Melkorka - 01.12.1961, Blaðsíða 25

Melkorka - 01.12.1961, Blaðsíða 25
Það sem ég hef sagt hér að framan um konur í Indó- nesíu, þá á ég ekki við l)orgarbúa heldur fólkið í sveitaþorpunum. Það er alveg óhætt að sleppa þessum tveim hundraðshlutum sem l)úa í borgunum. Það fólk hefur tileinkað sér háttu Vesturlandabúa og lifir allt öðru lífi cn fólkið i sveitaþorpunum, sem það þykist ráða yfir. Og við Sarí vitum það bæði að sveitakonan þarf aldrei að vera hrædd við að maður hcnnar fái sér aðra konu á móti vilja hennar. Ég hafði hugsað mér að gera Sarí alveg undrandi og sýna henni hvað við bærum mikla umhyggju fyrir gamla fólkinu i landi okkar, svo ég fór með henni á fullkomnasta elliheimilið sem ég vissi um, líka vegna þess að einn ættingi minn var þar vistmaður. Bygging- in var eins og höll á að líta, allt var nýtt, skínandi og fullkomið frá hreinlætis sjónarmiði. Það setti að Sari grát þegar hún hafði skoðað alla þessa fáguðu eymd, þegar hún sá hvernig við höfðum smalað saman gömlum mönnum og konum í þessa hallarbyggingu. Það var séð fyrir öllum líkamsþörfum þeirra, en hjartahlýja var ekki né ástúðleg umönnun. Sarí fannst þetta vera miskunnarlaus morðtilraun. Þeg- ar ég fór seinna að hugsa betur um þetta, skildi ég að hún hafði rétt fyrir sér. Það sem við óttuinst bæði mest af öllu, er að vcrða gamalmenni f Sviþjóð. í Indónesíu gildir ennþá boðorðið: heiðra skaltu föður þinn og móður, og engin synd er álitin eins stór og kærleiksleysi gagnvart gömlu fólki. Þeim sem ekki geta unnið sökum elli eða ekki eiga börn til að sjá um sig, er ekki safnað á neinar hræðilegar stofnanir. í Idnónesiu heldur gamla fólkið áfram að lifa lifi sínu eins og þvi sjálfu þóknast og eins lengi og það kærir sig um að taka þátt i hinu litauðuga glaða Hfi sveita- þorpsins. Ef það vill ekki vinna, þá er skylda barnanna og réttur að sjá fyrir þeim. Ég get ekki hugsað mér neitt heimili í sveitaþorpun- um án þessara gömlu manna og kvenna sem alls staðar er að sjá og dunda við áhugaefni sín og virðast svo róleg, góð og vitur. Aðallega eru það börnin sem gamla fólkið snýst mest i kringum. Það er líka venjulega eldra fólkið, afarnir og ömmurnar sem sjá um yngstu börnin í fjölskyldunni. Þau eru einnig bezt fallin til þcss, eru þolinmóð og róleg. Og af því að gamla fólkið virðist alls staðar á takteinum, eru aldrei nein vand- ræði með börnin þótt hjónin skilji eða móðirin deyi frá börnum sfnum. Og þá er virðingin og tillitssemin sem gamla fólkið nýtur i svo ríkum mæli í Indónesíul Er því skiljanlegt að Sarí vill heldur eyða elliárunum ( fátæklegum bambuskofa innan um óhreina og óþekka krakka en í hinum nýtfzku fáguðu gamalmennahælum. í bambus- kofanum heldur gamla fólkið áfram að búa þangað til það deyr. Á elliheimilunum hér er búið að gera út af við gamla fólkið með alls konar sálarlausum reglum löngu áður en það gefur upp öndina. í Indónesíu hef- ur það aldrei hvarflað að fólki að tæknileg hjálpar- meðul gætu komið í staðinn fyrir umhyggju og ástúð- legt viðmót. Og að lokum nokkur orð um livernig Sarí lítur á aðra hluti, t. d. hvernig evrópskar konur klæða sig og annað slíkt. Hcnni finnst auðvitað að Vesturlandakonur séu sam- anborið við indónesisku konuna ákaflega ósmekklegar í klæðaburði, nema þegar þær klæðast síðum kvöld- kjólum. Henni finnst hattarnir vera táknrænir fyrir hvað vestrænar konur hafa lélegan smekk og hvað þær eru liáðar tizkunni. Hvað likamlegt hreinlæti snertir, þá finnst henni við einnig standa langt að baki Indónesíu. Þar baða sig allir að minnsta kosti tvisvar á dag og þykir við- bjóður ef finnst svitalykt af fólki. Sarí hefur aldrei séð eins margar feitar og afmyndað- ar konur eins og hjá okkur. í Indónesiu er fagur lik- ami höfuðprýði konunnar. Fátæk alþýða hefur ekki tækifa-ri til að hlaða á sig fitu og efnaðar konur forð- ast eins og heitan cldinn að fitna. Klæðnaður indónesisku konunnar heitir saron og kabaja. Saroninn er mjög fallcgur búningur, klæðilegur og smekklegur. Auðvitað eru ýms tízkufyrirbrigði á litum habaja blússunnar. En indónesiskar konur hafa svo öruggan og fágaðan smekk að þær fara hér aldrei út i neinar öfgar. Og svo hafa þær einnig eitthvað sérstætt í fasi og hreyfingum og bera búning sinn tiginmannlegar en kynsystur þeirra í Evrópu. Þetta er gamall og fágaður menningararfur. Fólkið skynjaði þá fegurð sem liggur i réttum hreyfingum líkamans. En samanburður Sari á Austur- og Vesturlöndum, sýnir henni ævinlega yfirburði heimalandsins. Hún er mjög hrifin af sjúkrahúsum okkar, þau standa indó- nesisku spítölunum svo langtuin framar, og fyrst og fremst eru þau miklu ódýrari þó um fullkomnustu læknishjálp og hjúkrun sé að ræða. Og að lokum. Sari, sem er alin upp i landi undir nýlenduoki, er ákaflega glöð yfir því að hún hefur aldrei orðið var við hér á Norðurlöndum að menn litu niður á hina svo nefndu þeldekkri menn, heldur það gagnstæða. Á því sviði finnst henni Norðurlöndin bera af öðrum löndum Evrópu. l>óra Vigfúsdóttir pýddi. melicorka 89

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.