Melkorka - 01.12.1961, Blaðsíða 5

Melkorka - 01.12.1961, Blaðsíða 5
„Ef varnarlaus smáþjóð hefur mitt í sinni ó- gæfu borið gæfu til að eignast mátulega sterkan óvin mun tíminn gánga í lið með henni einsog því dýri sem ég tók dæmi af. Ef hún í neyð sinni játast undir tröllsvernd mun hún verða gleypt i einum munnbita. Ég veit þið Hamborgarmenn mynduð færa oss íslenskum maðklaust korn og ekki telja ómaksvert að svíkja á oss mál og vog. En þegar á íslandsströnd eru risnir þýskir fiski- bæir og þýsk kauptún, hve leingi mun þess að bíða að þar rísi og þýskir kastalar með þýskum kastalaherrum og málaliði. Hver er þá orðinn hlutur þeirrar þjóðar sem skrifaði frægar bækur? Þeir íslensku mundu þá í hæsta lagi verða feitir þjónar þýsks lepprikis. Feitur þjónn er ekki mik- ill maður. Barður þræll er mikill maður, þvi í hans brjósti á frelsið heima." Úr Eldur i Kaupinhafn eftir Halldór Kiljan Laxness. V_________________________________________> ísku ríkin, svo að dæmi sé tekið. Það er því augljóst, að með tilliti til markaða, erum við miklu betur sett utan bandalagsins held- ur en innan þess. Það hefur verið mikið skrifað um það í blöðin i nágrannalöndum okkar, að sjálf- steeði þjóðanna muni stórlega skert við inn- göngu i Efnahagsbandalagið. Það er alveg rétt. Fyrir nú utan það, að hinir sterku innan ríkjasamsteypunnar fá undirtökin í efnahagslífi smáríkjanna, er um mikla skerðingu á hinu formlega full- veldi að ræða. í Rómarsamningnum er víða talað um „sameiginlega stefnu“, „samræm- ingu“ o. s. frv., og þetta þýðir, að í til- greindum málum geta æðstu yfirvöld hvers ríkis, þing þess eða stjórn, ekki lengur tekið sjálfstæðar ákvarðanir, heldur verða að fara að vilja framandi aðila. Liggur það Ijóst fyrir, áður en sótt er um upþtöku, á lwaða sviðum þessi skerðing á o-thafnafrelsi og ákvörðunarrétti muni verða og i hverju hún liggur? í sumum atriðum er þetta ljóst. Ríkið má t. d. ekki afla sér tekna með tollum; það má ekki leggja neins konar hömlur við starf- semi útlendinga, ef innlendum mönnum Melkorka leyfist sams konar starfsemi. Þannig mætti lengi telja. Á hinn bóginn er vald hinna ýmsu stofnana bandalagsins svo mikið, að það verður ekki sagt um það fyrirfram, hversu mjög þær muni ganga á rétt og full- veldi aðildarríkjanna. Eða eins og Jónas Haralz kemst að orði: „... við athugun á sjálfum (Rómar)samningnum kann að vera örðugt að komast að raun um, hverjar skuldbindingar aðildarríki takast í raun á hendur með honum“. Vald Alþingis yrði þá skert? Það gæti ekki sett lög, sem brytu í bága við ákvæði Rómarsamningsins eða ákvarð- anir, sem stofnanir bandalagsins tækju. Öll lög frá Alþingi, sem brytu svona í bága við samninginn væru ógild, en dómstóll banda- lagsins sker úr um vafaatriði. Þetta yrði eins og í gamla daga: Þar sem Guðs lög og manna greinir á, þar skulu Guðs lög ráða. Ákvarðanir bandalagsins eru Guðs lög. Mundi stjórn bandalagsins gera kröfur um hernaðarlega aðstöðu liér, eða yrði það áfram i höndum Atlanzhafsbandalagsins? Eins og er hefur Efnahagsbandalagið engan her. En eftir því sem stundir líða fram, mun bandalagið verða styrkari ríkis- lieild, aðildarlöndin verða líkari héruðum eða sýslum, en framkvæmdastjórnin fá meiri svip af ríkisstjórn. Þá verður henni óhjákvæmilegt að styðjast við fastaher við framkvæmd ákvarðana sinna og eftirlit með þeim. Nú eru öll aðildarríki bandalagsins jafnframt meðlimir í NATO, og það er fjarska ólíklegt, að í Efnahagsbandalagið gangi nokkurn tíma ríki, sem stæði utan við hernaðarblokkir Vestursins. Mér þætti því sennilegast, að NATO og Efnahags- bandalagið yrðu sameinuð með einhverjum hætti, og NATO-herinn yrði um leið valda- tæki Efnahagsbandalagsins. Ríkjasamsteypa Efnahagsbandalagsins yrði þá mesta her- og lögregluríki sögunnar. Og þá gætum við ís- lendingar ekki lengur litið á herinn hér á landi sem erlendan her, heldur sem íslenzk- an her, enda hefði hann fengið það hlut- 69

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.