Melkorka - 01.12.1962, Blaðsíða 9
„Við sem hér erum saman komin getum
borið höfuðið hátt, því við höfum snúizt til
varnar lífinu," sagði hún. „Hvernig komizt
verði hjá tortímingu, er vandamál allra
sem lifa.“
Fleiri ræðukonur mætti nefna, eins og
frú Rameshvari Nehru, mágkonu Nehrus,
forsætisráðherra Indlands, sem sagði í ræðu
sinni: „Við eruin komin til þessa þings til
að krefjast afvopnunar og friðar og að mil-
jarðar þeir sem fara í styrjaldarekstur verði
látnir renna til að hæta lífskjör hinna van-
þróuðu þjóðsvæða í Asíu, Afríku og Suður-
Ameríku.“ Margar afrísku konurnar voru
skeleggir ræðumenn, mæltu flestar á enska
tungu, sem þær töluðu prýðilega. Það var
unun að sjá livað þær voru frjálslegar. Flest-
ar voru frá ríkjunum í Alríku sem nýlega
hafa hlotið sjálfstæði og brotið al' sér alda-
gamalt nýlenduvald. Það geislaði líka ein-
hver gleði og innri kraftur Irá þessu fólki,
minnisstæður verður einn höfðingi frá
Súdan sem hóf upp söng í ræðulok og réð
ekki við sig af lífsgleði.
Öllum fulltrúunum sem töluðu á þing-
inu kom saman um að þótt svartar blikur
væru enn á lofti, hefði ráðstefnan sýnt hinn
sívaxandi friðarvilja þjóðanna og rætt hefði
verið af meiri skilningi en nokkru sinni
fyrr um raunhæfar tillögur til samkomulags
og þegar heim væri komið mundi áhrif
þingsins sýna sig í auknum baráttuvilja
einstaklinga og félagssamtaka. Lögð var ;i-
herzla ;i að á þessum (irlagaríku tíimun
hefði allt mannkyn við eiti sameiginlegt
vandamál að stríða og |iað vandamál yrðu
mennirnir að leysa sameiginlega.
Þótt miklar annir væru allan tímann á
þinginu gafst fulltrúunum nokkrunt sinn-
um tækifæri að fara í leikhús sem í Moskvu
er ávallt listrænn viðburður, en minnistæð-
ast býst ég við að öllum verði hljómleika-
kvöld með listdans og iiðrum skemmtiatr-
iðum, sem tileinkað var þinginu og haldið
var í þinghöllinni fyrir þingfidltrúa og
gesti. Listamermirnir voru víðsvegar frá
r X
FORMÓÐIR
Þú lúst þarna og svafst
þar til hrynjandi lifsins vakti þig.
Og þú reist uþþ og sagðir:
Hvar er ég?
Það var eins og bUerinn hefði Iwistað:
J Eden.
En þú skildir það ekki
heldur horfðir ú sólaruþþkomuna
og neglur þinar til skiþtis.
Svo stóðstu uþþ
og lokkarnir hrundu niður hakið
Ijósir og léttir
og hentust til — þegar þú liljóþst úfram
móti nýrri veröld.
I>ÓRA ELFA BJÖRNSSON
(Úr Ljóðum ungra skálda).
V___________________________________________/
Sovétlýðveldunum en þeir komu ekki frá
leikhúsunum heldur iir verksmiðjum og
samyrkjubúum: Fólk sem lagði stuud á ótal
þætti listgreina í tómstundum sínum og
naut kennslu beztu listamanna og hafði
fengið slíka þjálfun að ekki var annað hægt
að sjá og heyra, en að þarna væru afburða
listamenn á ferðinni. Rússnesk listakona
sem ég þekki og veitt hefur tilsögn á stórum
vinnustað dáðist mjög að mörgum þessara
„amatör'* listamanna og sagði að þeirn gæf-
ist oft kostur á að komast að leikhúsum, en
oft kysu þeir heldur að vera á vinnustöð-
uniun áfram. Keppikeflið væri ekki að
verða frægur heldur að þjálfa listræna liæfi-
leika. Var það einhver framtíðarsýn sem
brugðið var upp fyrir lulltrúum friðarhreyf-
ingarinnar í listrænu formi sem gerir jjetta
kvöld ógleymanlegt? Fn eitt er víst að það
var eins og hróp frá hinum óbreytta manni
um að allir, hvar sem er í heiminum, leggi
fram krafta sína í þágu samvinnu og friðar
á jörðinni.
45
MIÍLKORKA