Melkorka - 01.12.1961, Blaðsíða 10

Melkorka - 01.12.1961, Blaðsíða 10
Hugleiðingar og rabb um dagheimili barna Eftir Margréti SigurOardóttur Þegar ég dróst á það við ritstjóra Melkorku að skrifa smágiein um dagheimili barna, hafði ég ekki gert mér grein fyrir á hvern hátt leggja skyldi efnið fyrir lesendur. Eins og kunnugt er, hefur þessi starfsemi hér í bæ frá upphafi verið á hendi tiltölulega fámenns áhuga- mannafélags — Barnavinafélagsins Sumargjafar, og mér virðist það vera rétt ef ræða átti þetta mál, að gera sér grein fyrir sögu þess félags í stórum dráttum. Sérstaklega fannst mér forvitnilegt að komast á snoðir um hvað fyrir forgöngumönnunum hafi vakað í upp- hafi. Spratt félagið upp úr þrengingum kreppuáranna, sem nokkurs konar lfknarstarfsemi þegar bókstaflega svarf að mörgum börnum í lélegu húsnæði og við lak- an kost bæði til fæðis og klæðis? Eða hafði því fólki, sem að félaginu stóð í upphafi, verið ljóst, að hér var verið að fara inn á nýjar brautir í uppeldismálum, sem breyttir þjóðfélagshættir — hinir ört vaxandi bæir kröfðust. Ég sneri mér til ísaks Jónssonar, skólastjóra, sem ég vissi hafa verið forustumann í Barnavinafélaginu Sum- argjöf um margra ára skeið, og spurði liann um upp- haf og aldur félagsins. Hann upplýsti að félagið væri stofnað árið 1924, en þessi mál höfðu þá verið á döfinni um nokkurra ára skeið hjá Bandalagi kvenna í Reykjavík, og konurnar höfðu þá þegar safnað nokkru fé og vissu hvert þær stefndu — þær vildu koma upp dagheimili fyrir börn. Mér þótti ánægjulegt að heyra, að það skyldi vera innan vébanda kvennahreyfingar, sem fyrst kom skrið- ur á þetta mál. Sneri ég mér nú til frú Aðalbjarg- ar Sigurðardóttur, sem ísak sagði mér að myndi hafa verið með og í fremstu röð kvennanna frá upphafi, og bað hana að segja mér hvenær huginyndin hefði fyrst komið fram. Frú Aðalbjörg staðfesti það sem ísak hafði sagt og skýrði frá því, að fyrst hefði verið vakið máls á stofnun dagheimilis á fyrsta fundi Bandalags kvenna 1918. Nefndi hún sérstaklega f þessu sambandi Stein- unni Bjartmars, sem hafði verið mikill áhugamaður um þessa starfsemi og flutt erindi um það á vegum Banda- lagsins. Frá þessum fundi lægi fyrir, í fundargerð, að hugmyndin væri að reka dagheimili fyrir börn, fyrst og fremst um sumartímann, „svo að konur gætu stundað vinnu utan heimilis um hábjargræðistímann". Var nefnd kosin til að vinna að framgangi málsins og hóf hún fljótlega fjáröflun og helgaði sér brátt sumardaginn fyrsta, sem „barnadag". Þegar frá leið og nokkurt fé hafði safnazt, varð for- göngukonum Ijóst, að til þess að einbeita kröfttim að þess sérstaka verkefni og tryggja að söfnunarfénu yrði varið til starfrækslu dagheimilis, væri heppilegra að stofna sérstakt félag í þesou augnamiði, heldur en að vinna að málinu innan vébanda Bandalags kvenna, sem vitaskuld hafði mörg önnur járn i eldinum. Þær geng- ust fyrir stofnun Barnavinafélagsins Sumargjafar 11. april 1924. Á þvf sama sumri var hafizt handa um starfrækslu sumardagheimilis og fékk félagið inni f Kennaraskólan- um. Gat frú Aðalbjörg þess, hve sérstaklega góður andi hefði ríkt í starfinu þessi fyrstu ár. Starfsfólkið vann þarna vissulega við mjög frumstæð skilyrði, eu það vann af vorhug og hugsjónareldi. Næstu þrjú ár var haldið uppi sumarstarfsemi, en 1927 reyndist ekki unnt að fá húsnæði og lá þá dag- heimilisstarf niðri um nokkurra ára skeið, eða til árs- ins 1931, að aftur var hafizt handa, og þá í eigin hús- næði í Grænuborg, sem liggur milli Eiríksgötu og Hringbrautar. Þar með var risin hin fyrsta barna „borg" félagsins, en síðar hafa öll þau hús sem félagið hefur eignazt eða hefur umráð yfir, verið nefnt „borg" með einhverju forskeyti, að undantekinni Steinahlíð, scm þegar átti sér nafn er það komst i eigu Sumargjaf- ar. — Bersýnilegt er, að dagheimilisstarfinu var hrund- ið af stað af bjartsýnum hugsjónamönnum, körlum og konum. Sennilega hafa þau séð þá framtíðarsýn, að eftir nokkurra áratuga starf að þessum málum, ættu flest eða öll reykvísk börn sem þess þyrftu með, kost á dvöl á dagheimilum eða leikskólum og ckkert barn þyrfti að eiga sinn eina leikvang í snauðu og beinlfnis hættulegu umhverfi götunnar. En hvernig hefur þá þróunin orð- ið? Hvar stöndum við í þessu efni? Ennþá er það Barnavinafélagið Sumargjöf, sem hefur forystuna i þessum málum, já, og meir en það, félagið er eini aðil- inn, sem annast þessa starfsemi — aðeins með bakstuðn- ingi bæjarfélagsins. Ég sneri mér þvf til skrifstofu Sumargjafar til að fá sem gleggstar upplýsingar um dagheimilisstarfsemina eins og hún er í dag. Þar var fyrir svörum framkvæmdastjóri félagsins Bogi Sigurðs- son. 74 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.