Melkorka - 01.12.1961, Side 9

Melkorka - 01.12.1961, Side 9
tnetrum á hvorn veg. Börnin og ungling- arnir eru flest á aldrinum 9—16 ára. Þau vinna beint í vefinn, hafa engan uppdrátt annan en sjónarminni sitt, kunna ekkert að teikna, eru tæplega læs og skrif- andi. Þau eru þaulsætin á vinnustofunum, koma þegar þau vilja, fara þegar þau vilja, engin klukka, enginn kennari. Hverju nýju barni, sem bætist í hópinn er bara sýnd að- ferðin, tæknin við vefinn, en munstrin, hina myndrænu hugmynd, verða þau að skapa sjálf. Fólkið í þorpinu þeirra rétt hjá K A I R O er mjög fátækt, stundar akur- yrkju og ávaxtarækt og er fullkomlega af- skiptalaust um þennan vefnað unglinganna, utan því þykir gott að börnin fá þessa furðulegu vinnu borgaða. Litvalið í teppunum er takmarkað og byggir á gamalli egypzkri hefð.djúpfölblátt, dökkgullið og rautt — auk þess mildir jurtalitir. Þróun þessa myndvefs barnanna má skipta í áfanga. Fyrst upptalning fólks, dýra, húsa án tengsla innbyrðis, frumstætt kyrrt formið leiðir hug að hellaristum stein- aldarmanna sbr. myndin af Geithafratepp- inu. 1 næsta áfanga eru þau búin að vinna vogunina, allt er kornið á kreik, hreyfingin bylgjast um flötinn í spili myndflatanna og þeim vefstíl halda sum börnin áfram í fjöl- breytilegum feluleik og mýkt svifsins og streymi í flatarheildinni, sbr. Trjáteppið stóra. Önnur vefa strangbyggðari, afmark- aðri náttúruform, þar sem samröðunin er heil og sterk og stöku tóm svæði heildinni jafnnauðsynleg og opin auð torg og garðar í stórborg. Sums staðar er innflataskrautið orðið að símunstrum og hvert rými notað milli flata, svo rétt vatnar á milli og þar er hann mættur myndvefurinn sá gamli norski, sá vefur, sem fegurstur hefur verið ofinn af alþýðu, sbr. Brúðkaupsteppið, sem er sam- eiginlegur vefur 9—13 ára gamalla barna. Og þangað vildi frumkvöðull þessarar til- raunar ná, að ná aftur heim alþýðulistinni, Cheliata Ilamsa, 13 dra drengur: „Hestur og tré", ofið 1933. ómengaðri, eðlilegri, lengi hefur hún legið í láginni, lengi höfum við beðið eftir að hún kæmi undan vélveltunni. Arkitekt, próf. VISSA VASSEF segir sjálfur: „Þessir vefir barnanna eru sönnun þess, að fólk flest er gætt meiri listrænum hæfi- leikum heldur en við höldum.“ Jólavísa Jólum mínum uni cg enn, — og þótl stolið hati liæstum guði heimskir menn, het óg til þess rökin tvenn, að A sælum sanni er enginn vafi. Jónas Hallgrimsson MELKORKA 73

x

Melkorka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.