Melkorka - 01.12.1961, Blaðsíða 28

Melkorka - 01.12.1961, Blaðsíða 28
20 st. með aldinmauki á milli. Sprauta síðan marengs yfir og bakað í ofni. Pönnukökurnar eru bornar fram heitar. Ljúffengt er að hafa þeyttan rjóma með. Er hann þá settur f skál. Marengs 2 eggjahvltur 160 gr. strásykur Eggjahvíturnar og strásykurinn hitað í potti (fingur- volgt) síðan þeytt þar til marengsinn er orðinn þykkur og auðvelt að sprauta með honum. Bakað við mjög vægan hita. Smákökur: Cornflakes-kökur 2 eggjahvitur 1 tesk. vanilludropar 1 bolli sykur 2 bollar Cornflakes 1 bolli kókosmjöl \/2 bolli skornar hnetur Þessi smákökutegund er mjög heppileg í barnaboð. Eggjahviturnar eru stifþeyttar, sykrinum þeytt út í smátt og smátt. Kókosmjölinu blandað gætilega saman við með steikaraspaða, því næst cornflakes, hnetum og vanilludropunum. Deigið má ekki bíða. Sett á vel smurða plötu með stórri teskeið. Bakað gulbrúnt við góðan hita. Þegar kökurnar eru bakaðar eru þær látnar kólna áður en þær eru teknar af plötunni. Súkkulaðibitakökur \/2 bolli smjörlíki \/ bolli sykur \/2 bolli púðursykur 1 egg 200 gr. súkkulaði Smjörlikið er hrært þar til það er lint. Þar i er sykr- inum og púðursykrinum blandað og hrært vel saman, þá er eggið sett út i. Hveiti, natron og salt er blandað saman við og að endingu kókosmjölið og brytjuðu súkkulaði hrært vel saman við. Deigið mótað i smákúl- ur með höndunum og þrýst á þær með gaffli. Súkku- laðibitum er stungið ofan i hverja köku. Rússneskir kossar 4 eggjahvitur 260 gr. sykur 160 gr. saxaðar hnetur, einnig má nota möndlur Eggjahviturnar og sykurinn eru sett i pott og hitað þar til það er fingurvolgt. Þá er deigið sett i hrærivél og hrært þar til myndazt hefur þykkur massi. Þá er hnetunum blandað saman við. Búnar til litlar kökur, sem eru bakaðar við litinn hita. (ca. 100°C). ---------------------------------------- MELKORKA kemur út þrisvar d dri. Verð árgangsins fyrir áskrifendur er 80 krónur. í lausasölu kostar hvert hefti 15 krónur. Gjalddagi er 1. marz ár hvert. Öll bréfaviðskipti varðandi innheimtu og afgreiðslu til áskrifenda og útsölumanna utan Reykjavikur annast Þóra Vigfúsdóttir, Þingholtsstræti 27, Reykjavik. Afgreiðsla fyrir Reykjavík og nágrenni er í Bókabúð Máls og menningar, Skólavörðustíg 21. Nokkur eintök af fyrri árgöngum ritsins eru enn fáanleg. ÚTSÖLUMENN MELKORKU Ester Karvelsdóttir, Ytri-Njarðvík. Gerður Sæmundsdóttir, Vinaminni, Ólafsvik. Guðrún Albertsdóttir, Hverfisgötu 9, Siglufirði. Hólmfriður Jónsdóttir, Nesveg 20, Norðfirði. Kristjana Helgadóttir, Ásgarðsveg 15, Húsavfk. Rut Guðmundsdóttir, Sunnubrut 22, Akranesi. Sigriður Gisladóttir, Borg, Mrum, Borgarfirði. Sigríður Líndal, Steinholti, Dalvfk. Sigriður Sæland, Hverfisgötu 22, Hafnarfirði. Sigurður Árnason, verkstjóri, Hveragerði. Unnur Þorsteinsdóttir, Vatnsdalshólum, Mýrdal. Þóra Stefánsdóttir, Egilsstaðaþorpi. Þórdfs Einarsdóttir, Lindarbrekku, Eskifirði. Á ofangreindum stöðum geta konur gerzt áskrifendur að Melkorku. TRENTSMIÐJAN HÓI.AR H-F V---------------------------------------/ l\/2 bolli hveiti \/2 tesk. natron i/i tesk. salt \/2 bolli kókosmjöl 92 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.