki að það sé lagalega svo erfitt, heldur cru það börnin sem binda og hin fjárhagslega hlið, eins og þjóðfélagsskipulagi okkar er háttað. Mér er vel ljóst, að mörgum konum mun finnast þessar ályktanir Sarí yfirborðskenndar og það sem hér hefur verið haldið fram, eigi ekki við konur almennt. En eftir að ég í útvarpserindi ræddi þessi sjónarmið, bárust mér ótal mörg þakkarbréf frá konum sem virt- ust sammála, svo ég held að Sari hafi algerlega rétt fyrir sér. Hér i Sviþjóð teljum við okkur trú um að allar múhameðstrúarkonur lifi eins konar þrælalífi og séu kúgaðar af karlmanninum. Mér er ekki kunnugt um hvernig þessu er háttað í nærliggjandi Austurlöndum, melkorka 87

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.