Melkorka - 01.12.1962, Blaðsíða 18
Skóladrcngir.
Það var algengt að þriggja til fjögurra
manna fjölskylda byggi í höll með tugum
herbergja og veizlusala og hefði 10—20
vinnukonur til að þríla eftir sig. Andspænis
þessu óhófi var ömurlegasta örbirgð, meiri-
hluti Kúbubúa bjó í hreysum sem ekki var
hægt að kalla mannabústaði, um það bil
þriðji hver maður var ólæs og óskrifandi,
heilbrigðismál voru í mesta ólestri svo að
barnadauði var gífurlega hár, um það bil
fjórði hver vinnufær maður var að staðaldri
atvinnulaus. Þetta ástand leiddi til iijdjd-
reisnar þeirrar sem Fidel Castro hafði for-
ustu fyrir og lauk með sigri uppreisnar-
manna í ársbyrjun 1959.
Sigur uppreisnarmannanna á Kúbu er
eitt af ævintýrum mannkynssögunnar, sagan
af því livernig 12 mönnum sem földu sig á
efsta fjallstindi landsins tókst að vinna bug
;i einræðisherranum Ratista og 50.000
manna her hans, vegna þess að þeim tókst
að fylkja fólkinu í landinu til baráttunnar
54
með sér. En ég læt öðrum eftir að segja þá
sögu. Ekki er þess heldur kostur að rekja í
stuttri grein þau stórvirki sem unnin hafa
verið síðan sigur vannst, en þau höfðum við
alstaðar fyrir augum þegar við ferðuðumst
um Kúbu þvera og endilanga. En mig lang-
ar að víkja í örstuttu máli að þætti kvenna
í þessari baráttu allri.
Þegar frá upjDhali tóku konur þátt í bylt-
ingarhreyfingu Fidels Castro. Þegar hann
gerði liina fyrstu mishejrpnuðu byltingar-
tilraun sína fyrir áratug voru tvær konur í
árásarliðinu með honum. Skömmu eftir að
ujDjDreisnarmenn höfðu komið sér fyrir í
Sierrafjöllum var stofnuð þar sérstiik
kvennaherdeild, Mariana Grajales, skírð
eftir fátækri negrakonu, sem upj)i var á 19.
öld og eignaðist tvo syni sem urðu forustu-
menn í frelsisbaráttunni gegn Spánverjum.
Þessi kvennaherdeild þótti miklum tíðind-
um sæta, því á Kúbu þótti það ekki sæma
að konur skiptu sér af ojjinberum málum,
hvað þá að þær berðust með vopn í höndum
við hlið karlmannanna. En raunin varð sú
að hermenn Batista óttuðust kvennaher-
deildina sérstaklega. Einnig tóku konur
mikinn þátt í neðanjarðarhreyiingunni, við
að safna fé, smygla vojDnum, gefa út leynileg
blöð o. s. frv. Margar hetjusögur geymast á
Kúbu um afrek kvenna á þessum árum.
Eftir byltinguna hófust konur þær sem
höfðu tekið þátt í byltingunni handa um að
lá allar konur á Kúbu til þátttöku í ojnn
berum störfum og leysa þannig úr læðingi
nýtt þjóðfélagsafl. í Jdví skyni voru stofnuð
kvennasamtök fyrir landið allt í ágúst 1960,
og eru félagsmenn þeirra nú 357.000 tals-
ins. Einn daginn heimsótti ég aðalstöðvar
þessara samtaka í Havanna og ræddi við
ýmsar forustukonur, Jrar á meðal Ester
Ninega sem er yfirmaður þeirrar deildar
kvennasamtakanna sem annast samskipti
við önnur lönd. Hún sagði mér mikið frá
verkefnum og starfsemi samtakanna.
Formaður kvennasamtakanna er Vilma
Esj)in, en hún tók Joátt í byltingarbar-
MEI.KORKA