Melkorka - 01.12.1961, Blaðsíða 11

Melkorka - 01.12.1961, Blaðsíða 11
Hann kvað nú starfandi fjögur dagheimili og gætu þau veitt móttöku 300 börnum. Þau væru öll fullsetin og alls staðar lægju fyrir langir biðlistar með umsókn- um þeirra, sem vanhagaði um dvöl fyrir börn sín. Auk þess ræki félagið sjö leikskóla og veita þeir 500 börnum viðtöku. Þeir geta ekki heldur annað eftir- spurnum og er þó heldur minni aðsókn að sumrinu heldur en vetrarlagi. Leikskólar eru að þvi leyti frábrugðnir dagheimilum að þar dvelja börnin skemmri tfma daglega og fá þar ekki mat. Starfsemin er rekin i tveim deildum, morg- undeild frá kl. 9—12 og síðdegisdeild frá kl. 13—18. Að öðru leyti er umsýsla um börnin og verkefni þeirra þau sömu og viðgengst á dagheimilum. Ég spurði fram- kvæmdastjórann hvernig væri háttað sambandi félags- ins og bæjarins og gaf hann mér þær upplýsingar, að bærinn væri eigandi að öllum þeim húsum, sem notuð væru einungis til reksturs leikskóla, en þeir staðir eru 5 að tölu, auk þess á bærinn stórhýsið Laufásborg, og þar er um dagheimilisstarf að ræða. Hins vegar ann- aðist Sumargjöf allan rekstur barnaheimilanna, eins og áður er getið. Sumargjöf sér einnig um viðhald hús- anna. í eigu Sumargjafar eru hins vegar Vesturborg við Kaplaskjólsveg, hið nýbyggða dagheimili Hagaborg við Fornhaga, Grænaborg, elzta hús félagsins, en þar rekur félagið tveggja ára skóla fyrir verðandi fóstrur og auk þess er leikskóli þar til húsa, og loks dagheimilið að Steinahlíð við Suðurlandsbraut, en það hús var fé- laginu gefið fyrir nokkrum árum síðan. Auk þess er leikskóli rekin á einum stað i leiguhúsnæði, í félags- heimili óháða fríkirkjusafnaðarins. Framkvæmdastjór- inn upplýsti ennfremur, að daggjöld barnanna stæðu undir helmingi af reksturskostnaði starfseminnar, og rösklega þó. Það sem á vantaði fengist með fjáröflun félagsins á sumardaginn fyrsta og fjárframlögunr bæj- arins. Að lokum spurðist ég fyrir um það, hvort fyrir lægi bein félagssamþykkt um það, að einungis einstæðar mæður skyldu eiga aðgang að dagheimilisdvöl fyrir börn sín. Framkvæmdastjórinn kvað það rétt vera að samþykkt lægi fyrir um forgangsrétt slíkra mæðra „að öðru jöfnu“, sem hann túlkaði á þann veg, að hreint neyðarástand gæti skapazt á heimili giftrar konu, svo sem vegna veikinda og svo gœti aðstaða hinnar ógiftu konu verið, að engin ástæða væri til að hún nyti for- gangsréttar fyrir sín börn. En framkvæmdarstjórinn tók það fram, svo og formaður félagsins, sem ég ræddi einnig við að þetta ákvæði byggðist einungis á þvx, að félagið hefði, því miður, ekki aðstöðu til að fullnægja eftirspurnum um dvöl fyrir börn á dagheimilum. Þetta er sem sagt meginreglan, og henni fylgt það vel, að til undantekningar má teljast ef giftar konur sem njóta „fyrirvinnu eiginmanns síns“, fá vist fyrir börn sín á dagheimilum, enda þótt dálítið sé misjafnt hve for- stöðukonurnar halda stíft við þessi fyrirmæli. Hins vegar mun reynt, svo sem unnt er, að taka við börnum, þegar feðurnir eru við nám, t. d. Háskólanám, en hvort það nýtur jafnmikils skilnings, ef mæðurnar eru við nám er mér ekki fyllilega kunnugt um. En auk þessarar aðalstarfsemi sinnar, rekur félagið einnig skóla fyrir verðandi fóstrur og foistöðukonur barnaheimila. Er þar vitaskuld um að ræða stórmerk- au þátt í staifi félagsins. Eftir að hafa fengið þessar upplýsingar var eftir að ræða við þann aðilann sem hin daglega framkvæmd og ábyrgð starfsins hvílir þyngst á — þ .e. forstöðukonu á dagheimili. Ég bað því forstöðukonu í Steinahlíð, Idu Ingólfs- dóttur, að fórna mér einni kvöldstund til að rabba um þessi efni, Ida tók vel i það og fara hér á eftir þau svör, sem hún gaf við beinum spurningum mínum. Hvað þykir þér erfiðast í starfi þínu? Erfiðast þykir mér að þurfa að neita fólki um dvöl fyrir börn sín, sem ég finn að hafa fulla þörf fyrir aðstoð dagheimilisins. Ýmis- Melkorka 75

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.