Melkorka - 01.12.1961, Blaðsíða 16

Melkorka - 01.12.1961, Blaðsíða 16
VIÐ VÍSINDARANNSÓKNIR Á KELDUM Margrét Guðnadóttir læknir starfar sem sérfræðingur við tilraunastöð Háskólans í meinafræði að Keldum og stjórnar þar veirurannsóknum. Þarna fer fram mjög merk vísindastarfsemi. Margrét er fædd 1929, dóttir Guðna Ein- arssonar bónda í Landakoti á Vatnsleysu- strönd og Guðríðar Andrésdóttur konu hans. Margrét varð stúdent frá Menntaskól- anum í Reykjavík 1949 og kandídat í lækn- isfræði frá Háskóla íslands 1956 með 1. einkunn 182% stigum. Þegar að prófi loknu fór hún að Keldum og vann þar 1 ár við mænusóttartilraunir en að því búnu fór hún utan til framhaldsnáms í veiru- rannsóknum, fyrst í Englandi en síðan, frá 1958 til 1960 við Yale háskólann í New Haven í Bandaríkjunum. Eins og áður seg- ir er hún nú fastur starfsmaður sem sérfiæð- ingur við tilraunastöðina. varð ég mest snortin af leiklist á ævi minni. Samt var mér sagt síðar, að þetta hefði ekk- ert verið sérstakt að þessu sinni og hinn leikurinn, sem væri leikinn í sama leikhúsi annaðhvort kvöld væri enn skemmtilegri. Og hafi írinn, sem hingað kom viljað skipta á leikhúsi, þá hefði ég það ekki síður. Ég óskaði mér, að við ættum annað eins leikhús og þetta, enda þótt írar hafi ekki talið leikinn sem við sáum með nokkru móti það bezta sem þeir geta fram fært. Seinna las ég einhvers staðar, að Abbey leik- húsið væri ekkert móti öðru leikhúsi þar í borg. Á fyrra hluta þessarar aldar áttu írar flest og bezt leikritaskáld, ekki bara miðað við fólksfjölda, heldur miðað við hinn enskumælandi heim. Þarna var Synge, O’Casey, Yeats, og þaðan kom Bernhard Shaw. Það er ókunnugum ekki kunnugt «0 hverjir séu að verki nú í leikhússheimi ír- lands og skrifi þar á við þessa menn, en hingað hafa borizt leikrit eftir írsk skáld, sem kannske eru búsett annars staðar og í letur eru færð leikrit, öll af sama toga spunnin, sami fullkomleikinn gagnvart sviði og leikmöguleikum. Það má ekki gleyma því, að einn mikilvirkasti leikrita- höfundur og merkasti, O’Neill, var af írsku foreldri. Höfundur „Beðið eftir Godot“ er írskrar ættar. Brendan Behan er nú orðinn frægur um allan leikhúsheiminn. Ég keypti mér bók fyrir skömmu, þrjú írsk leikrit eftir menn, sem ekki eru orðnir þekktir heiminum, þar var sömu sögu að segja, leikritin voru leikræn, persónusköp- unin sönn, leikritin mögnuð af einhverri kyngi. Hvað veldur því að leikritun og leik- list skuli standa með svo miklum blóma hjá þessari þjóð en ekki annarri? MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.