Melkorka - 01.12.1961, Blaðsíða 26

Melkorka - 01.12.1961, Blaðsíða 26
^fólin Uoma Húsmóðir hefur í mörg horn að líta siðustu dagana fyrir stórhátíðir og þá sérstaklega fyrir jólahátíðina. Þá getur verið þægilegt að skipuleggja vinnuna til þess að ekki hlaðist of mikið á síðustu dagana. Það virðist hafa verið ríkjandi skoðun húsmæðra, að ekki sé hægt að geyma bakstur nema fáa daga og hafa þannig hlaðizt óeðlilega mikil störf á húsmóðurina síð- ustu dagana. Því vildi ég í þessum fáu orðum vekja at- hygli á nokkrum atriðum, sem hver húsmóðir getur notfært sér, sem á ísskáp eða frystikistu. Góð og örugg aðferð til að geyma bakstur er að frysta hann. Þannig má geyma t. a. m. rúllutertu, jólaköku, brúnköku, lag- tertu (ljósa-brúna) og hveitibollur í 3—4 vikur og jafn- vel lengur. Nauðsynlegt er, að geyma hverja tegund út af fyrir sig i góðum umbúðum t. a. m. plastpoka, sello- fan- eða málmpappír. Smákökur er hægt að geyma í lokuðum ilátum á köldum stað. Föst regla skyldi vera, að geyma ekki tvær tegundir í sama íláti, því þá linast kökurnar upp. Smákökur eiga yfirleitt að vera stökkar. Mokkakaka m/ kremi 3 egg 1 tesk. kaffi (neskaffi) 150 gr. sykur 1 tesk. lyftiduft 150 gr. möndlur Búin til eins og blautkaka. Bökuð við meðalhita. Mohkakrem 214 bolli flórsykur \/2 tesk. salt )4 bolli kakó 4 msk. kaffi 2 msk. smjör 1—2 msk. rjómi Öllu blandað saman, sett í með bráðnu smjöri, kaffi og rjóma. Kremið sett á milli botnanna og ofan á tert- una. Skreyta má tertuna með möndlum. Kókosterta m/súkkulaðikremi 4 cggjahvítur 140 gr. flórsykur 140 gr. kókosmjöl Hvíturnar stífþeyttar, sykrinum blandað saman við og þeytt áfram. Kókosmjölið sett síðast í deigið. Sett í vel smurð mót og bakað við mjög vægan hita. KremiO 100 gr. smjör 60 gr. flórsykur 100 gr. súkkulaði 4 eggjarauður Súkkulaðið er brætt yfir gufu ásamt smjöri við væg- an hita. Rauðurnar þeyttar með flórsykrinum: Súkku- laðið og smjörið blandað gætilega saman við rauðurn- ar og flórsykurinn. Kremið sett á milli og ofan á tertuna. Brún terta með smjörkremi 4 bollar hveiti 200 gr. brætt smjörlíki 3 bollar sykur 2 bollar súrmjólk 2 egg 2(4 msk. kakó 2 tesk. natron Þessi terta er mjög fljótleg. Þurrefni og væta er sett í hrærivél og hrært allt í einu, þar til deigið hefur sam- lagazt. Deigið er sett á þrjár plötur og bakað við meðal hita, meiri undirhita en yfirhita. Þegar kakan er orðin köld, er smjörkrem sett á milli laga. Smjörkrem 1 eggjarauða 180 gr. flórsykur 150 gr. smjör eða smjörlíki Smjöri og flórsykri er blandað saman og hrært þar til það er ljóst, þá er eggjarauðunni og dropunum bland- að saman við. Nauðsynlegt er að hafa einhverja dropa í kremið, ef notað er smjörliki eða samhnoð. Ljós terta (þreföld) 4 bollar hveiti 2 bollar sykur 2 egg 1 tesk. lyftiduft 1 tesk. natron 1 bolli súrmjólk 1 bolli mjólk 200 gr. smjörlíki (brætt) Þessi terta er löguð og bökuð á sama hátt og brúna tertan. A milli laga á að vera aldinmauk. 90 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.