Melkorka - 01.12.1962, Blaðsíða 10

Melkorka - 01.12.1962, Blaðsíða 10
Leggur, skel og skammbyssa Viðtal við Guðrúnu Láru Hilt Guðrún Lára systir mín sendir mér línu. Hún cr ný- komin úr sumarfrli, fór um Noreg nyrzt og nýtur þess. Hún talar um bjartar nætur æsku sinnar endurteknar í nútíðinni norður þar, heiðarnar, hreinar útlínur fjallanna, gengur á gnípur og tjaldar við læki, vakir í auðninni og skiptist á við sjálfa sig og næturkyrrðina að hlusta undir morgun á lífið sem vaknar í mó og mýri til nýs dags undir sömu sól og í gær og segir: „Ekki held ég neinn njóti fjallanna eins og íslend- ingurinn. Og þessi dásamlega birta. Við klifruðum upp snarbratta grasigróna Lofótfjallið og þarna sigldi bátur um spegilsléttan sjó og kom við í verum víða, ég sat og horfði af nöfinni efst og prentaði 1 hug minn þessum furðulegum fjallamyndum berandi við haf og himinn í bjartri nóttu." Hún kenmr víða við, talar um mastraskóg bátanna í Svolvær og ber f hug sér saman við þrönga innsigl- ingu í LambhúsásUndið góða á Skipaskaga heima, þegar Vesturflösin var Inimgarðskögruð og gaf algjört yfir Grenjarnar. Hún )es Falkberget og talar við heiðabúana, lifandi sögupersónur hans og skilur ekkert í að fólkið skuli ekki tahi íslenzku, svo dæmigerðar útgáfur íslenzks bú- andlýðs frá því fyrir 1930. Hún kemur við í landamærabænum Röros og ber þakhellunámurnar þar saman við steingervingajarðlög- in í Vatnsfirði vestur, hjá Brjámslæk hinum yfirgefna á Barðaströnd, þar sem fletta má með höndum sér steinþynnublöðum móður náttúru og hafa heim með sér örþunnar hellurnar og hengja á vegg sem lista- verk Guðs. Hún kemur við í Þrándheimi og stendur í helgum dómi Niðaróss, hvar eiginmaður hennar, myndhöggv- arinn Odd Hilt vann árum saman ásamt mörgum öðrum listamönnum að endurbyggingu fornra lista- verka dóinkirkjunnar gömlu. Sjálf veitti hún í Þránd- heimi forstöðu daghcimilum barna, eftir að hafa ný- lokið prófi frá Social-Pedagogiska Seminariet í Stokk- hólmi, en kennir nú við Fóstruskólann sem tengdur er Kennaraskóla Osloborgar og hefur framkvæmdastjórn fyrirtækisins „Riktige leker", sem stofnað var fyrir 15 árum af áhugafólki um uppeldis- og félagsmál og fé- lagsmálaráðuneytið í Oslo er m. a. hluthafi í. í norska Arbeider-Avisa frá 6. ág. i ár birtist viðtal við Guðrúnu Láru um leikfangagerð og fékk ég leyfi 46 hennar til að endursegja handa Melkorku stuttan út- drátt aðalatriða, næ hvort eð er ekki í þýðingu þeirn einfaldleik, alúð og hýru er einkennir a)lt orðaval og tal Guðrúnar Láru, entla í viðtalinu nokkuð farið út í aðra sálma, og hún segir: Vígbúnaður endurspeglast í leikfangaframleiðslu í leikfangaframleiðslunni er oftar liugsað um gróða en gagn og leikfangainnflutning- urinn er venjulega í liöndum heildsala sem lítið eru þessum málum kunnugir, en not- færa sér lækkaðan innflutning á leikföngum til að fylla markaðinn af ónauðsynlegri og jafnvel skaðlegri vöru. Ef foreldrar, frændur og ömrnur hefðu hugmynd um live óliepjri- legt leikfangaval getur skemmt eðlilegt já- kvætt mat barnanna á gildi leikfanga, yrði þeim varla um sel. Flestir viðurkenna að hergögn í leikfangaútgáfu eru ekki sem bezt uppeldistæki, en samt sem áður sér maður sí og æ smástráka í skammbyssuslag eða liggjandi í launsátri með geltandi gervi- vélbyssu. Vinnuleikföng tengja daglegt lif manna leikheimi barna Annar skaðlausari gljávarningur er keyptur handa krökkunum, en þau verða fljótt fyrir vonbrigðum þegar leikföng þessi gliðna í sundur og ekki er um neina við- gerða- eða varahlutaþjónustu að ræða, nýtt er keypt í stað og sagan endurtekur sig og orsakar leiða og loks liirðuleysi barnanna um dótið sitt, en þetta hirðuleysi smitar út frá sér yfir á önnur svið og Jiað er gegn þessari hirðuieysisafstöðu sem við verðum að spyrna í dag. Opin 1 eið liggur milli af- MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.