Melkorka - 01.12.1961, Blaðsíða 21

Melkorka - 01.12.1961, Blaðsíða 21
Á dagheimili. mögulegt, að innrétta eina íbúðar„blokk“ með það fyrir augum, að þar væri húsmóð- urstarfið ekki aðalstarfið. Það þyrfti að vera dagheimili fyrir börnin í „blokkinni" og gott starfslið sem veitti þeim það skjól og leiðbeiningu, sem hæfði þroska þeirra hvers um sig, meðan foreldrarnir eru fjarverandi. Þetta er sú framtíðarlausn, sem ég sé helzta á vandamálum okkar, sem vinna utan heim- ilis jafnframt því að vera mæður og hús- mæður. Ég sé ekki ástæðu til að fjölyrða um þessi svör, en vil undirstrika þá skoðun, sem þar kemur fram — að það stig, sem við stöndum á í viðhorfinu til atvinnuréttinda kvenna er einhverskonar gelgjuskeið, hvorki fugl né fiskur. Löggjöfin hefur fyrir löngu síðan viður- kennt pólitísk og atvinnuleg réttindi kvenna og það mun öllum affarasælast, að þau séu einnig virt i verki. Það er hlutverk kvennanna sjálfra að sjá urn að þjóðfélag okkar verði fullveðja í þessu efni. Til þess að svo megi verða eru dagheimili barna nauðsynleg. Þessvegna ber okkur konum að kynna okkur þá starfsemi og knýja á um viðhlítandi lausn: Daglieimili víðsvegar um bæinn, svo rnörg, að þau fullnægi eftir- spurninni. Við eigum einnig að fylgjast með því að dagheimilin séu fyrsta flokks stofnanir. Það ber ekki að líta a þau sem þjóðfélagslegt neyðarúrrœði, sem hið topin- bera kosti eins litlu til og hægt er að kom- ast af með, heldur jákvæð úrræði í uppeldis- málum nútímans, sem hver móðir eða hvert foreldri, sem er, treystir til að vernda og þroska það, sem þeim er dýrmætast — barn- ið. Reykvíkingar eru svo heppnir að hér hef- ur starfað félag áhugamanna um áratuga skeið, sem hefur unnið að þessum málum af hugsjónareldi, bjartsýni og skilningi á kröf- um tímans. Reykvíkingar eru einnig svo heppnir að til starfs og forstöðu á barna- heimilum hafa valizt ágætir starfskraftar. Það þarf ekki að efa, að ekkert væri þessum aðilum kærara, en að geta fullnægt þörf borgaranna í þessum efnum og geta gert það á menningarlegan hátt. En þess skyldu menn minnast, að þessir aðilar ráða ekki yfir „afli þeirra hluta sem gera skal“, þeim er skorinn þröngur stakkur vegna ónógs fjármagns. Það vald liggur í hendi forráða- manna bæjarins. Og þeim œtti að vera Ijóst, að þeir standa í svo stórri þakkarskuld við Barnavinafélagið Sumargjöf, að það er ekki nema sjálfsögð skylda bæjarins að koma bæði fljótt og vel til móts við óskir félagsins um úrbætur og framkvæmdir. Barnavinafélagið Sumargjöf hefur ávallt melkorka 85

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.