Melkorka - 01.12.1961, Side 8
myndrænu erfð sem ýmist liggur geymd
eða hálf-gieymd á söfnum eða týnd og van-
metin í höndum sjálfrar alþýðunnar sem
skóp þau, kann þar heldur ekki að meta
sín eigin verk fremur en barna sinna. Og
það er varla vegna nýtni eða tryggðar, að
þeir langlærðu vilja ekki tapa, vilja ekki
að týnist það enn er eftir af frumstæðri al-
þýðulist í löndunum. Þetta er haldreipið
við móður jörð, við heilindin, við tilgerðar-
leysi, björgin frá blekkingunni. Með því að
stæla ferska ómynd barnakrots hafa mynd-
listamenn 20. aldar skapað nýja stíla og list-
fræðingar þar hvergi rekið augun í.
Hitt er óvenjulegra, að menntamenn
okkar taki sig af sjálfsdáðun til og búi
börnum þau skilyrði, að þeirra eigið innra
skapandi afl þroskist, útvegi þeim verkstæði
að vinna í, gott hráefni að vinna úr og borgi
börnunum svo tímakaup.
Suður í Egyptalandi hefur slíkt starf ver-
ið unnið í kyrrþey, þar til nú í ár að um-
ferðasýning á vinnu þessara barna hefur
verið á ferðalagi um borgir Evrópu og vak-
ið furðu og hrifni.
Þetta eru OFIN TEPPI.
Margra ára tilraunastarf liggur að baki
þessari dýrlegu barnavinnu. í vefnum hjá
þeim blandast í mesta bróðerni frumstæði
barnsins, einfaldleiki beztu alþýðulistar og
nútíma formgjöf. Teppin eru um 60 á sýn-
ingunni og stór, allt að tveimur og þremur
MEI.KORKA