Melkorka - 01.12.1961, Blaðsíða 22

Melkorka - 01.12.1961, Blaðsíða 22
STROMPLEIKURINN EUGENIE COTTON áttrœð Forseti Alþjóðabandalags lýðræðissinnaðra kvenna, Eugenie Cotton, varð áttræð 13. október s. 1. Hún er frönsk og prófessor í eðlisfneði og liefur staðið í fremstu röð franskra visindamanna. Stjórn Frakklands sæmdi hana 1934 riddaraorðu frönsku lieið- ursfylkingarinnar. Fram að síðustu styrjöld helgaði hún krafta sína eingöngu vísindastörfum, en þegar maður hennar, Airne Cotton prófessor, einnig vísindamaður, og sonur þeirra voru teknir fastir af nazistum og fluttir í fangabúðir til Þýzkalands, ákvað hún að leggja fram alla krafta sína og hæfileika til að sameiná kotiur móti fasisma og hernaðarbrjálæði og til að styrkja vináttu og einingu allra kvenna í veröldinni án tillits til þjóð- ernis, litarháttar og trúarskoðana. Eins og kunnugt er, var Alþjóðasamband lýðræðis- sinnaðra kvenna stofnað í I’arís 1915 af llandalagi franskra kvenna og fjölda erlcndra fulltrúa frá kvenna- samtökum víðsvegar um heim. Frú Eugenie Cotton var kosin forseti Bandalagsins og hefur verið það síðan, og í augum milljóna og aftur milljóna kvenna í heimin- um er hún tákn þeirra afla sem heyja nú á ólíkustu vettvöngum baráttu fyrir pólitísku og launalegu jafn- rétti kvenna og tákn þess friðarvilja sem sameinar kon- ur frá öllum álfum hcims til baráttu gegn hernaðar- brjálæðinu. Þ. V. notið vinsælda hér í bæ og örlætis bæjarbúa á „barnadaginn“, sumardaginn fyrsta. Er það vel. Þó er annar stuðningur ennþá mik- ilsverðari: Reykvíkingar þurl'a að knýja á bæjarstjórn sína til að gera félaginu kleift að sinna þessum málum á fullnægjandi hátt. Eina undantekningu gcrir Þjóðleikhúsið nú á þessu ári með því að sýna eftir íslenzkan höfund, Halldór Kiljan Laxness. Enn á ný hefur Halldór unnið verk, þar sem hann dregur það sem miður fer 1 þjóðfélaginu sundur og saman í háðinu. Með Strompleiknum hefur hann samið napra ádeilu, eina nöprustu ádeilu á ís- lenzka tungu. Hún fór náttúrlega fyrir ofan garð og neðan hjá mörgu fólki sem ef til vill skilur ekki hvað hann er að fara, eða þá vill ekki skilja það. En hver vill skilja ádeilu á sjálfan sig. Nei, lokum bara augun- um fyrir því sem er að gerast heima hjá okkur og töl- um um „frelsi", „vestræna samvinnu", „framfarir" og „ísland i erlendum blöðum". Verum bara ánægð meðan líkið ekki dettur úr strompinum. Hinn heiinsfrægi Chaplin vaknaði einn morgun f leiðu skapi. Allan daginn ráfaði hann um hnugginn á svip, smakkaði ekki mat og koin sér ekki að verki. „Hvað gengur eiginlega að þér?" spurði kona hans, „Dreymdi þig eitthvað illa í nótt?" „Já", hreytti Chaplin út úr sér. „Hvað dreymdi j>ig?“ hélt kona hans áfram að spyrja. „Mig dreymdi, að ég væri giftur." „Hverri?" Chaplin horfði annars hugar á konu sfna og hrópaði með þrumandi rödd: „Þérl" Mark Twain var einu sinni staddur í samkvæmi, þar sem rætt var um eilífðarmálin og syndagjöldin, þegar yfrum væri komið. Aðeins einn af gestunum þagði og lagði ekkert til málanna og það var Mark Twain. Kona nokkur, sem sat skammt frá honum, sneri sér allt í einu til hans og sagði: „Því leggið þér ekkert til málanna? Mig langar svo til að heyra álit yðar." Mark Twain sagði mjög alvarlegur á svip: „Pér verðið að afsaka mig, frú, ég neyðist til að halda mig fyrir utan þessar umræður — ég á vini á báðum stöðum hinumegin. Kennarinn: Og af hverju haldið þið krakkar mfnir, að Salómon konungur hafi verið svona vitur? Lftil telpa: Af þvf hann átti svo margar konur, sem sögðu honum frá. 86 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.