Melkorka - 01.12.1961, Blaðsíða 15

Melkorka - 01.12.1961, Blaðsíða 15
Hin venjulegu kvennablöð, sem ekkert málefni eiga, ýta undir allan þann hégóma og tepruskap sem nútímanum sæmir ekki; hvernig gera skuli hreint, hvernig fallegast sé að raða í skúffur, hvernig karlmönnum lítist bezt á hárskrýfinguna, hvernig seinleg- ast sé að bóna gólf svo grannkonan öfund- ist, hvernig eigi að vera lengi að því að þvo þvott, ekkert óbragð í mínum þvotti, góða, hvemig kvenfólk eigi að leggja sig í líma við að laga breyttan mat handa bónda sín- um til þess að hann tolli heima og þrái ekki alltof mikið bíó og skemmtistaði, hvernig húsmóðirin eigi að fara að því að hreinsa teppin hjá sér sjálf, hvernig eigi að þurrka daglega úr miðstöðvarofnunum til þess að kvenfólk hafi eitthvað að gera á daginn. Hvernig viðra skuli á réttan máta. Bjóddu vinkonunum í saumaklúbb, það tekur þrjá daga ef gera á það eins og kvennablöðin mæla fyrir. Prjónaðu. Bróderaðu. í fáum orðum sagt: kvennablöðin og kvenfélögin eru til þess að halda okkur enn á því stigi að við megurn ekki fá sömu laun fyrir sömu vinnu, og ekki sömu vinnu með sömu menntun. Allt til að forheimska húsmóður- ina og fá hana til að ganga upp í hégóman- um að pússa hjá sér og pússa. Er nokkuð á á móti hreinlæti? munu þær segja sem hér eiga hlut að máli. Ég svara: fyrr má nú rota, en dauðrota. Er nokkuð á móti húsmóður- stöðunni? Ég svara: það verður að vera hægt að lifa andlegu lífi, jafnvel fyrir kvenfólk. Slík kvennablöð og þau tízkublöð sem eru fyrirskipuð konunum að fara eftir, eru liður í því að viðhalda miðöldum. Eða hversvegna eigum við einn daginn að vera pokar, annað árið H, þr iðja árið skal mittið hafa sigið niður um 10 cm og þarnæsta ár hissarðu mittið uppum þig uppfyrir miðju. Hver hefur fundið þetta upp til að angra okkur? Hver sem það er, þá eru það kvennablöð sem bera það út til okkar. Réttindabaráttu kvenna er víst sízt lokið, enda þótt þær í orði kveðnu hafi öll rétt- indi. Og það er kvenfólkinu sjálfu að kenna að svo er. Þær nenna fæstar að leggja við hlustir þegar þessi mál eru rædd, og þeim leiðast þau agalega mikið, en hinsvegar eru aðrir kostir dýrmætari og miklu meira spennandi, að geta komist sem verðlauna- gripir á tízkusýningu; og láir enginn þeim sem útlitið hefur, að hann langi til að sýna það. Þetta er enn miðaldafyrirbæri og hald mitt er að sýningar þessar séu fundnar upp og til þess gerðar að fá fólk til að gleyma málefnunum og láta það hætta að liugsa sjálfstætt og langa bara að verða eins og hún Magga sem fór á Langasand og keypti sér 8 kjóla í Njú Jork og fór svo í þá hvern utan- yfir annan til þess að koma þeim tollfrjáls- urn í land. í hinum glæsilegu, málefnasnauðu kvennablöðum sjáum við bara dýrðina, en okkur er ekki sýnt hitt sem miður fer og ekki má berjast gegn og ekki einu sinni tala um, því að það gæti sneytt ríkidæmi þess sem stendur fyrir hégómanum. II Það kom hingað leikhúsmaður frá Dýfl- inni á írlandi og skoðaði Þjóðleikhúsið og fannst mikið til þess koma. Hann óskaði sér þess að þeir gætu byggt sér svona fallegt leikhús heima í Dýflinni. Hann bar söguna þangað, að íslendingar ættu eitt fegursta leikhús í heimi. Þessa sögu sagði mér kaffi- sölukona í Abbey Theatre í Dýflinni. í Abbey leikhúsinu, sem er þeirra þjóðleik- hús, er hvergi hægt að hengja fötin sín, maður verður að sitja með þau á hnjánum eða hengja þau á herðarnar á þeim sem sit- ur fyrir framan. Salurinn er lítill en þar eru sæmilega þægileg sæti. Við sátum þarna tveir íslendingar og horfðum á leikrit eftir óþekktan íra, sem við höfðum aldrei heyrt getið um fyrr. Við bæði grétum og hlógum. Svo var eðlilega leikið, að við gleymdum stund og stað. Ég ber söguna til íslands af því, að þarna melkorka 79-

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.