Melkorka - 01.12.1961, Blaðsíða 6

Melkorka - 01.12.1961, Blaðsíða 6
verk sitt viðurkennt að vera hér til að „gæta laga og reglu“ í innanlandsmálum. / Rómarsamningnum segir, að stefna beri að samrœmingu félagsmálalöggjafar aðild- arríkjanna. Þetta gæti vitaskuld þýtt það fyrir okkur, að við yrðum að breyta tryggingakerfinu, og það er engin hætta á því, að þær breyt- íngar yrðu til bóta. Alþýðan í stærsta landi Efnahagsbandalagsins kvartar nú um það, að afturhaldið sé á góðri leið með að eyði- leggja almannatryggingarnar. Og þegar bú- ið verður að skerða félagslegt öryggi al- mennings í þeim stóru löndum, þá verður ekki erfitt að gera smá „samræmingarráð- stafanir" hér á landi. Hvaða áhrif álítur þú, að ákvœðið um tilfœrslu fjármagns iog vinnuafls kœmi til með að hafa hér á íslandi? Útlendingar fengju sama rétt og við til að stunda atvinnu, eiga og reka fyrirtæki. Þetta þýðir, að einn meðalstór kapítalisti í útlandinu gæti keypt upp öll hérlend at- vinnutæki, sem máli skipta. Þá gæti hann einn ráðið þvf, sem hann vildi, í atvinnu- málum, kaupgjaldsmálum og haft sterkari aðstöðu í mörgum öðrum málum en ríkis- valdið sjálft. Þetta var dæmi, en engu að síður raunhæft dæmi. Annað dæmi væri það, ef útlendingur kæmi hér upp stór- iðju. Verksmiðjan þyrfti raunar ekki að vera stór á heimsmælikvarða til þess að hafa úrslitaáhrif á allan gang mála í landinu. Þetta voru dæmi, en nú skulum við taka eitt, sem yrði áþreifanlegur veruleiki á samri stund og við gengjum í Efnahags- bandalagið. Það eru veiðar erlendra skipa í landhelgi. Verndun fiskistofnsins við strend- ur íslands væri úr sögunni. Þar að auki fengju útlendingar fulla heimild til þess að gera að síðustu bröndunum hér á landi — í eigin verkunarhúsum ef vill. íslendingar yrðu ekki lengi í tölu fiskveiðiþjóða. Og á hverju ætlum við þá að lifa? Á framkvæmd- um útlendinga? Svo bezt þeir kæri sig nokk- uð um það að leggja í framkvæmdir hér. Svafa Þórleifsdóttir, ritstjóri, fyrrv. skóla- Stjóri á Akranesi og löngu þjóðkunn kona fyrir störf í þágu skólamála og kvenréttinda, varð 75 ára 20. okt. s.l. Ritstjórn Melkorku er ljúft og skylt að þakka henni gott samstarf fyrr á árum og óska henni margra farsælla starfsára í þágu góðra málefna. Það er ekki víst. En hvort sem við og af- komendur okkar dveldum hér á landi eða flyttum utan í atvinnuleit — til þess fengj- um við raunar styrk úr Félagsmálasjóði bandalagsins — þá biði okkar það hlutskipti að glata þjóðerninu. Og það er ekkert sælla að hugsa til þess, að iðnvætt og orkuvætt ís- land eigi eftir að byggjast útlenzkumælandi þjóðum, heldur en þess, að það eigi aftur að verða óbyggt eyland, en 200 þúsund sálir týnist í mannhafi Evrópu. En ef við vildum nú losna úr Efnahags- bandalaginu, áður en svo langt vœri komið? Rómarsamningurinn er óuppsegjanlegur. Það ríki, sem einu sinni er komið í Efna- hagsbandalagið, getur ekki gengið úr því aftur. Það er ekki hægt að snúa við. Þetta stafar af því, að ríkjum Efnahagsbandalags- ins er ætlað að renna saman í eitt ríki. Eina leiðin til þess að losna við þær hörmungar, sem íslenzku þjóðarinnar biðu innan Efna- hagsbandalagsins, er því sú, að ganga aldrei í það. Á. o. og g. G. 70 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.