Melkorka - 01.12.1961, Blaðsíða 20
HUGLEIÐINGAR OG RABB
UM. DAGHEIMILI BARNA
Framh. af 77. blaOsíðu.
við giftu konurnar, svo sem mér er frekast
unnt. Mér virðist að flestir, sem til mín
leita, hafi góðar og gildar ástæður til að
koma börnum sínum á dagheimili. Veik-
indi geta steðjað að og nær ógjörlegt reyn-
ist að fá viðhlítandi heimilishjálp. Fjárhag
margra er þannig farið, að nauðsynlegt er
að bæði hjónin afli tekna, t. d. þegar fólk
stendur í húsbyggingum. Og þá er það hús-
móðirin á barnmörgu og stóru heimili, full
ástæða er til að veita börnum hennar dvöl
á dagheimili, að minnsta kosti tíma og tíma.
Menn segja auðvitað sem svo, að þau börn
eigi aðgang aðleikskólum, en húsmóðurinni
sem er algerlega ofhlaðin störfum — og þær
eru talsvert margar — kemur ekki að full-
um notum fárra tíma leikskóladvöl fyrir
börnin, það þarf að létta þeim af heimilinu
megnið af deginum. Og svo eru það kon-
urnar, sem hlotið hafa starfsmenntun, hafa
t. d. lokið löngu og dýru námi, og vilja vit-
anlega stunda það starf, sem þær hafa hlot-
ið menntun til. er nokkuð vit í því þjóðfé-
lagslega séð, að notfæra sér ekki slíka starfs-
krafta. — Og auk þess, hafa ekki íslenzkar
konur rétt til allra starfa í þjóðfélaginu, ef
þær á annað borð hafa kunnáttu til starfs-
ins, mér virðist það einmitt vera eitt af verk-
efnum dagheimila í nútíma þjóðfélagi að
gera konum kleift að reynast nýtur starfs-
kraftur í athafnalífi þjóðarinnar, jafnframt
því, sem þær rækja sitt móðurhlutverk,
sagði Ida Ingólfsdóttir að lokum.
Og ég er henni fyllilega sammála í því
efni. Hér erum við einmitt komnar inn á
mál, sem allar hugsandi konur hljóta að
taka afstöðu til. Og þar sem ég veit, að mörg
konan hefur rekið sig á þann tvískinnung,
að þau réttindi kvenna sem skarta svo fag-
urlega á pappírnum, eru í reyndinni oft og
tíðum gerð ónothæf með því, að þjóðfélagið
tekur ekki tillit til sérstöðu konunnar sem
móður, þótti mér rétt að leita umsagnar
konu, sem einmitt gegnir þessu tvískipta
hlutverki — og báðum vel. Það skal tekið
fram, að börn hennar njóta dagheimilis-
vistar. Ég lagði fyrir hana tvær spurningar:
í fyrsta lagi: Hefur þér reynst erfitt að
sameina fullt starf utan heimilis, móður-
lilutverkinu og hvernig telur þú, að sá
vandi verði bezt leystur?
I öðru lagi: Myndir þú geta sœtt þig við
að láta af starfi þínu til að helga þig ein-
ungis gcezlu bús og barna?
Svör hennar voru þessi:
Ég held, að mér sé óhætt að fullyrða, að
hvorki ég, börnin mín eða sú stofnun, sem
ég vinn hjá, myndi hafa hag af því, að ég
segði starfi mínu lausu til að gæta bús og
barna, eins og venjulegt er í kaupstað. Auð-
vitað er það æfinlega fyrsta skylda foreldr-
anna — ekki aðeins móðurinnar — að
tryggja vellíðan barnanna, eftir því, sem í
þeirra valdi stendur, en ég fæ ekki séð, að
ég gerði það á nokkurn hátt betur með því
að setjast að heima. Vinnutími minn er
ekki mjög langur, þó að um full störf sé að
ræða. Ég geri ráð fyrir, að hóflegur vinnu-
tími sé eitt af frumskilyrðum þess, að hægt
sé að annast börn og heimili jafnhliða starfi
utan heimilis.
Hitt er annað mál á heimilum húsmæðra,
sem gegna öðru starfi jafnframt, verður það
síbreytilegt vandamál, eftir aldri og fjölda
barnanna, hvernig öryggi þeirra og vellíðan
verði tryggð. Stundum getur verið óhjá-
kvæmilegt, að hafa stúlku á heimilinu,
stundum er dagheimilið lang ákjósanlegasta
lausnin, að viðbættum þessum góðu hjálpar
höndum ömmunnar eða frænkunnar, sem
svo víða finnast.
En dagheimilin eru því miður alltof fá
hér í bæ. Fleiri dagheimili víðsvegar um
bæinn myndu leysa mikinn vanda. En oft
hefur það hvarflað að mér að fleira mætti
gera til að létta undir með húsmæðrum,
sem starfa utan heimilis. Væri t. d. ekki
84
MELKORKA